Bændablaðið - 17.12.2015, Side 62

Bændablaðið - 17.12.2015, Side 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 2015 Heiðurskonurnar og handbolta- hetjurnar Sigríður Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir létu af störfum sem ræstitæknar Bændasamtaka Íslands (BÍ) um síðustu mánaðamót, eftir áratuga störf fyrir samtökin. Þær stöllur voru formlega kvadd- ar í jólaboði Bændasamtakanna í hádeginu síðastliðinn þriðjudag og þakkað vel unnin störf. Sigríður sagði í samtali við tíðindamann Bændablaðsins að hennar starfsfer- ill hjá BÍ, sem þá hét Búnaðarfélag Íslands, hafi byrjað árið 1969, í tíð Halldórs Pálssonar búnaðarmála- stjóra, eða fyrir 46 árum. Ingibjörg hóf störf sex árum seinna, eða 1975, og þá var Halldór enn við stjórn- völinn. Sigríður segir að henni hafi boðist þetta starf eftir að Bændasamtökin fluttu úr Tjarnargötunni í Bændahöllina sem þá var nýlega byggð. Báðar tala þær um hvað þetta sé búið að vera ánægjulegt, sérstaklega að umgangast allt það skemmtilega fólk sem starfað hefur hjá Bændasamtökunum í gegnum tíðina. Skemmtilegt lið „Þetta var svo skemmtilegt lið,“ segir Ingibjörg. „Þarna voru m.a. í upphafi bræðurnir Hannes Pálsson og Halldór Pálsson, Gísli gamli Kristjáns, Guðmundur Jósafats, Ólafur Stefánsson á Álftanesi og margir fleiri.“ Mikið hafi síðan breyst á löngum tíma, nema andinn í Bændahöllinni, hann sé alltaf góður. Hafa upplifað miklar breytingar á starfstímanum Þegar þær Sigríður og Ingibjörg hófu störf voru tvær stofnanir bænda með starfsemi sína í Bændahöllinni. Það var Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda. Búnaðar- félag Íslands var lagt niður og sameinað Stéttarsambandi bænda með lögum árið 1994. Var það síðan formgert með stofnun Bændasamtaka Íslands árið 1995 sem eru í dag heildarsamtök íslenskra bænda. Þau eru samtök 13 búnaðarsambanda og 12 búgreina- sambanda. Sigríður og Ingibjörg eru því búnar að upplifa miklar breytingar á samtökum bænda og einnig á hús- næðinu sem starfsemin hefur verið í. Það hafa þær þrifið af mikilli samviskusemi alla tíð, eða þar til þær létu af störfum nú í lok nóv- ember. Handboltahetjur Íslands Sigríður er í hugum margra ein af helstu handboltahetjum Íslendinga. Hún er Valsari út í gegn og lagði skóna á hilluna, eins og sagt er, 1969, eða sama ár og hún hóf störf hjá Búnaðarfélaginu. „Ég lauk ferlinum með því að vinna Íslandsmótið með sigri uppi á Skaga. Við vorum líka búnar að vinna Fram og þetta var orðið ágætt,“ segir Sigga og hlær. Ingibjörg, sem er mágkona Sigríðar, var líka mikil keppnis- manneskja í handboltanum, en hún spilaði með Fram. Hún segir að þær hafi ósjaldan keppt á móti hvor annarri og tekist á af mikilli hörku. Stundum háttaði þannig til að þær voru báðar í kvöldmat hjá foreldrum hennar, en eftir mat fóru þær svo að keppa í handbolta, en báðar voru fyrirliðar sinna liða. Þótt rígur væri á milli félaganna skyggði það samt aldrei á vináttu þeirra. Sigríður segir að umhverfið og aðbúnaðurinn í handboltanum hafi gjörbreyst. Áður voru þær að keppa utanhúss, stundum á grasvöllum, en líka oft á malarvöllum. Geta má nærri að eftir keppni á malarvöllum hafi verið ansi mikið um skrámur. Innilegar þakkir Starfsfólk Bændablaðsins þakkar þeim Sigríði og Ingibjörgu fyrir alla þeirra eljusemi og sérlega notaleg kynni í gegnum tíðina. Er þeim óskað alls hins besta á komandi árum. /HKr. Lesendabás Upphaf nýrrar heimsmyndar Parísarsamningurinn sem náð- ist þann 12.12 er metnaðarfullt samkomulag sem á eftir að marka upphaf nýrrar heimsmyndar þar sem sjálfbærni náttúruauðlinda verður leiðarljós mannkyns. Tímamótin eru söguleg enda einstakur atburður í heimssögunni og dagsetninguna er auðvelt að muna. Þetta er fyrsta samkomulagið þar sem öll ríki takast á við þau hættu- merki sem við erum þegar farin að sjá um hlýnun jarðar og rammar inn lagalega áætlanir einstakra ríkja til að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda. Nú þurfa öll ríki, stór sem smá, að vinna hratt og taka höndum saman um að ná markmiðinu um að tryggja að hlýnun jarðar verði vel innan við 2°C og stefna að því að halda henni innan við 1,5°C . Til að svo megi verða þarf að hlusta vel á hvað vísindin hafa fram að færa og uppfæra markmiðin á fimm ára fresti. Á síðustu vikum hefur hefur mátt merkja öra þróun varðandi viðhorf stjórnvalda, fyrirtækja og einstak- linga til loftslagsmála og mikilvægi þess að takast á við vandann. Tala má um hugarfarsbreytingu í því sam- bandi sem leiddi til loforðs um að bæta umgengni og skyldur við móður jörð. Það var magnað að upplifa þann jákvæða anda sem ríkti á ráðstefn- unni og heyra að þjóðir heims ætli að fylgja eftir sínum markmiðum. Áskorun og tækifæri Ástand loftslagsmála er alvarlegt og kallar á nýja hugsun og lausnir. Vendipunktinum hefur verið náð. Framundan eru mörg óunnin verk við að þróa langtíma tæknilausnir sem fela jafnframt í sér tækifæri til hagsbóta fyrir mannkynið. Án efa munu þessi tímamót flýta tækni- þróun sem stuðlar að því að nýting auðlinda verði sjálfbær. Fjölbreytt verkefni í sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum voru kynnt í nóv- ember. Þau eru skref fram á við sem miða að því að efla starf okkar í lofts- lagsmálum næstu árin til að standa við skuldbindingar sem er kveðið á um í Parísarsamningnum. Ísland hefur margt fram að færa í loftslagsmálum sem önnur ríki horfa gjarnan til. Mikill áhugi var á íslenskum kynningarviðburðum á loftslagsráðstefnunni í liðinni viku þar sem m.a. var fjallað um endurnýjanlega orku, landgræðslu og jökla en á þeim sviðum búum við að mikilli sérfræðiþekkingu og reynslu. Í því ljósi þarf að efla enn frekar samstarf atvinnulífs, vísinda- og rannsóknasamfélags, sveitarfé- laga, félagasamtaka og almennings. Þá hefur Ísland lagt áherslu á að tekið sé tillit til kolefnisbindingar jafnt sem losunar í loftslagssamn- ingnum og að tryggja jafnréttis- sjónarmið. Lítil áhersla var lögð á jafnréttismál í starfi samningsins þangað til Ísland hóf að beita sér fyrir málinu fyrir nokkrum árum. Þar erum við í fararbroddi og berum skyldu til að miðla reynslu okkar til annarra þjóða sem tryggir aðkomu beggja kynja að starfi í loftslagsmál- um. Jöfn aðkoma að ákvarðanatöku er lykillinn að því að ná tökum á vandanum á heimsvísu og mun flýta fyrir raunhæfum og hvetjandi lausn- um í loftslagsverkefnum. Gott skipulag einkenndi lofts- lagsráðstefnuna undir forystu Frakka sem eiga lof skilið fyrir trausta stjórn viðræðna og annað utanumhald. Þá hefur samninganefnd Ísland staðið í ströngu og unnið mjög gott starf síð- ustu misserin til að koma að og fylgja eftir áherslum Íslands. Samhugur og metnaður allra hefur átt sinn þátt í því hve vel tókst til. Fyrir það ber að þakka. Sigrún Magnúsdóttir umhverfis-og auðlindaráðherra Sigrún Magnúsdóttir. Heiðurskonur kveðja Bændahöllina Sigríður Sigurðardóttir og Ingibjörg Jónsdóttir klára síðustu vaktina í Bændahöllinni. Mynd / HKr. Ingibjörg Jónsdóttir og Sigríður Sigurðardóttir með heljarstóra bjöllu sem þær létu hljóma til að kalla á búnaðarmálastjóra og aðra vinnufélaga þegar þær voru búnar árunum í Bændahöllinni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.