Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 48

Bændablaðið - 17.12.2015, Síða 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Ivel-dráttarvélin er fyrsti smátraktor- inn sem settur var á markað. Fyrsta vélin sá dagsins ljós 1902, heilum áratug á undan Fordson og þremur áratugum á undan fyrsta Fergussoninum. Bretinn Daniel Albone, hönnuður Ivel dráttarvélanna,var með tækjadellu frá unga aldri og smíðaði hann sitt fyrsta reiðhjól þrettán ára gamall sem hann tók þátt í reiðhjólakeppnum á og vann margar þeirra. Tvítugur hóf hann framleiðslu á reiðhjólum, bæði tví- og þríhjólum undir heitinu Ivel Cycle Works í Bedford-skíri á Englandi. Nafnið Ivel er dregið af á sem rann skammt frá þeim stað sem Alborne bjó. Fyrirtækið var líklega það fyrsta til að setja á markað sérstök reiðhjól fyrir konur sem einu sinni voru kölluð stelpuhjól. Lítill og meðfærilegur Fyrsti mótorinn sem Albone smíðaði var þrjú hestöfl og nánast eftirlík- ing á eins strokka mótor frá hinum þýska Benz. Mótorinn var prófaður í bifreiðum sem Albone framleiddi og minni útgáfa, 1,5 hestöfl, not- aður sem hjálparmótor á reiðhjól. Frumtýpa Iver drátt- arvéla var smíðuð 1902 en vélin fór á markað árið 1903. Dráttarvélin þótti á þeim tíma einstaklega lítil og meðfærileg og hentug til flestra verka á býlum í byrjun tuttugustu aldarinnar. Traktorinn var á þremur gegnheil- um gúmmíhjólum með tveggja strokka dísilvél, 20 hestöfl og vó 1650 kíló sem þótti létt. Vélin var tveggja gíra, einn áfram og einn afturábak. Silfur og gull Hönnun fyrstu Ivel dráttarvélanna þótti það góð að strax á fyrsta ári sem hún var á markaði vann hún til silfurverðlauna á Konunglegu landbúnaðarsýningunni og aftur 1904. Árið 1905 fékk hún svo gullið á Chester plægingar- og jarðvinnslumótinu. Albone var frumlegur sölu- maður og á hálfs mánaðar fresti hélt hann sýningar á landi sínu þar sem dráttarvél- arnar voru látnar leysa þrautir. Bílstjórarnir og aðstoðarmenn þeirra voru klæddir upp í jakkaföt og með kúlu- hatt og nutu sýningarn- ar talsverðra vinsælda sem mannamót. Dan Albone lést 46 ára að aldri 1906 og þrátt fyrir að rekstur fyrirtækisins hafi verið haldið áfram bar það aldrei sitt barr eftir það og koðnaði niður. Um 500 Ivel traktorar voru framleiddir og fluttir út til átján landa. Verð fyrir dráttarvélina var 300 ensk pund sem þótti umtals- verð upphæð á sínum tíma en fyrirtækinu tókst ekki að halda í við keppinauta sína á markaði. Smám saman dróst það aftur úr og var yfirtekið af United Motor Industries Ltd. árið 1921 og sama ár var framleiðslu Ivel dráttarvéla hætt. Áhrif langt fram í tímann Þrátt fyrir að hafa ekki verið í framleiðslu nema í 15 ár lifði hönnun Ivel dráttarvélanna langt fram yfir líftíma framleiðslunn- ar og var hún fyrirmynd margra minni véla, eins og Fordson og Ferguson, sem áttu eftir að sjá dagsins ljós á næstu áratugum. /VH Ivel – fyrsti smátraktorinn Utan úr heimi Árið 2015 var tileinkað jarðvegi og nú þegar það er senn á enda er vert að kynna lítillega nýja og áhugaverða kenningu um upp- runalega myndun hans. Stjörnufræðingar og jarðvísinda- menn áætla að jörðin sé um 4,54 milljarða ára gömul en jarðvegur kom ekki fram á sjónarsviðið fyrr en fyrir um 450 milljón árum. Fram til þessa hefur tilkoma jarð- vegs verið skýrð með því að vatn hafi á milljónum ára veðrað berg og smám saman breytt því í jarðveg. Ný tilgáta varpar aftur á móti fram þeirri hugmynd að myndun jarðvega hefjist þegar plöntur flytjast úr haf- inu og skjóta rótum á landi. Með tilkomu plantna á landi hófu þær að binda gríðarlegt magn koltví- sýrings úr andrúmslofti í jarðveg. Bindingin olli kólnun andrúmslofts- ins og myndun jökla sem muldu berg mun hraðar en vatnið áður. Lífrænar leifar lífvera blönduðust síðan berginu og úr varð lífrænn jarðvegur. Rætur plantna áttu síðan stóran þátt í að mynda árfarvegi og mótun landslags með því að beina vatni í ákveðinn farveg í gegnum rótar- ganga og með jarðvegsbindingu. Útkoman var sú að lífið á jörðinni dafnaði sem aldrei fyrr, dýrum fjölg- aði og fjölbreytni lífvera margfald- aðist. Síðustu áratugi hefur þessi þróun verið að snúast við og í dag er svo komið að tæplega 40% af fyrsta flokks gróður- og ræktarlandi hefur glatast vegna uppblásturs eða jarðvegsmengunar. Er ekki kominn tími til að veita jarðveginum á jörðinni meiri athygli, vernda og endurheimta hann og tryggja þannig að lífið verði fjöl- breytilegra og fallegra? /VH Ár jarðvegsins 2015: Ný tilgáta um myndun jarðvegs Rætur plantna áttu síðan stóran þátt í að mynda árfarvegi og mótun lands- lags með því að beina vatni í ákveðinn farveg í gegnum rótarganga og með jarðvegsbindingu. Parísarráðstefnan og losun gróðurhúsalofttegunda: 30% af losun gróðurhúsaloft- tegunda frá landbúnaði Útreikningar sýna að landbún- aður og matvælaframleiðsla losar um 30% af þeim gróður- húsalofttegundum sem losna út í andrúmsloftið á hverju ári. Matvælafyrirtækin Cargill, Tyson og Yara losa meira en ríki eins og Holland, Víetnam og Kólumbía. Brennsla á jarðefnaeldsneyti og kolum er meginástæða losunar gróð- urhúsalofttegunda út í andrúmsloft- ið og umræðan fram til þessa hefur aðallega verið hvernig draga megi úr brennslu þeirra en það er fleira sem hangir á spýtunni. Nýlegir útreikningar benda til að landbúnaður og matvælaframleiðsla í heiminum losi um 30% gróður- húsalofttegundanna. Bent hefur verið á að þrjú risafyrirtæki á sviði matvælaframleiðslu, Tyson, Carrill og Yara, losi meira hvert fyrir sig með framleiðslu sinni en lönd eins og Holland, Víetnam og Kólumbía. Tyson er stærsti kjötframleiðandi í Bandaríkjunum með um 24% mark- aðshlutdeild. Cargill framleiðir meðal annars fóðurbæti og Yara áburð. Losum margfalt meiri en upp er gefið Samkvæmt lögum í Bandaríkjunum þurfa fyrirtækin einungis að gefa upp losun gróðurhúsalofttegunda sem tengist lokastigi framleiðslu þeirra. Uppgefin losun Cargill er gefin um 15 milljón tonn, Tyson 5 milljón tonn og Yara 12,5 milljón tonn. Sé allt framleiðsluferli fyrirtækjanna reiknað er nær að losun Cargill sé 145 milljón tonn, Tyson 34 milljón tonn og Yara 75 milljón tonn. Í tilfelli Cargill eru þau 130 millj- ón tonn sem vantar upp á uppgefna tölu í magni á losun gróðurhúsa- lofttegunda sambærileg við saman- lagða losun Danmerkur, Búlgaríu og Svíþjóðar. Toppurinn á ísjakanum Þeir sem harðast gagnrýna matvæla- fyrirtækin segja löngu orðið tímabært að þau axli ábyrgð á losuninni og þrátt fyrir að Cargill, Tyson og Yara séu tekin sem dæmi þá séu þau einungis toppurinn á ísjakanum þegar kemur að losun gróðurhúsa- lofttegunda fyrirtækja í matvæla- iðnaði. Könnun sem var gerð í tengsl- um við öflun gagna vegna útreikn- inganna sýnir að einungis fjórð- ungurfyrirtækja í heiminum, sem framleiða matvæli, drykkjarvöru og tóbak, gefa upp magn losaðra gróðurhúsalofttegunda við fram- leiðslu sína. /VH Könnun sýnir að einungis fjórðungur fyrirtækja í heiminum sem framleiða matvæli, drykkjarvöru og tóbak gefa upp magn losaðra gróðurhúsaloftteg- unda við framleiðslu sína.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.