Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Page 22

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Page 22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201318 væri að sækja um áfrýjunarleyfi vegna málsins en þess er almennt þörf ef beinir fjárhagslegir hagsmunir af málinu nema ekki áfrýjunarfjárhæð sem nú er rúmar 700.000 krónur. Lögmenn FÍH töldu að skilyrði fyrir áfrýjunarheimild væru uppfyllt enda væri um prófmál að ræða sem hefði þýðingu fyrir alla félagsmenn í FÍH sem voru í styrktarsjóði BHM við úrsögn FÍH úr bandalaginu. Með bréfi Hæstaréttar dags. 28. janúar 2013 var Láru Bryndísi tilkynnt að umsókn hennar um áfrýjun dóms Héraðsdóms Reykjavíkur hefði verið hafnað. Tilgreint er að lagaskilyrði til að verða við beiðninni hafi ekki verið fyrir hendi. Málaferlum vegna úrsagnar FÍH úr BHM var þar með lokið. Stofnun bráðabirgðastyrktar- og sjúkrasjóðs FÍH Í byrjun árs 2010 sótti fjöldi félagsmanna FÍH um styrki úr styrktarsjóði og sjúkrasjóði BHM. Öllum umsóknunum var hafnað á þeirri forsendu að FÍH væri ekki meðal aðildarfélaga BHM. Á stjórnarfundi FÍH 9. mars 2010 var samþykkt að setja á fót styrktar­ og sjúkrasjóð FÍH. Þetta taldi stjórn FÍH nauðsynlegt sem lið í því að tryggja réttindi sinna félagsmanna enda höfðu BHM og stjórn styrktarsjóðs og sjúkrasjóðs BHM hafnað kröfu FÍH um áframhaldandi aðild félagsmanna FÍH að sjóðunum. Þó í umfjöllun hér á eftir verði eingöngu vísað til styrktarsjóðs FÍH á sambærilegt við um sjúkrasjóð FÍH. Styrktarsjóði FÍH var ætlað, að minnsta kosti á meðan ekki hafði verið leyst úr ágreiningi þeim sem laut að styrktarsjóði BHM, að gegna sams konar hlutverki og síðarnefndi sjóðurinn og tryggja félagsmönnum FÍH réttindi sambærileg þeim sem þeir nutu áður hjá styrktarsjóði BHM. Í bráðabirgðaákvæði í starfsreglum styrktarsjóðs FÍH, sem voru samþykktar á stjórnarfundi 9. mars 2010, er stofnun og tilvist sjóðsins með hliðsjón af ágreiningi FÍH og BHM útskýrð ýtarlega: 1. Til [styrktarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga] er stofnað í kjölfar úrsagnar FÍH úr BHM. Í kjölfar úrsagnar­ innar kom upp ágreiningur milli FÍH og BHM sem varðar [styrktarsjóð BHM]. FÍH telur að annað tveggja sé fyrir hendi, réttur til hlutdeildar í eignamyndun [sjóðsins] eða til áframhaldandi aðildar að [sjóðnum] en því hefur verið hafnað. Því hefur stjórn FÍH fengið fyrirgreiðslu hjá vinnudeilusjóði til þess að koma á fót og fjármagna [styrktarsjóð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga]. Hlutverk sjóðsins er að tryggja hjúkrunarfræðingum sambærileg réttindi og styrktarsjóður BHM veitir á meðan leyst er úr áðurnefndum ágreiningi. Starfsemi sjóðsins til fram­ tíðar ræðst af niðurstöðu ágreinings FÍH og BHM. 2. Verði lyktir ágreiningsins þær að áfram haldandi réttur er til aðildar að [styrktar sjóði BHM] skal stjórn FÍH leggja [styrktarsjóð Félags íslenskra hjúkrunar fræðinga] niður í samræmi við grein þessa. Ef sjóðurinn í heild er lagður niður skal ráðstafa eignum hans, þ.m.t. því fé sem sjóðurinn á rétt á frá framangreindum [sjóði] BHM vegna framsals frá styrkþegum, til endur greiðslu lána sem tekin hafa verið vegna starf seminnar og að öðru leyti í samræmi við almenna hagsmuni FÍH. Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til endurgreiðslu lána ber FÍH ábyrgð á slíkri endurgreiðslu. Borgartún 6 þar sem eru skrifstofur BHM. Eins og fram kemur í samþykkt stjórnar­ fundarins átti „að tryggja hjúkrunar­ fræðingum sambærileg réttindi og styrktar sjóður BHM veitir á meðan leyst er úr áðurnefndum ágreiningi“. Úthlutunar reglur bráðabirgðasjóða FÍH voru því þær sömu og hjá sjóðum BHM. Tekjur styrktarsjóðs FÍH, greiðslur launa­ greiðenda sem námu 0,55% af launum hjúkrunarfræðinga, áttu að standa undir styrkveitingum. Fjöldi styrkumsókna í bráðabirgðasjóðinn óx jafnt og þétt allt frá stofnun sjóðsins. Því varð fljótt ljóst að tekjur sjóðsins nægðu ekki fyrir gjöldum miðað við úthlutunarreglurnar sem nauðsynlegt var að héldu gildi sínu á meðan á málaferlunum stóð. Það varð fljótt ljóst að tekjur sjóðsins nægðu ekki fyrir gjöldum miðað við úthlutunarreglurnar sem nauðsynlegt var að héldu gildi sínu á meðan á málaferlunum stóð. Í bókun 4 með kjarasamningi FÍH við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, sem undirritaður var 4. júní 2011, segir:

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.