Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2013, Blaðsíða 54
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 89. árg. 201350 Meðferðarúrræði sjúklinga með lokastigsnýrnabilun eru annars vegar skilunarmeðferð, þar sem annaðhvort er um að ræða blóð­ eða kviðskilun, og hins vegar ígræðsla. Skilun er erfið og tímafrek meðferð og erfitt getur verið að sinna vinnu samhliða henni. Skilunarmeðferð hefur batnað á síðustu árum og nýtist vel þeim sjúklingum sem ekki hafa möguleika á ígræðslu vegna alvarlegs sjúkdómsástands og þeim sem bíða eftir ígræðslu. Nýraígræðsla er talin besti kostur fyrir sjúklinga með lokastigsnýrnabilun og er sú meðferð sem flestir sjúklingar kjósa ef hægt er. Sýnt hefur verið fram á að nýraígræðsla eykur lífslíkur sjúklinga samanborðið við skilunarmeðferð (Cherchiglia o.fl., 2010). Framfarir í meðferð ónæmisbælandi lyfja, undirbúningi fyrir aðgerð og tækni í aðgerðunum sjálfum hafa aukið lífslíkur sjúklinga sem gangast undir ígræðslu á nýra. Nýraígræðslur eru hagkvæmari kostur en skilunarmeðferð þegar tillit er tekið til kostnaðar hvort sem litið er til beins sjúkrahúskostnaðar eða ávinnings fyrir sjúkling (Tinna Laufey Ásgeirsdóttir o.fl., 2009). Lífsgæði nýraþega Niðurstöður rannsókna hafa sýnt að nýraígræðslur auka lífsgæði nýraþega miðað við lífsgæði sjúklinga í skilunarmeðferð (Ogutmen o.fl., 2006). Upplýsingar og fræðsla um sjúkdóminn og meðferð eftir ígræðslu hafa áhrif á lífsgæði sjúklingsins og rannsóknir hafa sýnt að félagslegur stuðningur við nýraþega og aðstandendur þeirra er mjög mikilvægur og getur aukið lífsgæði (Chen o.fl., 2007). Þessar niðurstöður koma heim og saman við kenningar Wright (2008) og benda á mikilvægi stuðnings við fjölskylduna í heild. Veikindi eins fjölskyldumeðlims hefur þannig áhrif á alla fjölskylduna því ef einn í fjölskyldunni er veikur þá þjást einnig aðrir í henni. Gill og Lowes (2008) benda á að það sé nýraþeganum oft erfitt að þiggja nýra frá lifandi gjafa. Nýraþegarnir finna fyrir þungbærum tilfinningum í tengslum við tilboð um nýragjöf og hafa meðal annars áhyggjur af líðan nýragjafanna eftir aðgerðina. Margir nýraþegar finna einnig fyrir hræðslu við að líkaminn hafni ígrædda nýranu en það getur haft áhrif á lífsgæði. Nægar upplýsingar og stuðningur gætu því orðið til þess að minnka neikvæðar tilfinningar fyrir og eftir ígræðslu og aukið þar með lífsgæði nýraþega til lengri tíma (Buldukoglu o.fl., 2005). Eins árs og fimm ára líftími nýragræðlinga á Íslandi á árunum 1970­1997 frá lifandi gjöfum var um 96% og 89%, en 61% og 48% þegar græðlingar komu frá látnum gjafa (Margrét B. Andrésdóttir og Runólfur Pálsson, 2000). Griva o.fl. (2002) könnuðu hvort munur væri á lífsgæðum 347 nýraþega eftir því hvort þeir fengu nýra frá lifandi eða látnum gjafa. Lífsgæði þátttakenda reyndust minni en í almennu þýði en ekki var marktækur munur á hópunum. Hins vegar sýndu niðurstöður að nýraþegar, sem fengu nýra frá lifandi gjafa, höfðu marktækt meiri sektarkennd en þeir sem fengu nýra frá látnum gjafa (p<0,001). Höfundar telja það skiljanlegt í ljósi samskipta þega við gjafa fyrir og eftir aðgerð. Skortur á líffærum til ígræðslu er vandamál um allan heim og helst í hendur við aukna tíðni nýrnabilunar. Hlutfall lifandi nýragjafa af heildarfjölda nýragjafa er mjög mismunandi eftir löndum. Hlutfallið er 65­70% á Íslandi (Páll G. Ásmundsson og Runólfur Pálsson, 1999) en 2,5% í Finnlandi (Gruessner og Benedetti, 2007). Ígrædd nýru koma frá lifandi gjafa í 95% tilfella í Íran (Davis og Delmonico, 2005) og í Bandaríkjunum og Kanada eru um 40% nýragjafa frá lifandi gjöfum (Knoll, 2008). Rannsóknir hafa sýnt að nýra frá lifandi gjafa starfar lengur og lengd skilunarmeðferðar fyrir ígræðslu getur einnig haft áhrif á hve ígrædda nýrað (græðlingur) endist lengi (Davis og Delmonico, 2005). Oft þarf einstaklingur með lokastigsnýrnabilun ekki að fara í skilunarmeðferð fyrir ígræðslu fái hann nýra frá lifandi gjafa (Reese o.fl., 2009). Lifandi nýragjafar geta verið blóðskyldir einstaklingar, svo sem foreldrar, systkini eða aðrir ættingjar, eða óskyldir einstaklingar, til dæmis maki eða vinur. Einnig þekkjast dæmi um að einstaklingar þiggi nýra frá ókunnugum. Rannsóknir hafa sýnt að nýragjafar gefa nýra vegna umhyggju fyrir nýraþeganum og til að bæta heilsu þeirra og líf (Anna Dóra Sigurðardóttir, 2009; Brown o.fl., 2008). Þá hafa rannsóknir einnig sýnt að flestum nýragjöfum heilsast vel eftir ígræðsluaðgerð og að þeir væru tilbúnir að ganga í gegnum ferlið aftur (Clemens o.fl., 2006). Alvarlegar aukaverkanir meðal nýragjafa eftir ígræðsluaðgerð eru sjaldgæfar. Rannsókn Najarian o.fl. (1992) á afdrifum um 20.000 nýragjafa sýndi að dánartíðni í kjölfar nýragjafar var um 0,03%. Ýmsar siðferðisspurningar geta þó komið upp varðandi nýragjöf frá lifandi gjafa og bent hefur verið á þá hættu að líffæri verði gerð að söluvöru, sérstaklega meðal fátækra þjóðfélagshópa (Bakdash og Scheper­Hughes, 2006). Markmið rannsóknar Markmið þessarar rannsóknar var að rannsaka heilsu og lífsgæði nýraþega á Íslandi. Sérstaklega var sjónum beint að áhrifaþáttum lífsgæða, hvort munur sé á lífsgæðum nýraþega sem fá nýra frá lifandi eða látnum gjafa og hvort stuðningur og fræðsla frá heilbrigðisstarfsfólki hafi þar áhrif. AÐFERÐ Rannsóknarsnið Rannsóknin var megindleg og gögnum safnað með spurninga­ lista. Spurningalistinn var forprófaður meðal 10 einstaklinga (nýraþega og heilbrigðisstarfsmanna) sem svöruðu listanum og gerðu athugasemdir við orðalag, innihald og uppsetningu hans. Aðalrannsakandi var viðstaddur þegar forprófun spurningalistans fór fram. Þátttakendur Alls hafa 173 einstaklingar fengið ígrædd 197 nýru á tímabilinu 1970­2009 á Íslandi samkvæmt gögnum úr íslensku nýrnabilunarskránni. Af þeim hafa 22 einstaklingar fengið nýra ígrætt tvisvar og tveir einstaklingar hafa fengið nýra ígrætt þrisvar. Á tímabilinu höfðu 57 nýraþegar látist. Undanþegnir frá rannsókninni voru andlega fatlaðir einstaklingar, þeir sem ekki töluðu íslensku, nýraþegar búsettir erlendis og nýraþegar yngri en 18 ára; alls 20 einstaklingar. Þátttakendur í rannsókninni voru því 96 einstaklingar, átján ára og eldri, sem fengið höfðu nýra ígrætt frá látnum eða lifandi gjöfum á árunum 1970 – 2009. Spurt var um fyrstu ígræðslu hjá þeim sem höfðu fengið fleira en eitt nýra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.