Þjóðmál - 01.12.2008, Page 56

Þjóðmál - 01.12.2008, Page 56
54 Þjóðmál VETUR 2008 lægri launum kvenna . Eigum við þá bara ekki að sætta okkur við það? Þá segir í greininni að ekki virðist vera við karlana eina að sakast . „Konur ganga líka hart fram í að berja niður „óæskilegar hvatir“ barna sinna, svo sem að þau giftist þeim sem ekki er hefðum fjölskyldunnar þóknanlegur .“ Þór unn notar þetta orðalag ekki til að sýna fram á hvað kúgunin sé lúmsk og djúpstæð, heldur til að gefa mildari mynd af henni . En þetta er kúgun og er ekkert minni kúgun þótt konurnar séu þátttakendur í henni . Skoðum eitt dæmi um þetta . Í bókinni segir frá móður sem afneitar dóttur sinni vegna þess að hún hlýddi sínum „óæskilegu hvötum“ og giftist karli sem var múslimi, en hún var sjálf drúsi . Faðir stúlkunnar fór ekki fram á að henni yrði afneitað, móðirin gerði það . Hún greip til þessa úrræðis 25 árum áður af því að dóttirin setti „óafmáanlegan blett á fjölskylduna“ (bls . 45) . Önnur dóttir konunnar lýsir líðan móður sinnar svona: „Á kvöldin grætur hún og barmar sér . Þú ættir að heyra hvað hún hljóðar yfir því að hafa neyðst til að hafna frumburði sínum“ (bls . 45) . Það að hún grætur enn yfir að hafa „neyðst“ til að afneita dótturinni finnst mér sanna að um nauðung og kúgun hafi verið að ræða . Viðmælandinn í bókinni, sem rekur fram- an greinda sögu systur sinnar og móður, er sjálf gift múslima og hefur verið með leynd í hálft annað ár . „Mér finnst ég eiga skilið dálitla hamingju,“ segir hún sem afsökun fyrir því að virða ekki skyldur sínar sem drúsi og heiður fjölskyldunnar . Hún þorir ekki að segja móðurinni frá þessu, en einnig kemur fram að hún óttast bræður sína í þessu sambandi, einkum annan þeirra „sem er mjög ofsafenginn og ofbeldisfullur . „Ég er hrædd um að hann myndi ekki tvínóna við að ráðast á mig og drepa mig““ (bls . 52) . Af þessum sökum býr hún enn í foreldrahúsum, tæplega fertug kon- an, en hittir eiginmanninn á laun . Þetta eru skýr og greinileg dæmi um kvennakúgun, þótt konurnar sjálfar séu meðvirkar í henni . Blaðamaðurinn nefnir einnig umskurð stúlku barna í Egyptalandi sem dæmi um að konurnar gangi fram fyrir skjöldu í að við- halda hefðum án íhlutunar karla . En það eru konurnar sem bera ábyrgð á uppeldi barnanna . Þær vita til hvers er ætlast og hvaða afleiðingar það hefur að bregðast skyldunum . Pressa samfélagsins alls er slík að þær taka ómakið af körlunum . Vilja þær líka með þessu gera dætur sínar gjaldgengar þótt það krefjist limlestinga, enda er framtíðarvon stúlknanna bundin því að giftast og eignast fjölskyldu . Slæðu brugðið yfir augu okkar Þá er komið að blæjunni (og slæðunni) . „Þær eru ekki kúgunartákn heldur merki um kvenleika og oftast ráða konur því hvort þær nota blæju eða ekki,“ fullyrðir blaða- maður . Skoðum þetta nánar . Hver á fætur annarri staðhæfa konurnar að blæjan sé ekki kúgunartæki . Valið sé þeirra, þær vilji viðhalda sérkennum uppruna síns og að blæjan fylgi tískusveiflum þannig að ýmis efni og litir skiptist á . Þótt konurnar „velji“ sjálfar notkun blæjunnar þýðir það ekki að um frjálst val sé að ræða og blæjan ekki það kúgunartæki sem haldið hefur verið fram . Ýmis ummæli þeirra stangast á . Þær mega ekki koma fyrir augu karlmanna án blæjunnar, annars eru þær álitnar léttúðugar og mannorð þeirra í hættu . Mannorðsmissirinn rýrir möguleika þeirra á að eignast maka, en konurnar eiga erfitt með að ímynda sér lífið án þess að stofna fjölskyldu . Manngildi þeirra virðist órjúfanlega tengt því . Tilhugsunin um að enda lífdaga sína sem piparmeyjar á ábyrgð ættingja er ekki fýsi leg, enda njóta þær þá ekki virðingar innan fjöl- skyldunnar . „Frjálst val“ þeirra snýst því í raun um miklu meira en bara það að vera kvenlegar og fylgja tískunni . Það snýst um æru og hjóna- bandsmöguleika, sem skiptir öllu máli eins og staða kvenna er í þessum heimshluta í dag . Blæjan og slæðan virðast þó ekki alltaf duga til . Ein kvennanna sagði að karlmenn í Dam- ask us hefðu ekki borið næga virðingu fyrir henni . Þeir hefðu ávarpað hana og kallað á eftir henni og leigubílstjórar farið á fjörur við

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.