Bændablaðið - 17.12.2015, Page 54

Bændablaðið - 17.12.2015, Page 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Weidemann vélaverksmiðjan í Diemelsee-Flechtdorf í sunnan- verðu Þýkalandi á rætur að rekja til tveggja bræðra á bóndabæ sem höfðu mikinn áhuga á tækni. Til viðbótar við búskapinn settu þeir á fót hlutafélag árið 1960 sem nefnt var Maschinenfabrik Weidemann KG en síðar Weidemann GmbH. Við stofnun fyrirtækisins hófst framleiðsla á grindum í hesthús og svínabú. Einnig á flórsköfum. Það var svo 12 árum seinna, eða 1972, að hafin var framleiðsla á mykjudreifurum og þá hófu þeir einnig að framleiða fyrstu Hoftrac fjölnotavélina og liðléttinginn. Honum var ætlað að létta mönn- um tímafreka vinnu við bústörfin við þröngar aðstæður innanhúss og utan. Sem dæmi um endingu þessara véla eignaðist fyrirtækið á 50 ára afmæli sínu Hoftrac vél sem framleidd var 1974 og var hún þá enn í fullri notkun. Ný samsetningarverksmiðja opnuð 2007 Tíðindamanni Bændablaðsins var boðið að skoða verksmiðju Weidemann í síðasta mánuði í fylgd fjölmargra íslenskra bænda, fulltrúa Kraftvéla og fjármögnunarleigunn- ar Ergo. Öll starfsemin, hönnun, tilraunir og sala fór fram í verksmiðju sem staðsett var í Flechtcdorf fram til 2007. Þá var umfangið orðið það mikið með framleiðslulínu sem var 1,7 kílómetrar að lengd, í 790 metra langri byggingu og þrengslin orðin mikil. Þá var ákveðið að byggja nýja samsetningarverksmiðju frá grunni í Korbach en framleiðsla grunneininga er enn á gamla staðn- um í Diemelsee-Flechtdorf. Með markaðssetningu á vélum Widemann jókst starfsemin hröð- um skrefum. Nú fást Weidemann vélar í mörgum stærðum og gerðum, bæði til landbúnaðarnota, í skógar- iðnað, sem og fyrir bygginga- og verktakastarfsemi. Nýjasta afurðin var kynnt á landbúnaðarýningunni Agritechnica í Hanover í síðasta mánuði. Það er cHoftrac 1160 sem er 100% rafknúin vél en með alla sömu eiginleika og dísilknúnu vélarnar, nema hvað varðar vinnu- úthald vegna takmarkaðrar orku- rýmdar rafgeymanna. Allar vélar Widemann eru einfaldar í notkun með joystic stjórnun á lyftibúnaði. Hafa vélar fyrirtækis fengið fjölda verðlauna fyrir hönnun. Vélaframleiðsla sem stofnuð var af tveimur bændum á þýskum sveitabæ árið 1960: Weidemann með þrautreynda þýska liðléttinga - einnig framleiddir undir nafni móðurfyrirtækisins, Wacker Neuson, sem keypti frumkvöðulinn árið 2005 Samsetningarverksmiðja Weidemann í Myndir / HKr.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.