Bændablaðið - 17.12.2015, Side 30

Bændablaðið - 17.12.2015, Side 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Allri einangrun dýra hefur verið hætt í Hrísey, en starfsemi af því tagi hefur verið í eynni í 40 ár, frá árinu 1975 þegar þangað voru flutt naut af Galloway-kyni. Þar var einnig um 17 ára skeið starf- semi á vegum Svínaræktarfélags Íslands og loks var þar einnig rekin einangrunarstöð fyrir gælu- dýr. Starfsemi af þessu tagi hefur verið lögð niður, en síðustu naut- gripirnir voru seldir og fluttir upp á fastalandið í lok nóvember. Kristinn F. Árnason, fyrrverandi bússtjóri í Hrísey og einn fjórmenn- inga sem áttu félagið Holda, sem á liðnum árum hefur verið með naut- griparækt í Hrísey, segir að alls hafi 49 gripir, kálfar og fullorðnir verið í eynni. Þeir voru seldir „á góðan bæ í Þingeyjarsýslu,“ eins og hann orðar það og eru nú þangað komnir. „Þar með var þessari sögu lokið, hún hófst fyrir 40 árum, árið 1975 þegar fyrstu Galloway-gripirnir komu hingað. Síðan hafa einnig komið gripir af tegundinni Angus og Limosine og í þeim hópi sem fluttur var í land um daginn voru líka blendingar af þessum tegund- um. Allt kostagripir,“ segir Kristinn. Félagið Holdi hefur haft um 40 ha tún til umráða og annast þar heyöfl- un fyrir sína starfsemi, en Kristinn segir að Akureyrarbær eigi túnið og óvíst hvað við það verður gert nú. Húsin standa tóm Ríkið á fjós og fleiri eignir í Hrísey, samtals upp á tæp- lega 750 fm og hafa þær verið auglýstar til sölu. Þá á Svínaræktarfélagið um 400 fm húsnæði í eynni og gælu- dýrastöðin var rekin í um 200 fm húsnæði. Engin starfsemi fer nú fram í því húsnæði sem nýtt var í Hrísey í þessu skyni. Gæludýrastöðinni var lokað á liðnu hausti, en eftirspurn hafði dregist mjög saman eftir að sams konar stöð var reist í námunda við Keflavíkurflugvöll fyrir nokkrum árum. Svínaræktarfélagið var með starfsemi í sínu húsi um 17 ára skeið. Svín voru flutt inn frá Noregi í því skyni að kynbæta íslenska stofninn og í eitt sinn frá Finnlandi. Sú starf- semi hefur verið aflögð. Kristinn sinnir daglegum störfum á Akureyri og félagar hans í Holda eru einnig í annarri vinnu hér og hvar, þannig að búskapurinn var rekinn samhliða öðru. Bæði léttir og eftirsjá „Að því leyti er ákveðinn léttir að hafa lokað þessu, en auðvitað í leiðinni líka eftirsjá, þetta var ágætt tímabil og margir sem þekktu til Hríseyjar út af þessari starfsemi,“ segir Kristinn. /MÞÞ 7 daga heilsunámskeið dagana 10.-17. janúar 2016 Komdu með! Á námskeiðinu lærum við að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hressilega hreyfingu, hollt mataræði, fræðslu, slökun og útivist í fallegu umhverfi. Farið verður í markmiðasetningu í heilsueflingu og mikilvægi þess að horfa lengra fram í tímann. Verð pr. einstakling með gistingu er 130.000 kr. í einbýli en 123.500 kr. í tvíbýli. Hressandi námskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan. - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. 10.-17. 2016 40 ára sögu Galloway í Hrísey lokið − um 50 gripir seldir úr eynni upp á fastalandið Kristinn F. Árnason, fyrrver- andi bússtjóri í Hrísey og einn eigenda Holda, stóð í ströngu á dögunum þegar úr eynni og upp á land. Myndir / Ásgeir Magnússon

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.