Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 32
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201328 Gott er fyrir hjúkrunarfræðinga að kunna skil á sárameðferð en margt hefur breyst í þeim efnum undanfarin ár. Guðbjörg Pálsdóttir mun ásamt öðrum sérfræðingum skrifa pistla um sárameðferð og meðal annars taka fyrir hreinsun sára, umbúðir, sárasogsmeðferð og sýkingar í sárum. Hér er fyrst fjallað um hvernig má fara að því að meta sár. STAÐLAÐ MAT Á SÁRUM Öll sár fara í gegnum ákveðið ferli frá því þau myndast og þar til þau gróa. Sárgræðsluferlið er flókið ferli sem felur í sér samskipti fruma og boðefna. Orsök sáranna og aðstæður í sárbeði hafa áhrif á þetta ferli en ýmsa þætti, sem tengjast almennu heilsufari og umhverfi einstaklingsins, þarf einnig að hafa í huga. Þegar sár er metið er gott að hafa til hliðsjónar uppbyggingu húðarinnar og sár græðsluferlið. Við mat á sárum er upplýsingum safnað um ástand sárbeðs, sárkanta og húðarinnar næst sárinu. Nauðsynlegt er að hafa lýsingar eins hlutlægar og á eins stöðluðu máli og unnt er og skrá á viðeigandi stað í sjúkra­ eða heilsufarsskrá sjúklings. Við mat á sárum eru eftirfarandi þættir lagðir til grundvallar. Guðbjörg Pálsdóttir, gudbjorgpals@gmail.com Staðsetning vefjaskaða á líkamanum Nákvæm lýsing á staðsetningu er gagn­ leg, ekki síst ef um fleiri en eitt sár er að ræða. Þá getur lýsing á staðsetningu einnig gefið vísbendingu um orsök sárs og viðeigandi inngrip. Umfang vefjaskaða Hér er átt við hversu djúpt inn í eða gegnum húðina vefjaskaði nær. Oft er talað um yfirborðssár þegar vefjaskaði er aðeins í húðþekju eða inn í leðurhúðina. Fullþykktarsár er vefjaskaði sem nær inn í öll þrjú húðlögin, húðþekju, leðurhúð og undirhúð eða þaðan af dýpra. Máli skiptir að meta hvort sár er opið inn að beini eða inn í liði. Stöðluð flokkunarkerfi eru til og notuð fyrir mismunandi tegundir sára. Þrýstingssár eru til dæmis flokkuð eftir umfangi vefjaskemmdar í 1.­4. stigs sár samkvæmt flokkunarkerfi EPUAP. Einnig eru slík flokkunarkerfi til fyrir brunasár og sykursýkisár. Stærð sárs Til eru mismunandi aðferðir við að meta stærð sára. Til að meta framvindu og það hvort sár fer minnkandi eða stækkandi hentar vel að nota einnota reglu stiku­ strimla og mæla lengd og breidd og dýpt. Málin er tekin þannig að mælt er þar sem sárið er lengst og síðan hornrétt á það þar sem sárið er breiðast. Hentugast er að mæla dýpt með því að stinga bómullarpinna ofan í sárið og mæla með reglustiku hversu djúpt pinninn hefur farið. Sama gildir um vasa og göng (mynd 1). Vasi eða hellir kallast vefjaskemmd eða vefjatap undir heilli húð. Göng er frekar notað um þröng op í sárbotni sem ná niður í dýpri vefjalög. Lögun sárs Stærð sárs mæld með fyrrgreindri aðferð segir ekkert um lögun sársins. Í þeim tilgangi að lýsa lögun sárs getur verið gott að grípa til lýsingarorða eins og aflangt, kringlótt, þríhyrningslaga, skeifulaga eða óreglulegt að lögun eftir því sem við á. Ef sárbotn er óreglulegur eða göng eða vasar eru í sári þarf að tilgreina það. Útlit á sárbeði Vefjagerð í sárbeði gefur til kynna hvort sár er í gróanda eða ekki og hvort meðferð ber árangur. Gulur eða svartur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.