Bændablaðið - 17.12.2015, Page 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015
Heimilisiðnaðarfélag Íslands og Handraðinn þjóðháttafélag:
Þjóðbúningasaumur á Laugalandi í Eyjafirði
Fjölmargir hrífast af íslenska
þjóðbúningnum. Handverkið að
baki búningunum heillar marga
og hópur þeirra sem velur að gera
sinn eigin búning fer vaxandi.
Áhugasamir um þjóðbúninga-
saum á Eyjafjarðarsvæðinu eiga
þess nú kost að taka þátt í helgar-
námskeiðum á Laugalandi.
Það er Heimilisiðnaðarfélag
Íslands og Handraðinn þjóð-
háttafélag sem standa að þessum
helgum. Samstarfið felst í því að
kennarar í þjóðbúningasaumi, þær
Oddný Kristjánsdóttir og Inda Dan
Benjamínsdóttir, koma norður og
kenna áhugasömum en Handraðinn
sér um útvegun húsnæðis og fleira.
Útlit faldbúninga er fjölbreytilegt
Fyrsta kennsluhelgin í vetur var 21.–
22. nóvember síðastliðinn en þá helgi
tóku 15 nemendur þátt. Þeir unnu að
ýmsum verkefnum, sumir komu til að
endurnýja skyrtu og svuntu eða gera
við eldri búninga á meðan aðrir voru
að byrja á þjóðbúningi, upphlut eða
peysufötum, frá grunni. Talsverður
hluti hópsins vinnur að svokölluð-
um faldbúningi sem á öldum áður
var spariklæðnaður heldri kvenna á
Íslandi. Hann hefur nú verið endur-
vakinn en gerð hans tekur að jafnaði
nokkur ár enda samanstendur hann
af mörgum hlutum svo sem upp-
hlut, skyrtu, undirpilsi, millipilsi,
samfellu og svuntu, treyju, kraga
og krókfald eða spaðafald. Margt af
þessu er skreytt útsaumi, svo sem
blómstursaumi og baldýringu eða
flauelsskurði og perlusaumi. Útlit
faldbúninga er fjölbreytilegt sem
gerir hverjum og einum kleift að
velja sér handverksverkefni eftir
eigin áhugasviði.
Þjóðbúningurinn er augnayndi
Þeir vita sem reynt hafa að þjóð-
búningasaumur er með því allra
skemmtilegasta sem hægt er að taka
sér fyrir hendur og ekki skemmir
fyrir að vera í góðum félagsskap.
Þjóðbúningarnir okkar eru sann-
kallað augnayndi og eykur það enn
á ánægjuna að skrýðast búningi
sem maður hefur sjálfur saumað.
Þrjár námskeiðshelgar hafa verið
dagsettar á vorönn. Hafi nýir nem-
endur áhuga á að bætast í hópinn
er hægt að leita frekari upplýsinga
hjá Heimilisiðnaðarfélaginu og
Handraðanum.
Nánari upplýsingar veitir:
Margrét Valdimarsdóttir, formaður
Heimilisiðnaðarfélags Íslands, net-
fang: margretvaldimarsd@gmail.
com / hfi@heimilisidnadur.is, sími
848 0683.
Jólaheimur Flóra
Icelandic Design
Austfirska hönnunarfyrirtækið
Flóra Icelandic Design kynnir
nýja jólalínu sem inniheldur
rammaþrykkt viskastykki og
tauservíettur auk jólakerta.
Ingunn Þráinsdóttir (grafískur
hönnuður B.Des.), hönnuður Flóru,
teiknar öll mynstur og útfærir, auk
þess að þrykkja allt sjálf undir
hönnunarhugsuninni „slow des-
ign“.
Nýju vörurnar auk margra
annarra vöruflokka frá Flóru
má nálgast í versluninni Fóu,
Laugavegi 2 í Reykjavík og í Húsi
Handanna á Egilsstöðum.
Auk þess er hægt að versla beint
af hönnuði í gegnum Fb-síðuna
Flora Icelandic Design, en þar má
einnig sjá úrval ljósmynda af ýmsu
skemmtilegu frá þessu ferska,
austfirska fyrirtæki.
Bændablaðið
Kemur næst út
14.
janúar
2016