Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Qupperneq 49
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 2013 45 útlit þeirra en ekki um hvað hentugast sé fyrir þann sem á að starfa við þær. Standandi starf Fyrir bak og axlar gildir það sama og við sitjandi starf. Miklar stöður reyna mikið á fætur og fótleggi þar sem allur líkamsþungi hvílir á þeim (notið því hentuga vinnuskó). Bezt er að líkamsþunginn hvíli á báðum fótum og sé jafndeilt á hæla og táberg. Varast ber að yfirrétta hnén því það getur leitt til ofteygingar á liðböndum. Hæfilegt bil milli fótanna myndar stærri undirstöðuflöt og veitir því betra jafnvægi. Ef vinna krefst langrar stöðu er mjög gott að gera léttar fótaæfingar. Það eykur blóðrásina, fætur bólgna síður og það fyrirbyggir þreytu. Lyftingar Nauðsynlegt er að jafna vinnunni á stærstu og sterkustu vöðva og liði líkamans. Að beygja mjaðmirnar með rétt hné og lyfta þannig þungum hlut er alrangt. Tekin er sú áhætta að ofreyna og jafnvel skaða hryggvöðva og hryggjarliði. Þegar þungum hlut er lyft frá gólfi er rétt að hafa smábíl milli fótanna (ca. 30 cm), beygja hnén, halla sér áfram (frá mjöðmum), halda bakinu beinu og auka mjóbakssveigjuna smávegis. Síðan er tekið jafnt um hlutinn með báðum höndum, honum haldið þétt að líkamanum og síðan er lyft með því að rétta úr hnjánum. Eitt vil ég leggja ríka áherzlu á, að aldrei má snúa upp á hrygginn þegar þungum hlut er lyft. Þurfi að snúa sér með hann verður það fyrst að gerast eftir að honum hefur verið lyft. Forðist að lyfta of þungum hlut, verðið tvær eða þrjár við það. Hafið í huga að kona á ekki að lyfta hlut sem er þyngri en þriðjungur líkamsþunga hennar. Fyrir karlmenn líggja mörkin mun hærra. Að endingu vil ég eindregið hvetja hjúkrunarfólk til að nota lyftitæki ef það er fyrir hendi. Vonandi hafa augu þeirra, sem lesa grein þessa, opnast fyrir mikilvægi réttra starfsstellinga og þá er tilgangi hennar náð. Svanhildur Elentínusdóttir starfaði sem sjúkra þjálfari 1965­2009. Hún var fyrst á Land spítala og hjá Styrktar félagi lamaðra og fatlaðra en lengst af á Hrafn istu í Reykja vík þar sem hún kom á fót sjúkra þjálfun fyrir aldraðra.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.