Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 34
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201030 Aðalbjörg Finnbogadóttir, adalbjorg@hjukrun.is Í KJÖLFAR MÁLÞINGS UM ÖRYGGI SJÚKLINGA Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð fyrir opnu málþingi um öryggi sjúklinga á Grand hóteli í Reykjavík 28. janúar sl. Tilgangurinn var meðal annars að skapa vettvang til að skoða og ræða hugsanleg áhrif samdráttar í heilbrigðisþjónustu á skjólstæðinga hjúkrunarfræðinga. Í siðareglum hjúkrunarfræðinga segir meðal annars: „Hjúkrunarfræðingur er málsvari skjólstæðings og stendur vörð um rétt hans. Hann ber hag skjólstæðings fyrir brjósti hvar sem starfsvettvangur hans er.“ Enn fremur segir: „Hjúkrunarfræðingur vekur athygli á því ef ráðstafanir stjórnvalda og annarra stjórnenda ganga gegn hagsmunum skjólstæðings. Ef heilbrigði eða öryggi skjólstæðings er stefnt í hættu vegna ófaglegra eða ólöglegra starfa samstarfsfólks ber hjúkrunarfræðingi að tilkynna það viðeigandi aðilum.“ Það var meðal annars á þessum forsendum sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðaði til málþingsins. Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunarfræðingur og sviðstjóri gæða­ og lýðheilsusviðs hjá Landlæknisembættinu, fór yfir eftirlitshlutverk embættisins á málþinginu um öryggi sjúklinga. Öryggi sjúklinga Málþinginu var ætlað að vera vettvangur upplýsingaöflunar og umræðna um öryggi sjúklinga svo og að minna á skyldu hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna að láta frá sér heyra ef þeir telja að öryggi sjúklinga sé á einhvern hátt ógnað. Til að ræða öryggi sjúklinga voru fengnir fimm hjúkrunarfræðingar sem fjölluðu um efnið hver frá sínum starfsvettvangi. Þeir voru Anna Birna Jensdóttir, hjúkrunar­ og framkvæmdastjóri Sóltúns – hjúkrunarheimilis, Bylgja Kærnested, formaður hjúkrunarráðs Landspítala, Steinunn Sigurðardóttir, fram­ kvæmda stjóri hjúkrunar á Heilbrigðis stofnun Vestur lands, Halla Eiríksdóttir, hjúkrunar­ stjóri Heilbrigðisstofnunar Austur lands, og Anna Björg Aradóttir, yfirhjúkrunar fræðingur og svið stjóri gæða­ og lýðheilsusviðs hjá Land læknisembættinu. Að loknum fram­ söguerindum sátu þær fyrir svörum og tóku þátt í almennum umræðum, ásamt Elsu B. Friðfinnsdóttur formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Eftirlitshlutverk Landlæknisembættisins Anna Björg Aradóttir yfirhjúkrunar­ fræðingur ræddi um öryggi sjúklinga út frá eftirlitshlutverki Landlæknisembættisins. Í erindi sínu, sem hún nefndi „Göngum saman til góðs, götuna fram eftir veg – Leiðin að öruggari heilbrigðisþjónustu“ lagði hún áherslu á að leita skuli jákvæðra lausna. Í máli hennar kom fram að markmið Landlæknisembættisins sé að tryggja gæði heilbrigðisþjónustunnar og stuðla að heil brigði landsmanna. Meginhlutverk embættisins sé þríþætt, þ.e. ráðgjöf, eftirlit og upplýsingasöfnun. Samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu (nr. 41/2007) hefur Landlæknisembættið faglegt eftir­ lit með starfsemi heilbrigðisstofnana og heil brigðisstarfsmanna. Eftirlit Land­ læknis embættisins byggist á þeirri hug­ myndafræði að árangursríkasta leiðin til að bæta gæði þjónustunnar sé að efla samstarf og samráð við stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisstofnana, veita ráðgjöf varðandi úrbætur og á þann hátt hvetja til góðra verka. Markmið embættisins er að sjá til þess að sú heilbrigðisþjónusta, sem veitt er hér á landi, uppfylli faglegar kröfur og ákvæði heilbrigðislöggjafar hverju sinni og að sjúklingurinn sé ætíð settur í öndvegi. Sérstakar áherslur vegna efnahagsþrenginga Vegna núverandi efnahagsástands er mikilvægara en nokkru sinni að hafa virkt eftirlit með heilbrigðisþjónustunni þar sem öryggi og gæðum þjónustunnar getur verið

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.