Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 24

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 24
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201020 Bókin skiptist í fjóra hluta og í hverjum hluta eru nokkrir kaflar. Höfundarnir að köflunum koma úr ýmsum áttum og má meðal annars nefna lækna, sagnfræðing, heimspeking, rithöfund, sálfræðinga, félagsfræðing, lögfræðing, guðfræðing, iðjuþjálfa og hjúkrunarfræðinga. Bókin er þannig uppsett að hana má hvort sem er lesa sem heild eða staka hluta hennar því hver hluti er sjálfstæð eining. Hún er fyrst og fremst skrifuð með þarfir hjúkrunarfræðinema í huga en getur ennig nýst nemum í öðrum heilbrigðisstéttum. Hún hentar einnig vel öðrum stéttum sem vinna með öldruðum og þurfa upprifjunar við. Ritstjórarnir skrifa inngang að bókinni og leggja þar áherslu á að aldraðir séu einstaklingar sem eiga það eitt sameiginlegt að hafa náð háum aldri en að öðru leyti eru þeir ólíkir hver öðrum og með mismunandi þarfir. Hluti eitt skiptist í sjö kafla sem mér finnst eiga mismikið erindi við okkur hér á Íslandi því að í mörgum þeirra er áherslan lögð á það hvernig hlutirnir eru í Danmörku. Í upphafi fyrsta hlutans segir aldraður einstaklingur frá eigin reynslu af því að eldast. Um margt er þessi kafli áhugaverður og höfundurinn segir meðal annars frá því hversu þakklátur hann er fyrir sitt góða líf og þakkar það bættri heilbrigðisþjónustu. Hann ber það saman að alast upp á allsnægtartímum og á þeim tímum sem fátækt og atvinnuleysi voru viðvarandi. Sagt er frá upphafi öldrunarfræðanna ásamt sögulegu yfirliti yfir hugmyndir manna um öldrun. Einnig er sagt frá því hvernig öldrunarmálum er háttað í Danmörku nú um stundir. Að sumu leyti getum við borið okkur saman við Danmörku en ekki að öllu leyti og er þá fróðlegt að sjá í hverju mismunurinn liggur. Sagt er frá þeim samfélagsbreytingum sem hafa orðið gegnum aldirnar ásamt því að bera saman neikvæðar og jákvæðar hliðar þess að eldast. Velferðarkerfin í Danmörku, Þýskalandi, Englandi og Spáni eru borin saman ásamt því að horft er til mismunandi vægis fjölskyldunnar í þessum löndum og hefur það áhrif á hlutfall aldraðra í þessum löndum sem þiggja heimilishjálp eða búa á hjúkrunarheimilum. Einnig er skoðuð mismunandi kostnaðarþátttaka hinna öldruðu í þjónustunni og það að samfélagið lítur ekki alltaf á aldraða út frá Gerontologi: Livet som ældre i det moderne samfund. Ritstjórar: Stinne Glasdam og Bente Appel Esbensen. Útgefandi: Dansk Sygeplejeråd og Nyt nordisk forlag Arnold Busck, 2009. ISBN: 978­87­17­04033­5. Bókin er 418 bls. sama sjónarhorni og þeir sjálfir. Farið er yfir stöðu innflytjenda þegar þeir eldast í landi sem ekki er þeirra fæðingarland og sú umfjöllun á mikið erindi við okkur hér á landi líka þó að það sé kannski ekki sami hópur innflytjenda á Íslandi og í Danmörku. Áhugavert er að skoða hvað gerist þegar ólíkir menningarheimar rekast á og taka þarf tillit til tungumálaerfiðleika og mismunandi trúarbragða. Lögð er mikil áhersla á að líta ekki á innflytjendur sem einsleitan hóp því mismunandi forsendur liggja að baki flutningsins til landsins. Það hefur til dæmis mikil áhrif á fólk hvort það kom sem farandverkamenn eða sem flóttamenn. Að lokum er svo þeirri spurningu velt upp hvers vegna það vanti fólk til starfa í öldrunarþjónustu þegar almennt er viðurkennt að þetta séu mikilvæg störf. Mjög margt úr þeirri umfjöllun er hægt að yfirfæra beint á aðstæður hér á landi og því áhugaverð lesning. Hluti tvö skiptist í sjö kafla og eru flestir kaflarnir áhugaverðir. Fjallað er um hinn heilbrigða aldraða einstakling og hvernig líffærakerfin bregðast við því að eldast ásamt því að leitast er við að svara spurningum eins og hvort við getum haldið áfram að lifa endalaust lengur, hvort hægt sé að hafa áhrif á öldrunarferlið og hvers vegna við eldumst misjafnlega. Veitt er skemmtileg innsýn í líf nokkurra einstaklinga sem allir lifðu lengur en 115 ár. Þeir áttu það helst sameiginlegt að vera flestir kvenkyns, hafa ekki reykt og vera í kjörþyngd. Í þessum hluta er farið yfir ýmis einkenni öldrunar og þeim er líkt við þau einkenni sem geimfarar finna í þyngdarleysi. Sannast sagt fannst mér þessi kafli frekar undarlegur þó að lestri Sigríður Sigurðardóttir, sigridur@grund.is BÓKARKYNNING DANSKT SJÓNARHORN Á ÖLDRUN Í Danmörku tekur hjúkrunarfélagið þátt í að gefa út kennslubækur í hjúkrun. Sigríður Sigurðardóttir kynnir hér nýja bók um öldrun sem hugsuð er fyrir hjúkrunarnema.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.