Bændablaðið - 17.12.2015, Page 40

Bændablaðið - 17.12.2015, Page 40
40 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Starfsmenn Lífeyrissjóðs bænda á gömlu skrifstofu framkvæmdastjórans í Bændahöllinni. Ólafur K. Ólafs, Borghildur Jónsdóttir, Áslaug Jóhannsdóttir, Kristín Margrét Kristjánsdóttir og Sigrún Guðjónsdóttir. Myndir / HKr. Lífeyrissjóður bænda fluttur úr Bændahöllinni eftir nærri 20 ára veru: Bæði tilhlökkun og söknuður segja starfsmenn sjóðsins − flutt til að rýmka fyrir fjölgun herbergja á hótelinu sem taka á í gagnið í vor Lífeyrissjóður bænda hefur flutt starfsemi sína úr Bændahöllinni þar sem hann hefur verið með aðsetur í hartnær 20 ár. Ástæðan er að breyta á þeirri hæð Hótel Sögu í hótelherbergi, þar sem sjóðurinn var með starfsemi sína. Nýtt aðsetur sjóðsins frá 30. nóv- ember síðastliðnum er við Grafarvog að Stórhöfða 23 í Reykjavík, í sama húsi og MAST. Þá hefur sjóðurinn fengið nýtt símanúmer, 563-1300. Ólafur K. Ólafs, framkvæmda- stjóri LSB, segir að komið hafi til álita að flytja starfsemina á milli hæða í Bændahöllinni. Bændasamtökin hafi m.a. verið reiðubúin að fara í talsverðar fram- kvæmdir á annarri hæð hússins til að svo mætti vera. Rúmbetra húsnæði, sem var sniðið fyrir skrifstofu- rekstur af þessum toga, hafi hins vegar boðist við Stórhöfða. „Að athuguðu máli var niður- staðan sú að heppilegra væri til lengri tíma litið að flytja í það hús- næði,“ sagði Ólafur. „Við erum líka mjög ánægð með að hótelið sé að nýta sér þá stöðu í vaxandi ferða- mannaþjónustu að fjölga hótelher- bergjum og auka við starfsemi sína. Við höfum því væntingar til þess að þetta muni reynast hótelinu vel til framtíðar og styrkja starfsem- ina og efla hag Bændasamtakanna um leið. Um leið og það er ánægja og tilhlökkun fólgin í flutningun- um, þá söknum við verunnar í Bændahöllinni.“ Borghildur Jónsdóttir bókari hefur starfað lengst allra starfsmanna hjá sjóðnum. Hún segir að sjóðurinn hafi verið til húsa á nokkrum stöð- um í gegnum tíðina. Hann hafi áður verið í Bændahöllinni en flutti síðan á Kirkjusand, þar sem Íslandsbanki er nú, og síðan í Hús verslunarinnar. „Það var svo í febrúar 1996 að sjóðurinn flutti úr Húsi versl- unarinnar í Bændahöllina,“ segir Borghildur en það var stuttu eftir að hún hóf störf hjá sjóðnum. Nú er aftur búið að flytja og segir hún að rúmt sé um þau á nýja staðnum, en samt sé ákveðin eftirsjá að fara úr Bændahöllinni. Ekki síst að yfirgefa kunningja og vini til margra ára. Fyrir mörgum árum, á meðan Lífeyrissjóður bænda var á 3. hæðinni í Bændahöllinni, var farið í framkvæmdir á hæðinni í norð- urálmu byggingarinnar, en þá var verið að leggja lagnir í gólf til að gera klárt fyrir gistiherbergi síðar. Borghildur segir að á þeim tíma hafi starfsfólkið hjá sjóðnum orðið að vera með eyrnatappa til að þola hávaðann af múrbroti sem þar fór fram. „Það var ekki einu sinni hægt að tala í síma,“ sagði Borghildur. Það er svo ekki fyrr en nú, mörg- um árum seinna, að hafist er handa við að ljúka verkinu og setja upp 27 herbergi sem eiga að vera tilbúin til útleigu í vor. Á þessari hæð, norðurálmu Bændahallarinnar, hafa skrifstofur hótelsins líka verið. Sú starfsemi var flutt í síðustu viku á sama gang og skrifstofur Bændasamtaka Íslands. Ólafur segir að öll þessi ár sem sjóðurinn hafi verið með starfsemi í Bændahöllinni hafi samstarfið við starfsfólk Bændasamtakanna og hót- elsins verið til mikillar fyrirmyndar og munu starfsmenn sjóðsins vera áfram félagar í Almenningi, starfs- mannafélagi samtakanna. /HKr. Allt að verða tómt á gamla staðnum ... ... þá er bara að trilla restinni á nýja staðinn. Síðustu handtökin geta verið drjúg.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.