Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Síða 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Síða 22
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201018 Sigurður Bogi Sævarsson, sigbogi@simnet.is SÁLRÆNT AÐ SIGRA TINDINN segir fjallgöngukonan Bára Agnes Ketilsdóttir hjá Gallerí Heilsu Eftir að hafa starfað í mörg ár á slysadeild Landspítalans í Fossvogi ákvað Bára að róa á ný mið. Hún nam mannauðsstjórnun við Háskóla Íslands og reyndi síðan fyrir sér á öðrum starfsvettvangi. En fyrr en varði hafði hún látið gamlan draum rætast um fjallgönguklúbb þar sem „safna“ skyldi fjöllum Íslands. Bára og eiginmaður hennar, Örn Gunnarsson, stofnuðu í maí 2007 sitt eigið fyrirtæki, Gallerí Heilsu ehf., þar sem fjallgönguklúbburinn Toppfarar Á göngu í Dyngjufjöllum þar sem var gengið umhverfis Öskjuvatn. starfar en hann býður upp á skipulagðar ferðir upp um fjöll og firnindi allt árið um kring. Fyrirtækið rekur Bára jafnhliða því sem hún starfar sem hjúkrunarfræðingur á Kleppsspítala. „Samanlagt er hópurinn um það bil hundrað manns og nú er biðlisti í klúbbinn,“ segir Bára sem er lærður einka­ þjálfari ásamt manni sínum og hafa þau lengi lagt stund á langhlaup til þess að halda sér í góðu formi. „Útihlaupin hafa kennt manni að það er sjaldnast slæmt veður og alltaf hægt að fara út og hreyfa sig á hvaða árstíma sem er. Náttúran er tilvalinn vettvangur til líkamsræktar.“ 84 fjöll í ár Bára og Örn leggja áherslu á að fara aldrei á fjöll með sitt fólk nema hafa sjálf kannað allar aðstæður í þaula. „Við þurfum ekki tæki og tól í líkamsræktarstöðvum til að halda okkur í góðu líkamlegu formi. Útivera og ferðir upp um fjöll og firnindi eru heilnæmari, hreina loftið og að vera úti í náttúrunni gerir okkur gott. Margir fara á stöðvarnar meðal annars til að þjálfa læri og kálfa en ég tel hreyfingu úti við og þar á meðal fjallgöngur í raun heilbrigðari þjálfun fyrir þessa vöðva eins og svo margt annað. Fyrir utan hvað félagsskapurinn er góður,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir hjúkrunarfræðingur.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.