Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 45
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 41 HVAÐ VERÐUR UM HJÚKRUNARMINJASAFNIÐ? Einn af fyrstu einkennisbúningum hjúkrunarkvenna var saumaður 1926 og borinn af hjúkrunarkonum í heilsuvernd. Með honum var dökkblár hattur með blæju og merki félagsins á borða á vinstri handlegg. Kápan kostaði 150 kr. Hjúkrunarnemabúningur frá 1930. Höfuðfat var blæja. Samstarf við Lækningaminjasafnið Í janúar 2011 er gerður samstarfs­ samningur milli Félags íslenskra hjúkr unar­ fræðinga og Lækninga minjasafns Íslands um varð veislu hjúkrunarminja og sam starf um miðlun á sögu hjúkrunar. Eftir að samstarfssamningurinn var gerður fluttust munir félagsins, úr geymslu FÍH og úr bílskúr undirritaðrar, að Bygg görðum 7 sem er geymsluhús og vinnu aðstaða Lækninga minjasafnsins. Það hús var keypt fyrir gjafafé prófessors Jóns Steffensen sem var frum kvöðull í söfnun heilbrigðis minja. Mikill hvalreki var að komast með þessu móti í samstarf við frábært fagfólk Lækninga­ minjasafnsins þar sem húsum réð verk­ stjóri með sérmenntun bæði í sagn fræði og safna fræði, fyrir nú utan að vera haldin ódrepandi áhuga og væntum þykju á starfinu og er slíkur starfsmaður vandfundinn og ekki á hverju strái. Nú eru um 900­1000 gripir skráðir í Hjúkrunar minja safninu. Undirrituð hefur einnig skráð tölu vert af munum sem komu frá félaginu í Lækninga minjasafnið en þeir áttu að mínu mati frekar heima þar en í Hjúkrunar minjasafninu. Í skráningunni kemur fram hvaðan munirnir komu. Á því sama ári 2011, eða skömmu eftir að St. Jósefsspítala var lokað, kom töluvert af munum þaðan til safnsins en búið er að skrá þá og ganga frá. Vel hefur gengið að skrá og ganga frá munum þó að ekki sé því lokið en töluverð vinna er eftir við að ganga frá gömlum myndum. Það sem eftir er, svo sem ýmislegt sem tilheyrir ýmsum sérgreinum læknisfræðinnar, er enn ófrágengið. Þó að búið sé að ganga frá þeim munum, sem komu frá FÍH, eru ógrynni af minjum enn á Landspítala og fleiri stöðum, sem vonandi koma síðar inn í safnið, þannig að í raun er vinnan rétt komin af stað við söfnun og skráningu hjúkrunarminja. Efndir Seltjarnanesbæjar við Lækningaminjasafnið Samstarfssamningur var gerður við Sel­ tjarnar nes bæ 2007 þar sem bærinn tók að sér uppbyggingu og rekstur Lækninga minjasafnsins. Stofnskrá safnsins var samþykkt árið 2009. Við sem starfað höfum við safnið síðastliðin ár trúðum því að búið væri að ákveða endanlegan stað fyrir Lækningaminjasafn sem ég vildi helst kalla Heilbrigðisminjasafn. En Adam var ekki lengi í Paradís. Annað kom á daginn okkur að óvörum svo ekki sé meira sagt. Í desember fyrra árs fór að kvisast að Seljarnarnesbær vildi draga sig út úr starfsemi safnsins. Fóru þá í hönd fundahöld. Fregnir af fyrsta fundinum voru þær að safnið yrði rekið af Seltjarnarnesbæ að minnsta kosti út árið 2013 og ætti á meðan að skoða leiðir til annars rekstrarforms. Fáeinum dögum síðar var aftur fundað og þá tilkynnti bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar að safninu yrði lokað 31. desember 2012. Þegar bærinn sagði sig frá samningnum 1. janúar 2013 tók mennta­ og menningarmálaráðuneytið við ábyrgð á safninu að beiðni bæjarins. Mér er spurn: Hvað er í gangi? Er hægt að taka slíkar ákvarðanir bara sísvona eins og ekkert sé? Eða eru þetta talin eðlileg vinnubrögð? Nú hefur Þjóðminjasafn Íslands tekið við safninu og óvíst er um fram hald mála. Margar spurningar vakna. Hvernig ætlar til dæmis Seltjarnarnesbær að skilja við þetta mál? Hvað framtíðin ber í skauti sér er ekki auðvelt að sjá þessa stundina en vonandi rofar til þannig að ekki líði alltof langur tími þar til hægt verður að líta gripina augum.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.