Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 19
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 15
heimilið, samveru úti á svölum auk bíltúra innan og utan bæjar,
til dæmis út í Gróttu og upp í Heiðmörk. Ástæða þessa var sú að
nýleg rannsókn gaf til kynna að útivera íbúa á hjúkrunarheimilum
mætti vera meiri (Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir, 2005) auk
þess sem nokkrir íbúar deildarinnar gátu lítinn þátt tekið í
skipulagðri starfsemi sem fram fór á heimilinu vegna verkstols og
annarra sjúkdómseinkenna sem fylgja heilabilunarsjúkdómum.
Þeir gátu hins vegar tekið þátt í útiveru.
Ákveðið var því að setja útiveru á dagskrá alla virka daga, fyrir
alla, eftir aðstæðum. Aðstandendur íbúa og stoðdeildir heimilisins
tóku einnig þátt í þessu verkefni með starfsmönnum deildarinnar.
Aðferð
Allar fyrri RAImatsskýrslur fyrir íbúa á tilraunadeildinni á
Sóltúni árin 2006 til 2008 voru skoðaðar sérstaklega með
tilliti til þunglyndiseinkenna. Alls voru matsskýrslur 271
(Heilbrigðisráðuneytið, 2009). Mat fór fram á sama einstaklingi
oftar en einu sinni ef hann var á deildinni öll tímabilin. Kannað
var hversu algengt þunglyndi var og borið saman á milli ára og á
milli sambýla á deildinni en sambýlin eru fjögur, átta manna hvert.
Þunglyndis- og kvíðateymi
Fjölmörg þverfagleg gæðateymi eru starfandi undir stjórn
hjúkrunarstjóra gæðamála á Sóltúni, Guðrúnar Bjargar
Guðmundsdóttur. Hlutverk gæðateyma er að meta gæði
starfseminnar með skipulögðum, reglubundnum hætti.
Gæðateymin skrá úttektir og gera áætlanir um úrbætur.
Þau sjá um eftirfylgd með gæðaumbótastarfinu og miðla til
annarra. Gæðateymin fara með ábyrgð á innra gæðaeftirliti
hjúkrunar.
Gæðateymisfundir með starfsfólki eru haldnir þrisvar á ári í
framhaldi af niðurstöðum RAImats en matið fer fram í febrúar,
júní og október. Í þunglyndis og kvíðateymi er farið yfir hverja
deild og rýnt í einstaklingana sem eru með þunglyndiseinkenni.
Hver hjúkrunarfræðingur skoðar sína deild og nöfn þeirra
sem eru með einkenni samkvæmt RAImatstækinu. Gerð er
hjúkrunargreining og meðferð sett af stað fyrir hvern og einn
þeirra í samvinnu við stoðdeildir og lækna.
Þeir sem eru með tvo eða hærri tölu á þunglyndiskvarða RAI
matstækisins litast rauðir þannig að auðvelt er að greina þá.
Athyglisvert er að árið 2009 mátti sjá að þunglyndiskvarðinn
sýndi minna þunglyndi í júní en í október og febrúar sem kom
verst út. Minna þunglyndi á sumrin getur skýrst af meiri útiveru
og dagsbirtu á þeim árstíma en á haustin og veturna.
Í þunglyndis og kvíðateymi eru auk Guðrúnar Bjargar
Guðmundsdóttur hjúkrunarstjóra þau Pálína Skjaldardóttir
hjúkrunarfræðingur, Harpa Karlsdóttir hjúkrunarfræðingur,
Júlíana Sigurveig Guðjóns dóttir hjúkrunarstjóri, Jóna Siggeirs
dóttir hjúkrunarfræðingur, Jón Jóhanns son djákni, Hulda
Salómonsdóttir sjúkraliði og Aðalbjörg Íris Ólafsdóttir sjúkraþjálfari.
Mynd 1 sýnir breytinguna á árunum 20062008. Til viðmiðunar
er sýnd niðurstaða frá árinu 2005 áður en inngrip hófust.
Niðurstöður sýna að verulega fækkaði í hópi þeirra sem eru
með þunglyndiseinkenni milli áranna 2006 og 2007 en síðan
fjölgar þeim lítillega árið 2008.
Markmið Sóltúns er að íbúar mælist með sem minnst
þunglyndiseinkenni. Óraunhæft er talið að ekkert þunglyndi
finnist í þessum hópi aldraðra sem farnir eru að heilsu.
Gæðateymi Sóltúns hefur því sett fram gæðaviðmið
um þunglyndiseinkenni. Lágmarksviðmið er 15% og
hámarksviðmið 35%. Stefnt er að því að Sóltún mælist sem
næst lágmarksviðmiði (Anna Birna Jensdóttir, 2009).
Markmiðið er einnig að starfsmenn vinni að öflugu forvarnastarfi
og noti sem flesta kosti sem Sóltún hefur upp á að bjóða:
• Aðbúnaður innan sem utan dyra sé nýttur sem best.
• Samverustundir.
• Útivera og návist við gróður.
• Líkamsrækt og þjálfun.
• Sálgæsla.
• Stuðningsviðtöl og hópastarf.
• Símenntun fyrir alla, íbúa, aðstandendur og starfsfólk.
• Fjölskyldufundir.
• Geðlæknismeðferð.
• Atferlismeðferð.
• Lyfjameðferð.
Stundum koma hestar og önnur dýr í heimsókn. Tíkin Stemma er
heimilishundur í Sóltúni og oft með í göngu.
47%
26%
31%
50
45
40
35
20
25
20
15
10
5
0
47%
Lágmarksvi›mi›
Hámarksvi›mi›
2. hæ› 2005 2. hæ› 2006 2. hæ› 2007 2. hæ› 2008
Gæ›avísir
Mynd 1. Algengi þunglyndiseinkenna árin 20052008.