Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Page 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Page 39
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 35 Elísabet á þrítugsaldri en myndin fylgdi umsókn hennar í Hjúkrunarskólann. í þeim athöfnum sem slíku fylgja. Ég missti tvo bræður mína af slysförum og svo var þetta á þeim tímum þegar mikið var um berkla. Ein frænka mín dó úr berklum fermingarvorið sitt og ég heimsótti hana daglega. Börnin fæddust heima, fólkið lá veikt heima og það þurfti að hlú að því eins og mamma sagði svo oft. Ég kynntist strax miklum sorgum sem hafa að vissu leyti mótað okkur öll á mínu heimili. Já, maður tók virkan þátt í þessu öllu. Ég vil meina að þetta hafi haft töluvert mikil áhrif á mitt uppeldi og mín störf.“ Hefði getað endað sem nuddlæknir Svo kom að því að Elísabet hélt suður til Reykjavíkur og fór í hjúkrunarnámið en áður en að því kom vann hún hjá Karli Jónssyni nuddlækni. „Það var afskaplega yndislegur tími og mér finnst ég hafa lært mikið af því að vera hjá Karli. Hann var sérfræðingur í gigtarsjúkdómum og hjá honum vann ég í þrjú ár eða þar til ég komst í hjúkrunarskólann. Karl vildi að ég færi til Danmerkur og lærði nuddlækningar en úr því varð ekki því að ég þurfti að bíða svo lengi eftir að komast í skólann sem hann ætlaði að hjálpa mér að komast í. Ég sé svo sem ekkert eftir því en sjálfsagt hefði það getað orðið ágætt.“ Úr Hjúkrunarskólanum útskrifaðist Elísabet árið 1954 og fór þá til Danmerkur og var þar eitt sumar. Hún hafði ætlað sér að vera þarna í 9 eða 10 mánuði og bæta við sig í náminu en þar sem hún gekk með barn endaði það með því að hún fór heim fyrr en ætlað hafði verið. „Ég var á krabba meinsdeild karla á Ríkis spítalanum í Kaupmanna höfn og þar fannst mér ég læra ýmislegt. Það er kannski kómískt að segja frá því en mér fannst voða skemmtilegt að á sunnudögum þegar búið var að gefa öllum góðan morgunverð eins og Danir gera og gera alla fína þá var sjúklingunum boðið upp á einn snafs til að hressa þá eftir morgunþrifin og huggulegheitin. Mér fannst þetta skemmtilegt þá og mér finnst þetta enn þá hafa verið góður siður.“ Eftir þessa Danmerkurmánuði eignaðist Elísabet barnið og fór síðan að taka aukavaktir á Hvítabandinu, sem er á horni Kárastígs og Skólavörðustígs fyrir þá sem það ekki vita. „Það var yndislegt að vera á Hvítabandinu, líkast því að þarna væri lítil, góð fjölskylda. Húsið var svo fallegt og ekki var síður fallegt inni, og á öllum stofum voru nöfn þeirra sem höfðu gefið til spítalans. Í hvert skipti, sem ég kem þangað inn, minnist ég þessa og finnst skaði að nöfnin skuli hafa verið tekin niður. Ég vann á Hvítabandinu öðru hvoru og það var gjarnan kallað á mig þegar komu bráðaaðgerðir. Ég reyndi svo sannarlega að gegna alltaf kalli því mér fannst gott að vera á Hvítabandinu og það var mikil blessun yfir þessum stað.“ Fatapakkarnir voru fallegur siður Elísabet byrjaði mjög snemma að vinna fulla vinnu og fór næst að vinna á lyflækningadeild á Landspítalanum. Hún fór einnig um tíma til Vestmannaeyja í afleysingar en þar hafði hún verið á meðan hún var í hjúkrunarnáminu. Þar sem Vestmannaeyjar eru og voru útgerðar­ og fiskvinnslubær liggur beint við að spyrja hvort mikið hafi komið af slysum inn á sjúkrahúsið. Elísabet segist ekki minnast þess sérstaklega en nefnir þó að mjög algengt hafi verið að sjómennirnir, sem komu á spítalann, hafi verið með sár á úlnliðunum eftir kaðlana sem þeir voru að vinna með. „Svo voru þeir oft illa búnir bresku sjómennirnir. Þeir áttu ekki nógu hlý föt og mér fannst það svo fallegur siður í Vestmannaeyjum að alltaf var til pakki af fötum, sokkum og vettlingum og fleiru, til að gefa þeim þegar þeir fóru aftur af spítalanum.“ Árið 1956 giftist Elísabet Arnari Jónssyni og sama ár eignuðust þau soninn Ingólf. Arnar var matreiðslumeistari og hafði verið á sjó öll stríðsárin sem kokkur. Eftir Vestmannaeyjadvölina vann Elísabet bæði á Borgarspítalanum og á lyflækningadeild á Landspítalanum og einnig fór hún að kenna í Hjúkrunarskóla Íslands. „Ég kenndi verklega hjúkrun og var svolítið í því að kvelja fólk í prófum,“ segir hún og brosir. „Mér fannst mjög skemmtilegt að kenna hjúkrunarnemunum og þetta var gott hvað með öðru, að kenna og vinna úti á deildunum og hentaði mér vel og það þótt ég væri nú ekki miklu eldri en sumar stúlkurnar sem voru í skólanum.“ Og enn átti eftir að bætast í reynslubanka Elísabetar þegar hún fór að vinna á sjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli sem færði hana svolítið nær því sem hún átti eftir að gera í heil átta ár. Þau hjónin tóku sig nefnilega upp og fóru til Bandaríkjanna. Arnar hafði oft komið þangað á stríðsárunum og auk þess hafði systir hans flutt til Kaliforníu og bað þau hjón að koma og heimsækja sig. „Fyrst fórum við reyndar í heimsókn og ætluðum bara að vera í eitt ár. Ég vildi náttúrlega hafa eitthvað að gera og mig langaði til að kynnast sjúkrahúsunum þar úti. Við bjuggum í lítilli borg sem heitir San Rafael og er skammt frá San Francisco. Þar enduðum við hjónin með því að vinna bæði tvö á dönsku öldrunarheimili. Arnar fékk þar fasta vinnu en ég tók vaktir. Ég var svolítið hissa á því þegar ég fór að vinna í Bandaríkjunum að þar vann maður með sömu tækjum og lyfjum og ég hafði gert hér heima og að sjálfsögðu voru svo þarfir sjúklinganna þær sömu. Fékk vinnu á litlum spítala í Kaliforníu Svo gerðist það einn daginn að ég fór í göngutúr með son minn og gekk fram hjá litlum spítala sem eiginlega minnti mig á Hvítabandið. Þá hugsaði ég að nú vantaði mig fasta vinnu og datt í hug að kanna hvort ég gæti

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.