Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 21
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 17 réttindi og borið skyldur að landslögum og þannig verið löghæfir í skilningi 1. mgr. 16. gr. laga nr. 91/1991. Að öllu þessu virtu telur gerðardómurinn að sjúkrasjóður og styrktarsjóður varnaraðila séu ekki eign hans í skilningi eignarréttar. Sóknaraðili getur því ekki átt kröfu til hlutdeildar í eignamyndun sjóðanna á ákveðnu tímabili á grundvelli ákvæðis í 21. gr. laga varnaraðila um eignamyndun hans sjálfs. Ber þannig að sýkna varnaraðila af kröfum sóknaraðila.“ Gerðardómurinn taldi sem sagt að eignamyndun styrktarsjóðs og sjúkrasjóðs BHM ætti ekki að vera hluti uppgjörs eftir úrsögn FÍH úr BHM. Gerðardómurinn taldi að eignamyndun styrktarsjóðs og sjúkrasjóðs BHM ætti ekki að vera hluti uppgjörs eftir úrsögn FÍH úr BHM. Stjórn FÍH fjallaði ýtarlega um niðurstöðu gerðardómsins og leitaði ráðgjafar lögmanna um mögulegar leiðir til réttlátrar niðurstöðu. Á fundi stjórnarinnar 26. apríl 2011 var ákveðið að sækja viðurkenningarmál um að hjúkrunarfræðingar ættu rétt í styrktar­ og sjúkrasjóði BHM. Málaferli vegna aðildar – héraðsdómur og Hæstiréttur Hinn 26. október 2012 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli sem lögmaður FÍH hafði höfðað á hendur styrktarsjóði BHM fyrir hönd Láru Bryndísar Björnsdóttur hjúkrunarfræðings til viðurkenningar á aðild hennar að sjóðnum (E­4859/2012). Aðdragandi málsins var sá að 14. janúar 2010 hafði umsókn Láru Bryndísar um styrk úr styrktarsjóði BHM verið hafnað á þeirri forsendu að FÍH væri ekki meðal aðildarfélaga BHM. Aðildar að sjóðnum var krafist með þeim rökum að Lára Bryndís uppfyllti öll skilyrði fyrir sjóðsaðild samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins auk þess sem kjarasamningsbundin framlög launagreiðenda hennar hafi ætíð borist sjóðnum. Hvergi í skipulagsskrá sjóðsins sé tekið fram að eingöngu félagsmenn í aðildarfélögum BHM geti átt aðild að sjóðnum enda var það ekki með þeim hætti í framkvæmd. Sem dæmi má nefna að prófessorar og embættismenn fengu einstaklingsbundna aðild að sjóðnum samkvæmt ákvörðun Kjararáðs frá 19. desember 2006. Rétt er að geta þess, svo öllu sé til haga haldið í þessu máli, að Héraðsdómur Reykjavíkur hafði með dómi 26. mars 2012 vísað máli Láru Bryndísar (mál E­4859/2011) frá dómi með vísan til þess að hún hefði ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Stjórn FÍH samþykkti á fundi sínum 27. mars 2012 að kæra frávísunina til Hæstaréttar. Hæstiréttur kvað upp úrskurð í kærumálinu 25. maí 2012 og lagði fyrir héraðsdóm „að taka mál þetta til efnismeðferðar“. Í dómsorði héraðsdóms 26. október 2012 er styrktarsjóður BHM sýknaður af kröfu Láru Bryndísar um aðild. Niðurstaðan virðist í grunninn ráðast af þeirri túlkun að aðild FÍH að BHM sé skilyrði fyrir aðild Láru Bryndísar að styrktarsjóði BHM. Alveg er horft fram hjá því að ýmsir aðilar eiga aðild að sjóðnum þó þeir séu ekki í aðildarfélögum BHM. Í dómsorði héraðsdóms 26. október 2012 er styrktarsjóður BHM sýknaður af kröfu Láru Bryndísar um aðild. Á fundi stjórnar FÍH 13. nóvember 2012 var samþykkt að styðja Láru Bryndísi í að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Hæstiréttur ákvað að nauðsynlegt Desember 2009 BHM hafnar kröfu um hlutdeild í styrktarsjóði Ágúst 2010 Gerðardómur tekur til starfa Nóvember 2012 Stjórn FÍH áfrýjar til Hæstaréttar Janúar 2013 Hæstiréttur hafnar beiðni um áfrýjunarheimild Desember 2010 Gerðardómur kveðinn upp Apríl 2011 Stjórn FÍH sækir viðurkenningarmál Mars 2012 Héraðsdómur Reykjavíkur vísar málinu frá Maí 2012 Hæstiréttur skipar héraðsdómi að taka málið til meðferðar Október 2012 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknar BHM

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.