Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 12
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 20138 Ég hef oft barnavigt með mér og býð mæðrunum að skoða hvað barnið fær í hverri gjöf. Það hjálpar oft að sjá hve magnið er mikið því að eitt aðal­ áhyggjuefni mæðranna er að þær fram­ leiði ekki næga mjólk. Ég skoða líka mömmuna sjálfa og barnið og met þætti sem kynnu að hafa áhrif á brjóstagjöfina. Það segir líka mikið að skoða samspilið milli móður og barns því það getur bent til margra þátta eins og andlegrar vanlíðunar móður. Ef eitthvað slíkt kemur upp vísa ég konunni í réttan farveg innan heil brigðiskerfisins vegna þess að ef móðir er þung lynd er hún oft ekki fær um að sjá um barnið sitt sem skyldi. Mínar tekjur byggjast að mestu leyti á námskeiðunum og einnig hefur verið mikil eftirspurn eftir heftinu Barnið byrjar að borða sem ég skrifaði fyrir námskeiðið. Þegar ég sinni heimavitjunum eru það mæðurnar sem greiða sjálfar fyrir þá þjónustu. Því gjaldi hef ég haldið í lágmarki til að allar mæður, sem vilja, geti nýtt sér þennan kost. Þar sem ég hef haft nóg að gera án þess að auglýsa þjónustuna, hef ég beðið með að semja við Tryggingastofnun um niðurgreiðslur en ég er að hugsa um að athuga það innan skamms. Ég starfa líka í sjálfboðaliðasamtökum sem heita Stuðningskonur við brjóstagjöf en það eru mæður sem hafa reynslu af brjóstagjöf, hafa farið á námskeið og ráðleggja öðrum mæðrum á jafningja­ grundvelli. Það er mikið sótt í fésbókar­ síðu þessara samtaka og þar koma inn nokkrar fyrirspurnir á dag. Mæðrum finnst þetta oft fyrsta skrefið, að geta skrifað og fengið leiðbeiningar á netinu en það kemur samt aldrei í staðinn fyrir mannleg samskipti og að hitta manneskjuna. Ég geri mikinn greinamun á samskiptum sem fara þannig fram, á netinu eða gegnum tölvupóst, og hinum þegar ég hitti fólk í eigin persónu eða fer í heimavitjanir. Það er í lagi að veita almennar ráðleggingar á neti, í tölvupósti eða í síma og oft er hægt að leysa minniháttar vandamál á þennan hátt. Hins vegar er aldrei hægt að greina og meðhöndla klínísk vandamál án þess að hitta móðurina. Ofgreindasta vandamál brjóstagjafar er sveppasýking, ég veit um fjöldamörg dæmi þess að mæður hafi ranglega fengið meðferð við sveppasýkingu vegna lýsingar á svipuðum einkennum. Röng greining og meðferð er bæði dýr og tefur úrlausn á raunverulega vandamálinu. Það er alls ekki faglegt að prófa sig áfram þangað til er slumpast á rétta meðferð við klínískum vandamálum sem er vel hægt að greina á einfaldan hátt ef rétt er staðið að málum. Annað dæmi er sár á geirvörtum sem margar mæður glíma við í langan tíma með ómældum sársauka og sumar jafnvel hætta brjóstagjöf vegna þessa. Það er alltof algengt að vegna skorts á þekkingu sé ekki greind sýking í þessum sárum og meðhöndluð. Þetta á sér stað í okkar heilbrigðiskerfi. Oft eru reyndar misjafnar leiðir til að græða sárin: krem, plastfilmur og annað. Þegar ekkert gengur verður það því miður oft til þess að móðirin gefst upp en þessi sár hefðu gróið á nokkrum dögum með réttri greiningu og viðeigandi meðferð. Þessu væri hægt að breyta með aukinni menntun og samhæfingu á leiðbeiningum. Skortur á aðgengi að faglegri sérfræði­ þjónustu í brjóstagjöf hefur líka verið vandamál en öll vitum við að þessir þættir geta skipt sköpum. Það eru ekki margir brjóstagjafarráðgjafar starfandi í heilsugæslunni og nú hefur formleg móttaka brjóstagjafarráðgjafa á Land­ s pítalanum verið lögð niður. Fyrsta viðkoma móðurinnar ætti því að vera heilsugæslan en þá verður starfsfólk hennar að vera í stakk búið að greina og meðhöndla þau tilfelli sem þangað koma. Mér finnst að fagstéttir og stofnanir þurfi að vinna betur saman og það sé hluti af heildarsýn sem við þurfum að hafa til að bæta þjónustu við smábarnaforeldra á Íslandi. Það krefst kannski smá kjarks og mátulega mikillar bjartsýni að hefja eigin rekstur. Það eru hins vegar svo ótalmargir möguleikar sem liggja í því að skapa nýja þjónustu sem er hægt að laga að þörfum foreldranna og reyna að finna út hvað hentar þessum skjólstæðingahóp. Þetta gefur manni líka aukið svigrúm að ráða sínum tíma, það hentar vel hjá mér sem er með stórt heimili. Það er hins vegar nauðsynlegt að hafa klíníska reynslu og staðgóða þekkingu til að hefja svona starfsemi og ég sé kostina við það að starfa með öðrum sem vinna við svipaða hluti. Það gefur manni styrk, samráð við aðra um ákveðin tilfelli og svo auðvitað félagsskapinn. Ég er bjartsýn á framhaldið og vonast til að sjá fleiri hjúkrunarfræðinga skapa sér eigin starfsvettvang. Lesa meira: Vefsíða: www.barnid­okkar.is Fésbókarsíður: Brjóstagjöf­meira en bara næring, BabyCalm Reykjavík, Barnið okkar og Barnið byrjar að borða. Omron M6 Comfort Nemur óreglulegan hjartslátt Auðveldara að koma armborðanum fyrir Nemur rétta staðsetningu armborðans Nemur hvort hreyfing trufli mælingu Minni fyrir 2 notendur - 100 mælingar fyrir hvorn Tveir þrýstinemar sem tryggja nákvæma mælingu Birtir þrýstisvið á skjánum Stillir réttan hraða og þrýsting við dælingu og hjöðnun Armborði fyrir upphandlegg með ummál á bilinu 22-42 cm Nemur rétta staðsetningu armborðans Nemur óreglulegan hjartslátt Birtir þrýstisvið á skjánum Stillir réttan hraða og þrýsting við dælingu og hjöðnun Omron M2 Armborði fyrir upphandlegg með ummál á bilinu 22-32 cm Gjöf s em h ittir be int í hj art ast að www.hbv.is Blóðþrýstingsmælar Omron blóðþrýstingsmælar fá hæstu einkunn í klínískum rannsóknum og eru viðkenndir af ESH, BHS og WHO. Omron blóðþrýstingsmælar fást í flestum apótekum Þegar heilsan er annars vegar þá skipta gæði tækisins mestu máli. C M Y CM MY CY CMY K Heilsida Omron_A4.pdf 1 26/11/12 1:15 AM

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.