Bændablaðið - 17.12.2015, Page 4

Bændablaðið - 17.12.2015, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Parísarfundurinn um loftslagsmál, COP21: Landeyðing og hlýnun jarðar Húsfyllir var á viðburði Íslands um landgræðslumál sem haldinn var í norræna skálanum á Parísarfundinum um loftslagsmál. Á fundinum var meðal annars rætt um hvernig landeyðing og hlýnun jarðar spila saman og hversu mikil- væg landgræðsla er sem mótvægis- aðgerð gegn loftslagsbreytingum. Fólk frá öllum heimshornum sótti viðburðinn og voru líflegar umræður í kjölfar erinda framsögumanna. Á vef umhverfis- og auðlinda- ráðuneytisins segir að Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auð- lindaráðherra, hafi í ávarpi sínu fjallað um hvernig Íslendingar hafa stundað landgræðslu til að berjast gegn landeyðingu. Hún nefndi sam- starf landsins við alþjóðastofnanir á sviði landgræðslu og mikilvægi þess að huga að jafnréttissjónarmiðum þegar unnið er að endurheimt lands. Endurheimt og gróðurhúsalofttegundir Að loknu ávarpi ráðherra tók Monique Barbut, framkvæmdastýra eyðimerkursamnings Sameinuðu þjóðanna, til máls. Hún ræddi um mikilvægi þess að ekki tapist meira land en það sem er endurheimt, sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Hún benti jafnframt á þá möguleika sem felast í endurheimt lands til að ná markmiðum um samdrátt í nettólosun gróðurhúsalofttegunda. Landeyðing í Mongólíu Damdin Davgadorj, sérfræðingur um landeyðingu, frá Mongólíu, sagði frá ástandi mála þar í landi og þeim aðgerðum sem ráðist hefur verið í til þess að endurheimta land og stöðva landrofið. Landgræðsluskólinn kynntur Sveinn Runólfsson landgræðslu- stjóri fjallað um landgræðslustarf á Íslandi og loks sagði Hafdís Hanna Ægisdóttir, forstöðumaður Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóð- anna, frá því hvernig skólinn vinnur að þjálfun fólks í þróunarlöndum á sviði landgræðslu. /VH Fréttir Bakteríur sem eru ónæmar fyrir öllum þekktum sýklalyfjum hafa verið greindar í Evrópu í fyrsta sinn. Bakteríurnar greindust í sjúklingi í Danmörku en því er spáð að bakterían greinist einnig fljótlega á Bretlandseyjum. Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í Evrópu í fyrsta sinn fyrir skömmu. Samkvæmt danska sótt- varnareftirlitinu er um að ræða E. coli bakteríu sem er ónæm fyrir öllum þekktum sýklalyfjum og greindist hún á sjúkrahúsi í Danmörku. Sama baktería hefur greinst í nokkrum sýnum sem tekin voru úr kjúklingi sem fluttur var inn til Danmerkur frá Kína í gegnum Þýskaland. Hugsanlegt er að sjúk- lingurinn hafa smitast eftir neyslu á sýktu kjöti. Nordic One Healt Eva Kjer Hansen, matvæla- og umhverfisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu 7. desem- ber síðastliðinn þar sem hún fagnar Nordic One Health-hugmyndum Bændasamtaka á Norðurlöndum. Samkvæmt Nordic One Health- yfirlýsingunni skal stefnt að því að banna gjöf á sýklalyfjum í fóðri til að fyrirbyggja sýkingar og til að auka vöxt búfjár. Reiknað er með að endurskoðuð tillaga þess efnis verði lögð fyrir Evrópusambandið snemma á næsta ári. Reynt að hemja frekari útbreiðslu Ekki hefur verið gefið upp hver líðan sýkta Danans er en hann mun vera eldri karlmaður sem berst við krabbamein. Sérfræðingar vonast til að getað komið í veg fyrir frek- ari útbreiðslu bakteríunnar þar sem útbreiðsla hennar gæti leitt til far- aldurs. Fyrir um mánuði gáfu kínverskir sérfræðingar út yfirlýsingu þar sem þeir sögðu að sýklalyfjaónæmar E. Coli bakteríur væri að finna í mat- vælum í landinu og að þeir gerðu ráð fyrir að útbreiðsla þeirri yrði ör í landinu. Síðasta vígið Til þessa hefur sýklalyf sem kallast Colistin verið síðasta vígið í barátt- unni gegn svokölluðum ofurbakter- íum en nú eru komir fram stofnar baktería sem eru ónæmir fyrir því. Genið sem veldur ónæmi bakterí- anna kallast MCR-1 og finnst meðal annars í E-Coli, salmonellu og bakt- eríum sem valda sýkingu í blóði og lungum. MCR-1 genið á auðvelt með að flytjast milli baktería og mikil hætta er talin á að slíkt muni gerast og það valda alvarlegum sýkingum í mönnum og dýrum á komandi árum. Genið getur einnig hæglega borist með bakteríum milli manna og dýra og í menn úr dýraafurðum. Sérfræðingar við Tækniháskólann í Danmörku hófu leit að MCR-1 geninu þar í landi eftir yfirlýsingu kínversku sérfræðinganna í síðasta mánuði. Að þeirra sögn varð þeim verulega bilt við þegar þeir á skömm- um tíma fundu sex dæmi um MCR-1 genið í salmonellu-bakteríum. Fimm í kjöti innfluttra kjúklinga og eitt í blóði sjúklings. Verulegt áhyggjuefni Frank Møller Aarestrup, prófessor í veirufræði við tækniháskólann í Danmörku, segir að greining bakt- eríanna sé verulegt áhyggjuefni. „Ég hef lengi verið hræddur um að ofur- bakteríur mundu greinast hér en á sama tíma vonað að svo yrði ekki.“ Hann telur líklegt að bakteríurnar hafi borist til Danmerkur með fólki sem hefur verið á ferðalagi um Kína eða með innfluttu kjöti. Aarestrup segir að það kæmi sér ekki á óvart ef sýklalyfja- ónæmar bakteríur greindust í öðrum Evrópulöndum fljótlega. Ekki síst á Bretlandseyjum þar sem innflutn- ingur á matvælum frá Austurlöndum fjær er mikill og mikið um ferðafólk. Læknirinn Lance Price við George Washington-háskólann í Bandaríkjunum, sem aðstoðaði við greiningu gensins í Danmörku, segir að sagan sýni að gen eins og MCR-1 breiðist hratt út um heiminn og yfir- leitt án þess að menn verði mikið varir við þau í fyrstu. „Það að genið hafi fundist í Danmörku sýnir að útbreiðsla þess er þegar hafin.“ Meðhöndlun erfið Haft hefur verið eftir breska pró- fessornum Mark Enright, sem er sérfræðingur í bakteríufræði við háskólann í Manchester, að því miður sé nánast ómögulegt að lækna þá sem sýkjast af ofurbakteríum. „Lyfið Colistin var okkar síðasta von og nú eru komnar fram bakteríur sem eru ónæmar fyrir því. Eina vonin í dag er að gefa sjúklingum tvö eða þrjú sterk sýklalyf í einu og vona að lyfjablandan skili í sumum tilfellum tilætluðum árangri.“ Vandinn við notkun á sterkum sýklalyfjum er að þau geta valdið verulegum skemmdum á lifur sjúk- linga sem fá þau. Enright segir að í dag séu mestar líkur á smiti við meðhöndlun á hráu kjöti en að ef bakterían berist inn á spítala og í sjúklinga geti verið erfitt að koma í veg fyrir alvarlegar sýk- ingar. Dauðsföll geta hæglega orðið í framhaldi af minnstu sýkingum sem lítið mál var að meðhöndla með lyf- jum fyrir fáum árum. Hann segir að því meira sem menn nota sýklalyf og það er notað í landbúnaði því hraðar og auðveldara sé fyrir bakteríur að mynda ónæmi gegn þeim. Colistin var fimmta mest notaða sýklalyfið í landbúnaði í Evrópu árið 2010, bæði sem sýklalyf og sem vaxt- arhvati. Stjórnvöld í Bretlandi hafa sett af stað herferð til að draga úr notkun sýklalyfja í landbúnaði þar í landi. Meðal annars er mælst til að dýr sem sýkt eru bakteríusjúkdómi verði frekar lógað en sett á sýklalyf þar sem lyfin séu í mörgum tilfellum gagnslaus. Sérfræðingar á sviði faraldursfræða segja að sýklalyfjaónæmar bakteríur séu alþjóðlegt vandamál en ekki einka- mál einstakra þjóða og þrátt fyrir að sýkingarhætta í dag sé tiltölulega lítil sé hætta á alþjóðlegum faraldri eins og tifandi tímasprengja. /VH Lýðheilsa og sýklalyfjaónæmi: Sýklalyfjaónæmar bakteríur greinast í Danmörku − er því spáð að bakterían muni einnig greinast fljótlega á Bretlandseyjum Í undirbúningi er hjá Reykjagarði hf. að reka stórt kjúklingaeldishús í landi Jarlsstaða í Landsveit. Fréttir bárust af því í byrjun des- ember að Sláturfélag Suðurlands (SS) hygðist standa að þessari fram- kvæmd og reisa húsið, en það er ekki rétt. Reykjagarður er hins vegar dótturfyrirtæki SS. Í áðurnefndum fréttum kom fram að hætt hefði verið við fyrir- hugaða staðsetningu við mörk vatnsverndarsvæðis í Landsveit. Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs hf., staðfestir að byggingunni hafi verið fundin ný staðsetning á sömu jörð – fjarri vatnsbólum. „Eigandi jarðarinnar mun reisa húsin en Reykjagarður hf. mun leigja þau. Þetta er því samstarfsver- kefni Reykjagarðs hf. og viðkom- andi landeiganda, þar sem báðir hafa hag af slíku samstarfi. Reykjagarður hf. hefur áður gert slíka samstarfs- samninga með góðum árangri á undanförnum árum,“ segir Matthías. Stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga Matthías segir að framkvæmdir gætu hafist núna í vetur og húsin verið komin í gagnið næsta haust. Aðallega sé um lið í endurskipulagningu að ræða – fá ný og betri hús – en einnig að færa kjúklingaeldið nær sláturhús- inu þeirra, sem sé staðsett á Hellu. Matthías segir að þegar séu nokk- ur bú á landinu sem séu mun stærri en þetta bú. „Það verður stæði fyrir ríflega 50 þúsund kjúklinga ef öll eldisplássin eru í gangi í einu, sem verður þó ekki alltaf raunin. Þetta verða tvö 1.700 fermetra hús og hvort um sig með tvö eldispláss. Í alþjóðlegu samhengi er þetta smátt bú. Þetta er þó stór áfangi í að gera Reykjagarð samkeppnishæfari til lengri tíma litið við aukna samkeppni erlendis frá,“ segir Matthías. Reykjagarður hf. rekur kjúklinga- bú á tíu stöðum á Suður- og Vesturlandi og eru með um 40–45 prósent markaðshlutdeild af íslensk- um framleiðendum. /smh Reykjagarður hf. styrkir samkeppnisstöðu sína: Nýtt kjúklingaeldishús í undirbúningi Sýklalyfjaónæmar bakteríur hafa greinst í Evrópu í fyrsta sinn fyrir skömmu. Um er að ræða E.coli bakteríu sem er ónæm fyrir öllum þekktum sýklalyfjum. í landinu og að þeir gerðu ráð fyrir að útbreiðsla þeirri yrði ör í landinu. Mestar líkur á smiti við meðhöndlun á hráu kjöti. Sláturhús Reykjagarðs hf. á Hellu. Mynd / HKr. auðlindaráðherra.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.