Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2010, Side 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 2. tbl. 86. árg. 201042 Hjúkrunarfræðingarnir tveir heita Herdís Jónasdóttir og Ingibjörg Hreiðars­ dóttir. Þær hafa báðar unnið lengi við krabbameinshjúkrun. Herdís útskrifaðist 1985 frá Háskóla Íslands og fór 1997 í fyrsta diplómanámið í krabbameinshjúkrun og hjúkrun sjúklinga í líknandi meðferð. Þegar hún fór svo í meistaranám fékk hún tækifæri til að velta fyrir sér og rannsaka ýmsa þætti í krabbameinshjúkrun. Ingibjörg útskrifaðist 2000 og skoðaði vandlega margar deildir áður en hún ákvað hvar hún vildi vinna. „Ég íhugaði að fara á gjörgæsludeild en valdi krabbameinsdeildina og hef aldrei séð eftir því,“ segir hún. Á deildinni hitti hún Herdísi og þær uppgötvuðu fljótlega að þær höfðu mjög svipaða Christer Magnusson, christer@hjukrun.is ÖLL ÞJÓNUSTA Á EINUM STAÐ Í byrjun árs kom út veigamikil rannsóknarskýrsla sem fjallar um viðhorf þeirra sem greinast með brjóstakrabbamein og aðstandenda þeirra til þjónustunnar sem þeir fá. Með henni er lögð lokahöndin á sjö ára vinnu tveggja hjúkrunarfræðinga við að koma á fót sérhæfðri brjóstameinsmiðstöð. sýn á hvernig þær vildu veita þjónustu við krabbameinssjúklinga. Hugmyndin um brjóstameinsmiðstöð kviknaði þegar þær voru að ræða hvernig líf krabbameinssjúklingsins og hans nánustu væri á meðan meðferð stendur og að henni lokinni. Þreifað fyrir Að nokkrum tíma liðnum voru þær ákveðnar í að einhenda sér í þetta verkefni. Herdís hætti á krabbameinsdeildinni 2003 og Ingibjörg ári seinna en þær hafa síðan unnið afleysingastörf „til að hafa ofan í sig og á“ eins og Herdís orðar það. 2006 réð Ingibjörg sig á líknardeildina og starfar þar enn ásamt því að vinna hjá hjúkrunarþjónustunni Karítas sem er heimaþjónusta fyrir krabbameinssjúka. Hugmyndin, sem þegar hér var komið sögu hafði fengið nafnið Lífstré, snýst um að safna saman allri þjónustu fyrir konur með brjóstakrabbamein og aðstandendur þeirra á einn stað. Herdísi og Ingibjörgu var ljóst að þetta þyrfti að vera ný stofnun þar sem margar núverandi stofnanir legðu inn sinn sérhæfða þátt. Þær sáu fyrir sér aðila sem gerði þjónustusamning við ríkið en myndi svo kaupa þjónustu frá mörgum aðilum. „Þess vegna fórum við strax að tala við stjórnmálamenn frekar en að ræða við eina stofnun eins og Landspítala,“ segir Herdís. „Við vildum halda í heildrænu sýnina og höfum náð Herdís Jónasdóttir og Ingibjörg Hreiðarsdóttir hafa sl. sjö ár reynt að koma á fót miðstöð fyrir konur með brjóstakrabbamein og aðstandendur þeirra.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.