Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201036 Andlegir þættir skipast í: • þrótt (vitality): Finnst þér þú fullur lífsorku? • félagslega virkni (social functioning): Hversu oft hafa tilfinningaleg vandamál heft félagslíf þitt (t.d. heimsækja vini eða ættingja) undanfarnar 4 vikur? • takmarkanir til að stunda atvinnu og félagslíf vegna andlegra vandamála (role emotional): Hversu oft á undanförnum fjórum vikum hefur þú eytt minni tíma í vinnu eða aðrar athafnir vegna tilfinningalegra vandamála (t.d. kvíða eða depurðar)? • andleg líðan (mental health): Finnst þér þú hafa verið dapur eða þunglyndur undanfarnar fjórar vikur? Hver spurning hefur 3­6 svarmöguleika sem gefa mismörg stig eftir því hversu mikil einkennin eru. Listinn er auðveldur í notkun og á að taka innan við 15 mínútur að fylla hann út. Eingöngu er um krossaspurningar að ræða, það er einstaklingur setur kross við það svar sem best á við hverju sinni. Spurningalistinn DS14 var svo notaður til að meta hvort einstaklingur teldist hafa D­persónuleika eða ekki. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa okkur upp lýsingar sem ég er ekki í vafa um að eigi eftir að nýtast okkur og gildi rann sóknarinnar tel ég vera mikið fyrir allt starfs fólk innan sviðs ins. Ef rann sóknir sýna að hætta sé á að HL ákveðinna hópa verði lakari en annarra hópa getur heilbrigðisstarfsfólk nýtt sér þær upplýsingar þannig að þessum einstaklingum sé gefinn sérstakur gaumur, þeim veittur aukinn stuðningur og fræðsla. Niðurstöðurnar munu hjálpa okkur til að öðlast betri skilning á því hvað sjúklingnum finnst um eigið heilsufar og hvort við náum markmiðum okkar við að styðja sjúklinginn í gegnum veikindin. Niðurstöður þessara rannsókna geta einnig hjálpað hjúkrunarfræðingum til að ná betri árangri í forvörnum með því að þekkja þá hópa sem eiga frekar á hættu að búa við lakari HL en aðrir og til að bera kennsl á líklegustu áhættuþætti fyrir skertum HL eftir meðferð. Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki hér þar sem þeir eru bæði í miklum tengslum við sjúklinginn og annað heilbrigðisstarfsfólk. Þannig geta þeir myndað þverfaglegt net í kringum sjúklinginn eftir því sem þörf krefur. Því er ekki að neita að auðvitað tekur öll rannsóknarvinna jafnt sem önnur vinna tíma. En það að leggja spurningalista fyrir sjúklinginn, er metur HL, og veita honum upplýsingar um hvaða tilgangi það þjónar er alls ekki svo tímafrekt. Úrvinnslan er ögn tímafrekari. En upplýsingarnar, sem ég fékk, voru hverrar mínútu virði. Álfhildur Þórðardóttir er hjúkrunarfræðingur á hjartadeild á háskólasjúkrahúsinu í Lundi í Svíþjóð. Hún er meistaranemi í heil­ brigðisvísindum við Háskóla Íslands og rann­ sóknarverkefni hennar ber heitið „Heilsutengd lífsgæði kransæðasjúklinga“. Heimildir Echteld, M.A., van Elderen, T.M.T., og van der Kamp, L.J.T. (2001). How goal disturbance, coping and chest pain relate to quality of life: A study among patients waiting for PTCA. Quality of Life Research, 10 (6), 487­501. Guyatt, G.H., Veldhuyzen van Zanten, S.J.O., Feeny, D.H., og Patrick, D.L. (1989). Measuring quality of life in clinical trials: A taxonomy and review. Canadian Medical Association Journal, 140, 1441­1448. Krumholz, H.M., Mchorney, C.A., Clark, L., Levesque, M., Baim, D.S., og Goldman, L. (1996). Changes in health after elective percutaneous coronary revascularization: A comparison of generic and specific measures. Medical Care, 34, 754­759. Pedersen, S., Lemos, P.A., van Vooren, P.K., Liu, T., Daemen, J., Erdman, R., Smits, P., Serrliys, P., og van Domburg, R. (2004). Type D personality predicts death or myocardial infarction after bare metal stent or sirolimus­ eluting stent implantation: A rapamycin­eluting stent evaluated at Rotterdam cardiology hos­ pital (RESEARCH) registry substudy. Journal of the American College of Cardiology, 44 (5),997­1001. Pocock, S.J., Henderson, R.A., Clayton, T., Lyman, G.H., og Chamberlain, D.A. (2000). Quality of life after coronary angioplasty or continued medical treatment for angina: Three­year follow­up in the RITA­2 trial. Journal of the American College of Cardiology, 35 (4), 907­914. Rumsfeld, J.S., Havranek, E., Masoudi, F.A., Peterson, E.D., Jones, P., Tooley, J.F., Krumholz, H.M., og Spertus, J.A. (2003). Depressive symptoms are the strongest pre­ dictors of short­term declines in health status in patients with heart failure. Journal of the American College of Cardiology, 42, 1811­ 1817. Swenson, R.J., og Clinch, J.J. (2000). Assessment of quality of life in patients with cardiac disease: The role of psychosomatic medicine. Journal of Psychosomatic Research, 48, 405­415. Unsar, S., Necdet, S., og Durna. Z. (2007). Health­related quality of life in patients with coronary artery disease. Journal of Cardiovascular Nursing, 22 (6), 501­7. Wilson, I.B., og Clearly, P.D. (1995). Linking clini­ cal variables with health­related quality of life. A conceptual model of patient outcomes. The Journal of Medical Association, 273, 59­65. Lausn myndagátu Í síðasta tölublaði 2009 var spurt hvað sæist á nokkrum myndum af smáatriðum. Fyrst opnaða rétta lausnin var send inn af Gunnhildi Árnadóttur, hjúkrunarfræðingi á Landspítala. Hún fær í verðlaun bókina „Árin sem enginn man“ eftir Sæunni Kjartansdóttur. Réttar lausnir: 1) Hettur LP 40 fyrir Braun Thermoscan­eyrnahitamæli. 2) Modifenac (díklófenak) 75 mg hylki með breyttan losunarhraða. Gleypist. Actavis. 3) IVAC­vökvadælur. 4) Þetta tæki er notað til þess að setja umbúðir eða teygjusokk á fingur. 5) Tengistykki (klemma) á stasaband, bandið sjálft vantar. 01.2010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.