Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Síða 28

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Síða 28
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201024 Brynja Laxdal, brynlax@internet.is ÞURFUM VIÐ AÐ HUGSA FORVARNAÞJÓNUSTU LÍFSSTÍLSSJÚKDÓMA UPP Á NÝTT? Heilsugæslustöðvar eru þjónustu­ og þekkingarfyrirtæki sem standa frammi fyrir miklum niðurskurði. Með því að efla forvarnaþjónustu heilsugæslunnar er hægt að fækka ótímabærum sjúkdómum, minnka lyfjanotkun og fækka innlögnum á sjúkrahús og meðferðarstofnanir. Til að þetta sé unnt þarf aukinn skilning stjórnvalda á mikilvægi grunnþjónustu og efla þarf samstarf heilbrigðisstarfsfólks og almennings um leiðir til úrbóta. Það er mikið talað um hvað heilbrigðisþjónustan á Íslandi sé dýr en að sama skapi gleymist að ræða þann virðisauka sem hún skapar eins og meiri lífsgæði samfélagsþegna og þekkingarsköpun starfsmanna. Hag­ fræðingar hafa reiknað út að andstætt rekstrarafkomu flestra fyrirtækja, sem hagnast á tækninýjungum, aukast útgjöld heilbrigðistofnana með nýjum tækjabúnaði og lyfjum. Á hinn bóginn bætast við valmöguleikar og meðferðarúrræði fyrir landsmenn. Stjórnun og stefnumótun í heilbrigðisgeiranum ræðst talsvert af pólitískum áhrifum og er nokkuð háð fjárlögum ólíkt fyrirtækjum á opnum markaði. Niðurskurður undanfarinna missera hefur verið óumflýjanlegur og vitaskuld þurfa heilbrigðisstofnanir að hagræða í rekstri rétt eins og aðrar skipulagsheildir. Hér er áhugavert að geta þess að raunvísindalegar rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki, sem leggja megin­ áherslu á að hagræða með því að fjölga tekjustofnum, vegnar almennt betur en þeim sem einblína eingöngu á niðurskurð (Rust, Moorman og Dickson, 2002). Með þá vitneskju í huga er kannski ekki svo fráleitt að selja ráðgjafaþjónustu á sviði forvarna eða vinnuverndar á heilsugæslustöðvum, þjónustu sem margir borga fyrir úti í bæ. Aðrar hliðar hagræðingar felast í skipulagi innviða, til dæmis við að stjórna þjónustu og ferlum og í gegnum mannauð, svo sem með tilfærslu ábyrgðar eða valds. Einnig má fá viðskiptavini til að taka

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.