Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Síða 47

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Síða 47
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 43 Ásdís Elfarsdóttir Jelle er hjúkrunarfræðingur á gæða­ og sýkingavarnadeild Landspítalans. haft einkenni í nokkrar vikur eða mánuði. Þeir skilja út veiruna í saur allan þann tíma. Viðkvæmir sjúklingahópar eru til dæmis aldraðir einstaklingar, ónæmisbældir einstaklingar og hjartasjúklingar (Green, 2007; Said o.fl., 2008). Nóróveira er greind með PCR­tækni en þá er leitað að merki um veiruna í saur og tekur 7­8 klst. að framkvæma prófið (Green, 2007). Mörg dæmi eru um faraldra og lokanir deilda af völdum nóróveira á erlendum sjúkrahúsum (Cieslak og Lee, 2009; Rhinehart o.fl., 2012). Rannsóknir sýna að veiran finnst á mörgum snertiflötum í umhverfinu, meðal annars á salernum (Gallimore o.fl., 2006; Wu o.fl., 2005). Nóróveirusýkingar á LSH Nóróveirur berast inn á LSH með sjúklingum sem leggjast inn með sýkingu af völdum veirunnar. Starfsmenn og gestir bera einnig veiruna inn á stofnunina og geta smitað sjúklinga og starfsfólk. Á LSH eru í gildi leiðbeiningar um við­ brögð við nóróveirusýkingum sem hafa það að markmiði að hindra dreifingu veirunnar. Það krefst þess að sjúklingur, sem hefur einkenni sem geta samrýmst nóróveirusýkingu, sé einangraður meðan hann er með einkenni og í tvo sólarhringa eftir að einkenni ganga yfir. Einangrun fer eftir smitleiðum, það er snertismits­ og hugsanlega dropasmitseinangrun. Einangra þarf sjúkling í einbýli með sér salerni og helst einnig sturtu, annars þarf að þrífa og sótthreinsa sturtuna þegar sjúklingurinn hefur notað hana. Starfsfólk klæðist hlífðarbúnaði þegar það fer inn í herbergi sjúklings. Umhverfisþrif eru mikilvæg, bæði dagleg þrif og lokaþrif þegar einangrun er aflétt, því veiran er þolin í umhverfinu. Velja þarf sótthreinsiefni sem vinnur á veirunni. Vanda þarf þrifin og gefa sér góðan tíma til að framkvæma þau. Óvönduð þrif og rangt blandað sótthreinsiefni getur valdið því að ekki tekst að vinna bug á veirum í umhverfinu sem geta þá dreifst til annarra og valdið faraldri á deildinni. Starfsmenn, sem veikjast, eiga að vera frá vinnu í tvo sólarhringa eftir að einkenni ganga yfir. Á LSH eru einbýli, salerni og sturtur takmörkuð auðlind en það hefur áhrif á möguleika á að einangra sjúklinga. Þegar einangra þarf fleiri en 2­3 sjúklinga á deild í Fossvogi eða á Hringbraut horfir fljótt til vandræða. Á Landakoti er hreinlega skortur á einbýlum, salernum og sturtum þó svo að enginn sjúklingur sé í einangrun. Flest sjúklingarými á LSH eru ætluð tveimur til fjórum sjúklingum og oft þurfa allt að 8­10 sjúklingar að deila salerni og sturtu. Einn sjúklingur með nóróveirusýkingu getur þannig sett marga sjúklinga í smithættu áður en hann er einangraður. Skortur á einangrunar aðstöðu á LSH eykur líkur á nóróveirusmiti og það getur leitt til faraldra á stofnuninni. Engan þarf því að undra að LSH hefur ekki farið varhluta af nóróveirufaröldrum á undanförnum árum. Í nóróveirufaröldrum veikjast bæði sjúklingar og starfsmenn og oft hefur þurft að loka deildum til að ná stjórn á aðstæðum. Þegar loka þarf deild raskar það starfsemi stofnunarinnar mikið og hefur áhrif út fyrir deildina þegar sjúklingar, sem með réttu ættu að leggjast inn á lokuðu deildina, þurfa að fara annað. Þetta er gríðarlega dýrt fyrir stofnunina og getur haft áhrif á öryggi sjúklinga. Meðan sjúklingar þurfa að deila herbergjum, salernum og baðaðstöðu er meiri hætta á því að smit dreifist milli þeirra en ef hver sjúklingur er í einbýli með sér salerni og baðaðstöðu. Heimildir Cieslak, P.R., og Lee, L.E. (2009). Recurring norovirus outbreaks in a long­term residential treatment facility – Oregon, 2007. Morbidity and Mortality Weekly Report, 58 (25), 694­ 698. Gallimore, C.I., Taylor, C., Gennery, A.R., Cant, A.J., Galloway, A., Iturriza­Gomara, M., og Gray, J.J. (2006). Environmental monitoring for gastroenteric viruses in a pediatric primary immunodeficiency unit. Journal of Clinical Microbiology, 44 (2), 395­399. Green, K.Y. (2007). Caliciviridae: The noroviruses. Í D.M. Knipe (ritstj.), Field’s Virology (5. útg.), bls. 949­979. Philadelphia: Lippincott Williams &Wilkins. Rhinehart, E., Walker, S., Murphy, D., O’Reilly, K., og Leeman, P. (2012). Frequency of outbreak investigations in US hospitals: Results of a national survey of infection preventionists. American Journal of Infection Control, 40 (1), 2­8. Said, M.A., Perl, T.M., og Sears, C. L. (2008). Gastrointestinal flu: Norovirus in health care and long­term care facilities. Clinical Infectious Diseases, 47 (9), 1202­1208. Wu, H.M., Fornek, M., Schwab, K.J., Chapin, A.R., Gibson, K., Schwab, E., o.fl. (2005). A norovirus outbreak at a long­term­care facility: The role of environmental surface contamination. Infection Control and Hospital Epidemiology, 26 (10), 802­810.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.