Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Page 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Page 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 20136 „Það var frekar tilviljun en eitthvað annað sem varð þess valdandi að ég fór að læra hjúkrunarfræði eftir stúdentspróf,“ segir Ingibjörg Baldursdóttir en hún gerðist síðar brjóstagjafarráðgjafi og segir hér frá því starfi. BRJÓSTAGJAFARRÁÐGJÖF Á EIGIN VEGUM Ég ætlaði fyrst í þýsku og myndlistarnám en valdi svo allt aðra leið. Eftir útskrift úr deildinni árið 1990 vann ég í heilsugæslunni í eitt sumar áður en ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Ég hafði unnið á barnadeildinni á Landakoti sumarið eftir þriðja árið og fann að það átti vel við mig að vinna með börnum og fjölskyldum þeirra. Ég tók svo nokkurra ára hlé áður en ég sneri aftur til starfa við hjúkrun og eignaðist á þeim tíma þrjú börn og naut þess að vera heima með þeim. Þegar ég sneri aftur til vinnu fór ég að vinna á Miðstöð heilsuverndar barna Ingibjörg Baldursdóttir, ingibjorgba@simnet.is Ingibjörg með dúkkuna sem hún notar í kennslu. sem þá var á Heilsuverndarstöðinni. Þetta voru skemmtilegir tímar með frábæru samstarfsfólki og samheldnum hópi fagfólks. Á þessum tíma tók ég brjóstagjafarráðgjafaprófið og gat nýtt þá kunnáttu vel í starfinu í ung­ og smábarnavernd. Ég hef alltaf haft mikla þörf fyrir að lesa mér til og læra meira um það sem ég er að vinna við. Það varð til þess að ég fór í diplómanámið í heilsugæslu og lauk því vorið 2007 um það leyti sem yngsta dóttir mín fæddist. Í þessu námi lærði ég gríðarlega margt sem hefur nýst mér í starfi. Það er svo merkilegt að eftir því sem maður les og lærir meira þá smellur svo margt saman og það veitir svo miklu betra innsæi í margs konar aðstæður og tilfelli í starfinu. Ekki hefði mig grunað annað á þessum tíma en að ég ætti eftir að verja allri minni starfsævi í heilsugæslunni. Örlögin réðu því hins vegar að það kom kreppa og þá þurfti að spara í heilbrigðiskerfinu og mín staða var lögð niður, rétt eftir að ég sneri til baka úr fæðingarorlofi.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.