Þjóðmál - 01.03.2010, Side 5

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 5
Ritstjóraspjall Vor 2010 _____________ Áensku er orðið „muckraker“ gjarnan notað um blaðamenn sem fletta ofan af spill ingu í stjórnmálum og viðskiptalífi sem bitnar á almenningi . Orðið mun fyrst hafa verið notað í þessum skiln ingi af Theodore Roosevelt, 26 . forseta Bandaríkjanna, í upp- hafi 20 . aldar . Roosevelt vísaði þá til frægrar kristinnar táknsögu eftir John Bunyan frá ofanverðri 17 . öld, För píla gríms ins, en í þeirri bók mun vera lýsing á manni sem var svo upp tekinn af því að þrífa skítinn á gólf- inu að hann gat ekki lengur litið upp: allt hans líf (og yndi) var í skítnum . Roosevelt viður kenndi fúslega að „sora blaða menn- irn ir“, sem komu fram á sjón ar svið ið í Bandaríkjunum undir lok 19 . aldar, hefðu unnið margt þarfaverkið með því að af hjúpa spillta stjórnmála menn og stór fyrirtæki sem misnotuðu aðstöðu sína . En þeim færi sumum eins og manninum í bók Bunyans: einblíndu svo á spill inguna og sorann að þeir sæju ekkert annað, hættu að taka eftir öllu því góða og háleita sem einkennir mannfélagið samhliða því sem miður fer . Og þar með hefði gagnsemi þeirra fyrir þjóðfélagið dvínað og jafnvel orðið engin . Þannig er komið fyrir mörgum sem hæst láta um þessar mundir í bloggheimum og fjölmiðlunum, t .d . hinum vinsælu blogg- urum á Eyjunni.is, Agli Helgasyni og Láru Hönnu . Í þeirra augum er allt gjörspillt á Íslandi (nema þau sjálf náttúrlega og fylginautar þeirra) . Af þeim sökum missir gagnrýni þeirra marks . Þessir tveir bloggarar hafa óspart beint spjót um að Við skipta ráði þótt þar séu komn- ir nýir menn til valda og flestir ótengdir sukki og svínaríi skuldakónganna . Egill og Lára Hanna sýnast í grundvallaratriðum andvíg auknu markaðsfrelsi og starf semi stór fyrir - tækja . Þau eru dálítið eins og komm arnir í gamla daga, sem voru með Wall Street og United Fruit Company á heil anum, eða áróðursmennirnir Chomsky og Michael Moore í nú tím anum . Áróðursraus í anda Chomskys/Michaels Moore hef ur átt greiða leið í umræðu þáttinn Silf ur Egils undanfarin misseri án þess að boðið hafi verið upp á nokkurt mótvægi . Fólk sem hefur séð ljósið reynir yfirleitt að bægja efasemdum og and- stæðum sjónarmiðum frá sér . Hví skyldi Egill Helgason bjóða til sín heimskum og spillt- um stjórn mála mönn um þegar hann á völ á djúp stæðri þekkingu Jóhannesar Björns, sérfræðings Silfur Egils í markaðsbúskap og alþjóðavæðingu, eða yfirvegaðri gagn rýni hins hreinlynda og flekklausa Þráins Bert- els sonar? Ein ástæða þess að gamaldags komma-svarta galls raus á nú upp á pallborðið er að það hefur ekki verið tekið nógu vel til Þjóðmál VOR 2010 3

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.