Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Page 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Page 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 21 loknum væri ég nokkuð fróð um geimfara og geimferðir. Áhugaverð umfjöllun er um jákvæð áhrif hreyfingar á aldraða einstaklinga, meðal annars varðandi súrefnisupptöku, vöðvastyrk, liðleika og jafnvægi. Auk þess er fjallað um þátt hreyfingar í fyrirbyggingu sjúkdóma. Einn kafli fjallar svo um kynheilbrigði aldraðra og þótti mér hann frekar í styttra lagi miðað við að þetta er mikilvægt málefni en það virðast hafa verið gerðar frekar fáar rannsóknir á þessu sviði. Fjallað er ýtarlega um hlutverk næringar og þá ekki eingöngu út frá því sjónarhorni að líkaminn þarfnist hennar til viðhalds og vaxtar heldur er horft á málið út frá öðrum og ekki síður mikilvægum sjónarhornum. Bent er á það hve miklu máli það skiptir að umhverfið, þar sem matar er neytt, sé huggulegt og að aldraðir nærðust betur ef borð voru dúkuð og maturinn ekki borinn fram á bökkum. Önnur atriði, sem hafi áhrif, eru lýsing, tónlist og félagsskapurinn við matarborðið. Þessi kafli hefur mikla þýðingu fyrir okkur sem vinnum á hjúkrunarheimilum og er mjög áhugaverður og vel skrifaður. Hluti þrjú skiptist í sex kafla. Í upphafi er skoðað hvernig öldrun er skil greind út frá mismunandi þáttum, eins og líffræðilegum aldri, líkamlegu ástandi eða þroska. Einnig er fjallað um mismunandi kenningar um öldrun, meðal annars hvernig einstaklingurinn sjálfur sættir sig við að eldast. Einn kafli er um einmanaleika og félagslega einangrun. Mörg mjög góð raunveruleg dæmi er að finna í þessum kafla og er bent á samhengið milli einmanaleika og lasleika, einmanaleika og makamissis og einmanaleika og færniskerðingar. Góð umfjöllun er um þunglyndi meðal aldraðra og einnig er fjallað um sjálfsmorðstíðni aldraðra og kom það mér á óvart hversu algeng sjálfsmorð voru í aldurshópnum sem kominn var yfir sjötugt. Einn kafli er um heilabilun og er sagt frá mismunandi formum hennar og vísað töluvert í kenningar Tom Kitwood. Einnig er fjallað um mikilvægi lífssögunnar og endurminninga. Þessi kafli fannst mér að hefði gjarnan mátt vera lengri en í honum er að finna góð raunveruleg dæmi. Fjallað er um sjálfsákvörðunarréttinn og er mikið vísað í dönsk lög og reglugerðir þar að lútandi. Greinilegt er að í Danmörku eru mjög skýrar reglur um ýmis mikilvæg mál, eins og fjötra og öryggisbúnað. Líklega má yfirfæra margt úr þessum kafla yfir á Ísland en þó hef ég á tilfinningunni að dönsk lög séu skýrari um þetta en þau íslensku. Hluti fjögur skiptist í fimm kafla. Í upphafi er fjallað um flutning á hjúkrunarheimili eða í íbúðir fyrir aldraða. Sögulegt yfirlit yfir þróun öldrunarmála í Danmörku er að finna í þessum hluta en uppbygging öldrunarheimila hófst þar fyrir alvöru í kringum 1960 og strax þá var gert ráð fyrir einbýlum fyrir alla. Heimilin líktust þó meira sjúkrastofnunum en því sem við þekkjum nú. En það er samt áhugavert hvað Danir hafa verið framsýnir því enn getum við á Íslandi ekki boðið öllum okkar öldruðu einstaklingum upp á val um einbýli við flutning á hjúkrunarheimili. Einn kafli fjallar svo um reynslu aldraðra af því að flytjast á hjúkrunarheimili og búa þar. Þessi kafli fannst mér áhugaverður og eiga mikið erindi til okkar. Fjallað er um aðstandendur og þá hjálp sem þeir veita sínum öldruðu. Bent er á að mikilvægi þeirrar hjálpar kemur oft ekki nógu skýrt fram þó að aðstandendur veiti hjálp mörgum sinnum á dag og oft standi sú hjálp yfir í nokkur ár. Góð umfjöllun er um það að fá að deyja heima, bæði út frá sjónarhorni hins dauðvona, aðstandenda og heilbrigðisstarfsmanna. Þó saknaði ég þess að sjá ekki nánari umfjöllun um líknarmeðferð. Síðasti kaflinn er svo um missi, eins og makamissi, missi barns eða jafnvel missi foreldris en æ algengara verður að fólk sé komið vel á efri ár þegar það missir foreldra sína. Almennt má segja um bókina að hún sé frekar auðlesin ef maður hefur einhvern grunn í dönsku. Þó eiga kaflarnir mismikið erindi til okkar hérlendis, sumt er mjög auðvelt að yfirfæra á íslenskar aðstæður en annað ekki. Persónulega fannst mér vanta upp á að það væri meiri umfjöllum um algengustu sjúkdómana hjá öldruðum þó að vel væri fjallað um heilabilun. Það að skipta bókinni í vel afmarkaða hluta og hafa svo kafla innan hvers hluta auðveldar að lesa hana með hléum og það er óneitanlega kostur þegar tíminn er oft af skornum skammti. Ég mæli gjarnan með þessari bók með öðrum bókum um öldrun því hún horfir á málin út frá aðeins öðrum sjónarhornum en við eigum að venjast. Sigríður Sigurðardóttir er hjúkrunar­ deildar stjóri og fræðslustjóri á Grund, dvalar­ og hjúkrunarheimili. Íslenskur kafli í leiðtogabók Tveir íslenskir hjúkrunarfræðingar eiga kafla í bók um forystu í hjúkrun sem Sigma Theta Tau gaf út nýlega. Bókin heitir „101 global leadership lessons for nurses“ og í henni eru stuttir kaflar frá mörgum löndum. Framlag Íslands heitir „Needs­based resource development and allocation“ og er skrifað af Mörgu Thome og Örnu Skúladóttur. Bak við yfirskriftina leynist frásögn af því hvernig göngudeild barna með svefnvandamál á barnaspítala varð til. Eins og margir hjúkrunarfræðingar vita er Arna Skúladóttir hugmyndasmiðurinn og driffjöðrin að baki þessari þjónustu. Í kaflanum er lýst hvað til þarf þegar menn vilja koma nýjungum á. Ekki síst reyndist samvinna við háskóla haldgóð en núorðið er gerð sú krafa til sprotastarfsemi að hún byggist á rannsóknum og vísindum. Fréttapunktur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.