Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Side 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Side 52
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201348 Kjarasvið Samningar og réttindagæsla fyrir félags menn er eitt af aðalverkefnum félagsins. Stærsti kostnaðarliðurinn er vegna lögfræðiaðstoðar en nokkur mál hafa komið upp undanfarið þar sem vinnu veitendur hafa ekki staðið rétt að uppsögnum eða breytingum á kjörum félagsmanna. Einstaka mál hefur þurft að reka fyrir dómstólum. Kostnaður vegna lögfræðiaðstoðar nam um 6 milljónum króna en með lögfræðiaðstoðinni hefur gengið vel að semja um mál við vinnuveitendur. Það leiðir oft og tíðum til fjárhagslegs uppgjörs við félagsmann sem fær það að fullu í eigin vasa. Þannig ber félagið í raun allan kostnað af málarekstrinum en félagsmaðurinn uppsker ef málið vinnst eða samið er um það. Því má að vissu leyti líta á aðild að félaginu sem ákveðna starfsmannatryggingu fyrir félagsmenn þar sem þeir fá úrlausn sinna mála fari svo illa að brotið sé á þeim. Þá styrkir kjarasviðið starf svæðisdeilda um 2,3 milljónir ár hvert, meðal annars til fræðslufunda, aðalfunda og annarra verkefna. Fundahald vegna stofnanasamnings á Landspítala kostaði um 1,2 milljónir króna. Þar féll til vinna samninganefndar, kostnaður við fund á Grand hóteli og fleira. Alþjóðasamstarf Skorið hefur verið talsvert niður í alþjóðasamskiptum eftir bankahrunið með tilheyrandi veikingu krónunnar. Árgjöld í félagasamtök erlendis eru þó ríflega 1,6 milljónir kr. Þá þarf að ferðast til og frá fundum hjá Alþjóðaráði hjúkrunarfræðinga, Evrópusamtökum h júk runa r f é l aga , Samv innu hjúkrunarfræðinga á Norðurlöndum og fleiri samstarfsaðilum en það kostaði 5,3 milljónir króna 2012. Úrsögn úr BHM 2009 Eins og kemur fram annars staðar í þessu tölublaði ákvað aðalfundurinn 2009 að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skyldi segja sig úr BHM. Skiptar skoðanir hafa verið um hversu heppileg úrsögnin var og ekki síst út frá fjárhagslegu sjónarmiði. Fyrir liggur hins vegar að alls hafa sparast um 45 milljónir króna í árgjöld til BHM síðan úrsögnin tók gildi. BHM endurgreiddi FÍH að auki 15 milljónir vegna eignarmyndunar félagsins í BHM. Ágreiningur varð hins vegar um aðild félagsins að og hlutdeild í styrktar­ og sjúkrasjóði BHM. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga rak málið fyrir dómstólum en tapaði því að lokum. Kostnaður við málareksturinn nam samtals 19,6 milljónum króna. Afganginn hefur félagið notað í að bæta lögfræðiaðstoð umtalsvert vegna málareksturs félagsins fyrir félagsmenn, þar sem félagsmenn hafa fengið verulega bætt aðgengi að lögfræðingi, auk þess að styrkja rekstur félagsins á mörgum sviðum. Eignir félagsins Í gegnum árin hafa hjúkrunarfræðingar sýnt mikla ráðdeild og félög hjúkrunarfræðinga yfirleitt eytt minna en þau hafa aflað. Því hefur smám saman myndast eigið fé sem nú í samandregnum efnahagsreikningi FÍH er um 465 milljónir kr. Það er því mikilvægt að gæta að umsýslu þessara miklu fjármuna svo að þeir nýtist félaginu sem best. Stærsta einstaka fjárfestingin er í verðbréfasjóðum þar sem mikil áhersla er lögð á innlend ríkisskuldabréf sem eru með áhættuminni fjárfestingarkostum á markaði. Í efnahagsreikningi er miðað við stöðuna um áramót en hjá sumum sjóðum sveiflast eignir nokkuð yfir árið, til að mynda hjá vísindasjóði. Hann átti yfir 140 milljónir í verðbréfum 31. desember 2011 en nokkrum mánuðum seinna nánast ekki neitt því þá var búið að greiða A­hluta styrkinn til félagsmanna. Vinnudeilusjóður átti hins vegar um 105 milljónir króna í verðbréfum en sú eign sveiflast yfirleitt lítið yfir árið. Þá hefur síðustu ár nokkur hluti eignar vinnudeilusjóðs verið í formi vaxtaberandi láns til styrktar­ og sjúkrasjóðsins. Það er líklega betri og öruggari fjárfesting en verðbréf en þörf styrktarsjóðsins fyrir lánsfjármögnun fer minnkandi og er takmarkið að greiða sem mest af láninu til baka til vinnudeilusjóðs á þessu ári. Félagið geymir einnig fjármuni í húseign. Þar má nefna hæðina að Suðurlands­ braut 22 og orlofsbústaðina en samtals eru um 150 milljónir bundnar í slíkum fastafjármunum. Svo þarf að vera til eitthvað af handbæru fé til þess að greiða laun, kaupa vörur og þess háttar. Lokaorð Hér hefur verið fjallað um fjárhag Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og í hvað fé félagsmanna er varið. Á aðalfundi félagsins 31. maí nk. verður lagður fram ársreikningur fyrir 2012 og fjárhagsáætlun fyrir 2013. Þá verður tækifæri til spurninga og umræðu um fjármál félagsins, en fjárhagsáætlunin byggist meðal annars á starfsáætlun stjórnar og geta því ákvarðanir aðalfundar um forgangsröðun verkefna kallað á breytingar á fjárhagsáætlun. Efnahagsreikningur félagsins hefur stækkað ár frá ári og er samsettur af ólíkum eignaflokkum, allt frá innistæðum í banka yfir í fastafjármuni, svo sem húsnæði félagsins á Suðurlandsbraut. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er fjárhagslega sterkt og stöndugt félag og því tilbúið í slaginn í áframhaldandi baráttu fyrir bættum kjörum og faglegri styrkingu félagsmanna. Sólveig Stefánsdóttir er viðskiptafræðingur og fjár málastjóri Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.