Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Side 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Side 41
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 37 sögurnar voru skelfilegar sem maður heyrði úr stríðinu.“ Eftir að fjölskyldan kom heim fór Elísabet aftur að kenna í hjúkrunarskólanum en fór svo fljótlega að vinna á Borgar­ spítalanum þar sem hún var hjúkrunar­ framkvæmdastjóri frá 1975 til 1982. En hún gerði fleira á þessum árum. Hún hafði um tíma sinnt þeim sem farið höfðu í stómaaðgerð og nú fengu Stómasamtökin hana til að fara til Cleveland í Ohio til að læra stómahjúkrun. Það var árið 1974 og var hún fyrsti hjúkrunarfræðingurinn sem fór í þetta nám. Að því loknu sinnti hún sjúklingum sem fóru í stómaaðgerðir í Reykjavík og einnig kenndi hún hjúkrunarnemunum í Hjúkrunarskólanum um stóma. Sérnám í geðhjúkrun Þegar Nýi hjúkrunarskólinn tók til starfa var í fyrsta sinn hægt að fara í sérnám í hjúkrun á Íslandi. Elísabet valdi að bæta við sig sérnámi í geðhjúkrun. „Þetta var alltaf mitt aðaláhugamál, veit ekki hvers vegna. Held að ég hafi kynnst svo ung dauðanum, veikindum og sorg og verið virkur þátttakandi í því. Ég var til dæmis ekki nema 10 ár þegar ég fór með mömmu í kirkjuna að ganga frá líki til greftrunar. Svo var það andlát bræðra minna og líka það að fólk var heima við allar aðstæður. Börnin fæddust heima og fólkið lá veikt og dó og allt var þetta inni á heimilunum. Kannski hefur þetta orsakað áhuga minn en það er mikið lán að ég hef alltaf gengið glöð til minna starfa.“ Elísabet fór einnig í nám í hjóna­ og fjölskylduþerapíu hjá Håkon Scheriesön sem er norskur en hafði mikið verið í Þýskalandi. Þetta var áfanganám sem tók þrjú ár og fór kennslan fram um helgar. „Námið var mjög merkilegt og ég lærði margt sem ég ekki kunni fyrir og gat nýtt mér þegar ég vann á geðdeildinni en ég var deildarstjóri á dag­ og göngudeild geðdeildar frá 1982. Þar nýttist mér ekki síður vel það sem ég hafði lært í geðnáminu. Ég tók þátt í margs konar hópmeðferð og tók líka virkan þátt í viðtölum og einstaklingsmeðferð. Ég er svo sem búin að koma víða við.“ Elísabet bætir við að hún hafi endað starfsferilinn á Landakoti og þar tók hún þátt í að setja upp teymi sem skyldi vera stuðningsteymi fyrir líknandi meðferð. Í markmiðum að undirbúningi teymisins á Landakoti segir meðal annars að þegar lækning sé ekki lengur möguleg taki líknarmeðferð við. Þar sé markmiðið að veita þann stuðning sem miðar að því að einstaklingurinn geti dáið friðsæll með virðingu og reisn. Í teyminu voru hjúkrunar fræðingar, sjúkraþjálfari, barna­ læknir, sjúkrahúspresturinn og fleiri. Sam svarandi teymi hafði áður verið sett upp á Borgarspítalanum en á þessum tíma var líknarmeðferðin að ryðja sér hér til rúms en nú fer hún ekki hvað síst fram á líknar deildinni í Kópavogi. Átakanlegt atvik Að lokum er rétt að spyrja Elísabetu hvaða atvik komi fyrst upp í hugann, atvik sem hafi haft mikil áhrif á hana á langri starfsævi, en án efa sé erfitt að velja eitthvað eitt. Hún situr hljóð um stund en segir svo: „Upp í huga minn kemur atvik sem gerðist þegar ég var einu sinni að vinna á slysadeildinni á Landspítalanum. Ungur maður hringir og segist vera með svo veikan dreng, hvað eigi hann að gera. Ég segi: „Komdu með hann eins og skot. Læknirinn tekur á móti manninum sem kemur með barnið sitt vafið í teppi og þegar við tökum við drengnum er hann dáinn. Ég held að þetta sé eitt af því sem ég mun aldrei gleyma í lífinu. Það kannski undirstrikaði mína eigin lífsreynslu því ég hafði reyndar misst barn sem var hjartasjúklingur og lifði bara eitt ár. Ég held ég hafi tekið manninn í fangið. Það þurfti mikla sálfræði og skilning á svona stund en allt kennir þetta manni og færir manni ómetanlega lífsreynslu,“ segir Elísabet Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur sem hefur komið víða við á langri og farsælli starfsævi. Fr ét ta pu nk tu r Bókin Lífs-Kraftur er nú kominn út í þriðju útgáfu. Kraftur, stuðnings- félag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess, gefur hana út. Í henni er að finna hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinst hafa með krabbamein. Nýjung í þessari útgáfu eru persónulegar reynslusögur en þar er meðal annars fjallað af hreinskilni um erfið umræðuefni eins og kynlíf og geðheilsu. Einnig er fjallað um viðbótarmeðferð, náttúrulyf, jurtalyf og náttúruvörur. Sagt er frá stuðningsneti Krafts en þar geta sjúklingar og aðstandendur fundið stuðningsfulltrúa og fengið handleiðslu sálfræðings. Fræðsluritið er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur greinst með krabba mein eða er aðstandendur, vinir eða vinnu félagar. Þeir sem eru með annan langvinnan sjúkdóm ættu einnig að geta nýtt sér innihald bókarinnar og bókin veitir ekki síður heilbrigðisstarfsfólki góðar upplýsingar. Aftast í ritinu er listi yfir vefsíður þar sem finna má ítarlegri upplýsingar og frekari fróðleik. Bókinni er dreift ókeypis auk þess sem hún er aðgengileg í heild sinni á heimasíðu Krafts. Góðar upplýsingar fyrir krabbameins- sjúklinga Stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbam ein og aðstandendur LÍFS-KRAFTUR ÞEGAR LÍFIÐ TEKUR ÓVÆNTA STEFNU LÍFS -K R A F TU R Þ egar lífið tekur óvæ nta stefnu Hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem greinst hafa með krabbam ein og aðstandendur

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.