Bændablaðið - 17.12.2015, Qupperneq 82
Bændablaðið | Fimmtudagur 17. desember 201582
Vélabásinn
liklegur@internet.is
Hjörtur L. Jónsson
Kubota MK5000:
Hægt að spara umtalsvert eldsneyti
með svona litla vél í smáverkin
Í síðasta mánuði bauð Baldur
Þorsteinsson, sölumaður hjá Þór
h/f., mér í heimsókn til að skoða
lítinn traktor frá Kubota.
Til að prófa traktor tel ég að það
þurfi að lágmarki 100 stunda vinnu
á vélinni til að vita eitthvað um vél-
ina, en að taka smá „monthring“ á
vélinni nægir mér til að fá smá inn-
sýn í möguleika vélarinnar og getu.
Þessi smátraktor er í alla staði ein-
föld og sniðug til allra smærri verka
að mínu mati án þess að hafa haft
möguleika á eiginlegum prufuakstri.
Sniðug fjórhjóladrifin vél
Þrátt fyrir að vélin sé lítil og mjó
skilar mótorinn 35 hestöflum.
Reyndar eru dekkin frekar mjó á
vélinni sem ég skoðaði (framan 8-16
og aftan 12,4-26), en hægt er að fá
vélina afhenta á 9,5-16 og 13,6-28
sem ég tel vænlegri kost.
Kubota MK5000 er frekar mjó
og þar af leiðandi mundi maður ætla
að vélin sé völt, en framdekkin eru
í akstri á ytri brún afturdekkja og
mælist breidd vélarinnar 146,5 cm
á mjórri dekkjunum, en sé vélin
tekin á breiðari dekkjunum er hún
162,5 cm.
Á afturfelgunum er sniðugur
útbúnaður til að breikka vélina, en
hægt er að færa út felgurnar af miðj-
unni þannig að dekkin eru um 5 cm
utar hvorum megin sem gerir vélina
stöðugri og þá hitta framdekk beint
á miðju afturdekk í hjólför. Veltibogi
er fyrir aftan ökumanninn sem hægt
er að fella niður sé verið að moka
innan úr þröngu rými og er vélin þá
rétt undir tveim metrum.
Án moksturstækja er vélin
undir 1700 kg
Vélin sem ég skoðaði kom án
moksturstækja, er fjórhjóladrifin
og er þegar seld, en hægt er að fá
vélina með moksturstækjum sem
eru með lyftigetu upp á rúm 900 kg.
(ámoksturstækin kosta aukalega um
700.000 kr.). Vélin án tækja kostar
4.500.000 kr. með vsk. (um 3,6
milljónir króna án vsk.)
Þrátt fyrir að vera lítil er kraftur-
inn nokkuð góður og skilar úrtakið
að aftan 540 snúningum á mín. við
2.200 snúninga á mótor. Þrítengið
að aftan er með lyftigetu upp á 1.300
kg.
Lítill rafbúnaður
Þegar ég skoðaði vél og vélbúnað
sá ég strax að rafallinn, rafgeymir-
inn og startari voru einstaklega
litlir, en þegar ég skoðaði betur sá
ég að sáralítið er af flóknum raf-
magnsbúnaði í vélinni og þar með
er ástæðulaust að vera með stóran
rafal eða rafgeymi.
Aðgengi að öllum síum er gott
og einnig er gruggglas fyrir elds-
neytið á góðum stað til að gott sé
að fylgjast með glasinu.
Stjórnbúnaðurinn fyrir þrítengið
er með gamla laginu og minnir svo-
lítið á Ferguson 35 stjórnborð fyrir
þrítengi og moksturstæki.
Aftan á vélinni eru inn-út
tengingar fyrir þrenn tæki og
aðskildir takkar fyrir hvert þeirra
á sama stað og þrítengistakkinn er.
Sniðugur öryggisbúnaður í
gírstöng
Eins og áður sagði er veltibogi fyrir
aftan sæti á vélinni, en einnig er
hægt að fá veltiboga um miðja vél
í sérpöntun. Þegar ég var að prófa
vélina stoppaði ég til að taka mynd
af vélinni, setti í frígír og hugðist
stíga af vélinni, en þá drap vélin
á sér. Í fyrstu skildi ég ekki hvers
vegna, en þegar betur var að gáð
hafði ég rekið mig örlítið í gír-
stöngina svo að hún var ekki alveg
á miðjunni og þar sem enginn sat
í ökumannssætinu drap vélin á sér
þar sem skynjarinn sagði að vélin
væri í gír. Sniðugt öryggi og ekki
nein hætta á að vélin fari af stað
mannlaus (en til eru sögur af dráttar-
vélum sem hafa keyrt yfir eigendur
sína þegar þær hafa hrokkið í gír).
Stuttur afgreiðslufrestur
Þar sem Kubota eru framleiddar í
Japan er lagerinn fyrir Evrópu stað-
settur í Englandi og fyrir vikið tekur
ekki nema fjórar til sex vikur að fá
Kubota senda til Íslands. Allavega
fyrir þá sem vilja spara að nota
stóra traktorinn til smærri verka
tel ég að hægt sé að spara umtals-
vert magn af eldsneyti með því að
eiga svona litla vél til smáverka,
en dísilvélar frá Kubota eru mikið
í smærri vinnuvélum og þykja spar-
neytnar og traustar. Nánari upplýs-
ingar má finna á vefsíðunni www.
thor.is og hjá Baldri sölumanni í
Þór h/f.
Baldur Þorsteinsson sölumaður á Kubota MK5000. Myndir / HLJ
Gott aðgengi að öllum vélbúnaði til þrifa og viðhalds.
Stjórnstangirnar fyrir þrítengin og
glussaúrtökin virka svolítið gamal-
dags.
Glerkúlan sem sýnir óhreinindi í
eldsneytinu er á góðum stað.
Hún virkar ekki stór, Kubota MK5000.
Ljósatengi fyrir kerru og þrjú úrtök fyrir glussa eru þægilega ofarlega aftan
á vélinni.
Rafall og startari eru við fyrstu sýn minni en í Yaris-fólksbíl.