Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201316 kostnað félagsmanna FÍH. Þannig hafi launagreiðendur hjúkrunarfræðinga greitt í þessa sjóði samkvæmt kjarasamningum og hafi það verið hluti af starfskjörum hjúkrunarfræðinganna. Þetta sjóðafyrirkomulag hafi komist á fyrir tilstilli aðila vinnumarkaðarins vegna þess að sjóðum, sambærilegum sjúkrasjóði BHM og styrktarsjóði BHM, hafi verið ætlað að tryggja launþegum ákveðin réttindi. Um gegnumstreymissjóði væri að ræða, það er þeir fjármunir, sem launagreiðendur greiddu í sjóðina, áttu að fara í styrkveitingar. Fyrstu árin í rekstri sjóðanna var hins vegar hluta innborgana haldið eftir til að mynda höfuðstól sjóðanna. Taldi FÍH að uppsöfnuð og áunnin réttindi heillar starfsstéttar yrðu ekki þurrkuð út með einu pennastriki og síðan nýtt til þess að niðurgreiða styrkveitingar til annarra starfsstétta sem eftir væru innan BHM. Í því fælist að mati FÍH augljóslega óréttmæt auðgun. Ljóst var að eftir höfnun stjórna sjóðanna á aðild hjúkrunarfræðinga að sjóðunum þyrfti FÍH að tryggja hjúkrunarfræðingum umsamin starfskjör, það er rétt til að njóta styrkja úr sjóðum sambærilegum sjúkrasjóði BHM og styrktarsjóði BHM. Hlutdeild FÍH í höfuðstól styrktarsjóðs og sjúkrasjóðs BHM yrði höfuðstóll sambærilegra sjóða innan FÍH. BHM krafðist frávísunar í málinu en til vara að bandalagið yrði sýknað af kröfum FÍH vegna aðildarskorts. BHM væri ekki réttur aðili að málinu heldur væru það sjóðirnir, og kröfum FÍH væri ranglega beint að BHM þar sem BHM væri ekki bært til þess að ráðstafa eignum sjúkrasjóðs BHM og styrktarsjóðs BHM sem ekki ættu aðild að gerðardómsmálinu. Jafnframt byggði BHM á því að sjúkrasjóður BHM og styrktarsjóður BHM væru aðildarhæfir hvor fyrir sig og því hafi FÍH átt að beina kröfum sínum að þeim. Sjóðirnir séu báðir lögaðilar og skráðir sem sjálfseignarstofnanir. Þeir hafi hvor um sig eigin reglur og sérstaka stjórn, kennitölu og sjálfstæðan fjárhag sem BHM hafi engin afskipti af eða áhrif á. Niðurstaða gerðardóms Gerðardómurinn kvað upp sinn dóm 17. desember 2010. Gerðardómurinn taldi það falla undir valdsvið sitt að ákvarða hvort sjúkrasjóður BHM og styrktarsjóður BHM teldust til eigna BHM í skilningi 1. mgr. 21. gr. laga BHM við fjárhagslegt uppgjör vegna úrsagnar FÍH úr BHM. Gerðardómurinn taldi FÍH eiga brýna og lögvarða hagsmuni af því að fá úr því skorið hvort FÍH ætti kröfu til hlutdeildar í eignamyndun sjóðanna vegna þess tímabils sem FÍH átti aðild að BHM. Þannig taldi gerðardómurinn að kröfugerð FÍH væri raunhæf og fæli ekki í sér lögspurningu og því væru engin tilefni til þess að fallast á kröfu BHM um frávísun þess. Í dóminum segir síðan meðal annars: „Sjúkrasjóður og styrktarsjóður varnar­ aðila eru sjóðir um afmarkaðan og ófjárhagslegan tilgang og stunda ekki atvinnurekstur. Þeim er ætlað að veita sjóðsfélögum félagslegan stuðning þegar á þarf að halda vegna veikinda, andláts, starfsloka eða annarra óvæntra áfalla. Þeir hafa báðir orðið til fyrir tilverknað kjarasamninga og er framlag atvinnurekenda í sjóðina hluti af umsömdum kjörum sjóðsfélaga, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980, um starfs kjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda ... Sjóðirnir eru því í eðli sínu samtryggingarsjóðir sem hluti af stærri heild er myndar starfskjör viðkomandi stéttar. Hinir umdeildu sjóðir BHM hafa sérstakan og sjálfstæðan fjárhag. BHM veitir sjóðunum þjónustu á skrifstofu sinni gegn ákveðnu endurgjaldi. Ársreikningar þeirra, sem sæta skulu endurskoðun af hálfu annarra endurskoðenda en þeirra sem annast endurskoðun og gerð ársreikninga fyrir varnaraðila, skulu lagðir fyrir ársfundi fulltrúaráða sjóðanna en þeir fara með málefni þeirra ásamt sérstaklega kjörnum sjóðsstjórnum. Ársreikningarnir skulu jafnframt lagðir fram á aðalfundi varnaraðila en einungis til kynningar. Í ársreikningi varnaraðila sjálfs gætir ekki áhrifa sjóðanna í efnahags­ og rekstrarreikningi. Sjóðirnir eru þannig sérstakar fjárhagslegar einingar innan vébanda BHM. Fram á það hefur ekki verið sýnt að þessir sjóðir geti ekki átt 1994 FÍH gengur í BHM 1995 Skýrsla um kosti og galla aðildar 1999 FÍH leggur fyrst til hámarksárgjald í BHM Vorið 2007 Vinnuhópur endurmetur aðild September 2007 Aukaaðalfundur FÍH um aðild Apríl 2009 Lokatilraun til þess að lækka hámarks­ árgjald BHM Maí 2009 Aðalfundur FÍH ákveður að ganga úr BHM September 2009 Úrsagnarbréf sent Nóvember 2009 Fjárhagskröfur lagðar fram
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.