Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 33
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 2010 29
• Ríflega helmingur svarenda starfar í vaktavinnu en 49,6% svarenda eru eingöngu í dagvinnu.
• Tveir þriðju hlutar svarenda starfa á höfuðborgarsvæðinu og 27,9% á landsbyggðinni.
• 40,5% svarenda hafa lokið formlegu viðbótarnámi í hjúkrun.
• Meðalstarfshlutfall hjúkrunarfræðinga er skv. könnuninni 83,4% og hefur það aukist úr 74% áður. Þeir sem starfa
einvörðungu í dagvinnu eru í hærra starfshlutfalli, eða 87,2%, en þeir sem eru í vaktavinnu sem eru að meðaltali í 80,0%
starfshlutfalli. Starfshlutfallið eykst með aukinni ábyrgð og er að meðaltali 95% hjá stjórnendum í hjúkrun.
• 8,6% svarenda segja grunnlaun sín hafa lækkað en þau hafa staðið í stað hjá 74,8% svarenda.
• 12,6% svarenda hafa aukið við sig starfshlutfallið á sl. 12 mánuðum, flestir svarenda, eða 77,9%, breyttu starfshlutfalli
sínu að eigin ósk en 22,1% að ósk vinnuveitanda.
• Meðalgrunnlaun hjúkrunarfræðinga eru skv. könnuninni 303.303 kr. Meðalgrunnlaun hjúkrunarfræðinga á aldrinum 25-34
ára eru 253.314 kr., á aldrinum 35-44 ára 298.344 kr., á aldrinum 45-54 ára 315.318 kr. og á aldrinum 55-68 ára 330.641
kr.
• Greiðslur vegna vaktaálags nema að meðaltali 53.797 kr. á mánuði.
• Heildarupphæð allra launagreiðslna á launaseðli voru að meðaltali 399.327 kr. en 348.526 kr. hjá almennum
hjúkrunarfræðingum.
• Þegar spurt var hvort breyting hefði orðið á viðbótarkjörum þá hefur viðbótarkjörum verið sagt upp hjá 39,9% svarenda.
Þegar spurt var enn frekar út í hvaða viðbótarkjörum hefði verið sagt upp nefndi stærsti hópurinn fasta yfirvinnu eða
64,5%, 15,4% nefndu skerðingu bílahlunninda, eins nefndu svarendur skerðingu á unninni yfirvinnu og annan niðurskurð
(óflokkaðan).
• Þegar spurt var hvort viðkomandi hefði fengið uppsögn í starfi svöruðu 95% svarenda því neitandi, 3% að þeim hefði verið sagt
upp starfinu að öllu leyti og 2% að þeir hefðu misst starfið að hluta.