Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 30

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 30
30 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Allri einangrun dýra hefur verið hætt í Hrísey, en starfsemi af því tagi hefur verið í eynni í 40 ár, frá árinu 1975 þegar þangað voru flutt naut af Galloway-kyni. Þar var einnig um 17 ára skeið starf- semi á vegum Svínaræktarfélags Íslands og loks var þar einnig rekin einangrunarstöð fyrir gælu- dýr. Starfsemi af þessu tagi hefur verið lögð niður, en síðustu naut- gripirnir voru seldir og fluttir upp á fastalandið í lok nóvember. Kristinn F. Árnason, fyrrverandi bússtjóri í Hrísey og einn fjórmenn- inga sem áttu félagið Holda, sem á liðnum árum hefur verið með naut- griparækt í Hrísey, segir að alls hafi 49 gripir, kálfar og fullorðnir verið í eynni. Þeir voru seldir „á góðan bæ í Þingeyjarsýslu,“ eins og hann orðar það og eru nú þangað komnir. „Þar með var þessari sögu lokið, hún hófst fyrir 40 árum, árið 1975 þegar fyrstu Galloway-gripirnir komu hingað. Síðan hafa einnig komið gripir af tegundinni Angus og Limosine og í þeim hópi sem fluttur var í land um daginn voru líka blendingar af þessum tegund- um. Allt kostagripir,“ segir Kristinn. Félagið Holdi hefur haft um 40 ha tún til umráða og annast þar heyöfl- un fyrir sína starfsemi, en Kristinn segir að Akureyrarbær eigi túnið og óvíst hvað við það verður gert nú. Húsin standa tóm Ríkið á fjós og fleiri eignir í Hrísey, samtals upp á tæp- lega 750 fm og hafa þær verið auglýstar til sölu. Þá á Svínaræktarfélagið um 400 fm húsnæði í eynni og gælu- dýrastöðin var rekin í um 200 fm húsnæði. Engin starfsemi fer nú fram í því húsnæði sem nýtt var í Hrísey í þessu skyni. Gæludýrastöðinni var lokað á liðnu hausti, en eftirspurn hafði dregist mjög saman eftir að sams konar stöð var reist í námunda við Keflavíkurflugvöll fyrir nokkrum árum. Svínaræktarfélagið var með starfsemi í sínu húsi um 17 ára skeið. Svín voru flutt inn frá Noregi í því skyni að kynbæta íslenska stofninn og í eitt sinn frá Finnlandi. Sú starf- semi hefur verið aflögð. Kristinn sinnir daglegum störfum á Akureyri og félagar hans í Holda eru einnig í annarri vinnu hér og hvar, þannig að búskapurinn var rekinn samhliða öðru. Bæði léttir og eftirsjá „Að því leyti er ákveðinn léttir að hafa lokað þessu, en auðvitað í leiðinni líka eftirsjá, þetta var ágætt tímabil og margir sem þekktu til Hríseyjar út af þessari starfsemi,“ segir Kristinn. /MÞÞ 7 daga heilsunámskeið dagana 10.-17. janúar 2016 Komdu með! Á námskeiðinu lærum við að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hressilega hreyfingu, hollt mataræði, fræðslu, slökun og útivist í fallegu umhverfi. Farið verður í markmiðasetningu í heilsueflingu og mikilvægi þess að horfa lengra fram í tímann. Verð pr. einstakling með gistingu er 130.000 kr. í einbýli en 123.500 kr. í tvíbýli. Hressandi námskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan. - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. 10.-17. 2016 40 ára sögu Galloway í Hrísey lokið − um 50 gripir seldir úr eynni upp á fastalandið Kristinn F. Árnason, fyrrver- andi bússtjóri í Hrísey og einn eigenda Holda, stóð í ströngu á dögunum þegar úr eynni og upp á land. Myndir / Ásgeir Magnússon
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.