Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Síða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Síða 31
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 27 menningar heimum má segja að upp­ bygging bókar innar spegli á skemmti­ legan hátt nútíma hjúkrun í alþjóða sam­ félaginu og þá þann mikla vanda sem hjúkrunar fræðingar standa and spænis varðandi menninga r tengda skil greiningu á því hvað sé fjölskylda. Fjölskyldumeðferð sem slík hefur lengi verið skilgreind sem sjálfstæð fræði grein og er stunduð af hinum ýmsu fagstéttum innan geðheilbrigðisgeirans og kennd á háskólastigi nemendum með þverfaglegan bakgrunn. Það kemur ágætlega fram í bókinni að fjölskyldu hjúkrun spannar breiðara svið en fjölskyldu meðferð sem slík en hugtökin fjölskyldu hjúkrun, kerfa­ kenningamiðuð fjölskylduhjúkrun og fjölskyldumeðferð eru notuð í bókinni til skilgreiningar á mismunandi við­ horfum hjúkrunarfræðingsins til viðfangs­ efnisins. Það er hins vegar svolítið óljóst hvenær höfundar telja að hjúkrunar­ fræðingar, sem sinna fjölskyldum, stundi fjölskylduhjúkrun, kerfa kenninga­ miðaða fjölskylduhjúkrun eða fjölskyldu­ meðferð. Það er því þörf á að skoða betur notkun þessara hugtaka innan fjölskylduhjúkrunar. Einnig mætti koma skýrar fram að fjölskylduhjúkrun nýtir sér gagnreyndar aðferðir fjölskyldu­ meðferðarfræða í greiningu, samskipta­ tækni og meðferðarinngripum. Lesturinn hefur að öllu jöfnu hvetjandi áhrif á lesandann til að sinna fjölskyldu­ einingunni betur og fjölskylduhjúkrun er gerð áhuga verð. Bókin gefur ágætisyfirlit yfir hin margvíslegu störf hjúkrunarfræðinga með fjölskyldum. Rannsóknarniðurstöður eru kynntar og gagnrýndar. Lesandinn er vakinn til umhugsunar um eigið starf með fjölskyldum og kynntar eru leiðir til að nema fjölskylduhjúkrun. Lesandinn er vakinn til umhugsunar um það hvort fjölskyldum sé sinnt eins og skyldi, hvað þurfi að breytast og hvað reynslan hafi kennt okkur á þessari stuttu þróunarsögu fjölskylduhjúkrunar. Edda Arndal, MA­MFT, er hjúkrunar fræðingur á göngudeild BUGL og para­ og fjölskyldu­ ráðgjafi (marriage and family therapist) með eigin stofurekstur. Formannskosning endurtekin Kosið var í byrjun mars um nýjan formann Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en sex félagsmenn voru í framboði. Úrslit urðu þannig að Ólafur G. Skúlason hlaut flest atkvæði og því kosinn formaður. Mjótt var á mununum en Ólafur hlaut 565 atkvæði og Vigdís Hallgrímsdóttir 564 atkvæði. Þrír frambjóðendur mynduðu næsta hóp en Margrét Guðjónsdóttir fékk 249 atkvæði, Herdís Gunnarsdóttir 239 og Ragnheiður Gunnarsdóttir 223. Að lokum hlaut Elín Hanna Jónsdóttir 45 atkvæði. Vigdís kærði kosninguna til kjörnefndar þar sem hún taldi galla vera á talningu póstatkvæða. Nokkrum dögum áður hafði stjórnin að eigin frumkvæði leitað eftir áliti hæstaréttarlögmanns á lög- mæti formannskosningarinnar af svipuðum ástæðum. Kjörnefnd tilkynnti 4. apríl sl. að hún hefði ákveðið að ógilda kosninguna. Kosningin verður því endurtekin í apríl. Til þess að nýr formaður geti tekið við á aðalfundinum verður honum frestað og mun fara fram 31. maí nk.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.