Þjóðmál - 01.03.2010, Side 15

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 15
 Þjóðmál VOR 2010 13 færu á almennan markað gætu verið að greiða niður þau 80% orkunnar sem fara til stóriðju, eins og stundum er haldið fram . Af yfirlýsingu sumra ráðherra og stuðn- ingsmanna ríkisstjórnarinnar mætti ætla, að þeir líti á það sem norrænt velferðarmarkmið að hækka orkuverð hér til samræmis við verð annars staðar á Norðurlöndum . IV . Í stefnuyfirlýsingu velferðarstjórnarinnar segir, að djúp niðursveifla í kjölfar bankahrunsins hafi skapað misgengi á milli greiðslubyrði og greiðslugetu margra heimila í landinu . Þetta misgengi verði að leiðrétta með lækkun á greiðslubyrði þeirra sem verst standa, þar til verðmætasköpun atvinnulífsins taki aftur að aukast . Eins og hér hefur verið lýst er borin von, að verðmætasköpun atvinnulífsins aukist undir stjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms J . Því miður hafa allar ráðstafanir þeirra til þessa stuðlað að því að draga úr þrótti atvinnulífsins . Það, sem þau kalla „misgengi“ fyrir heimilin í landinu, varir því lengur en ella fyrir bragðið . Hinn 1 . febrúar 2010 birti Alþýðusam- band Íslands niðurstöðu könnunar, sem Capacent Gallup hafði unnið fyrir sam- bandið . Þar taldi 91% aðspurðra, að ríkis- stjórnin þyrfti að gera meira til að mæta greiðsluvanda heimilanna . Könnunin sýndi samdrátt í neyslu heimilanna á flestum sviðum . Í tilkynningu frá ASÍ í tilefni af könnuninni segir: „Óánægjan með takmarkaðar aðgerðir eða aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar vegna greiðsluvanda heimilanna er mikil ef marka má niðurstöðurnar . Níu af hverjum tíu segir ekki nóg gert . Þetta er nánast sama niðurstaða og í júní 2009 þrátt fyrir að [Árni Páll Árnason] félagsmálaráðherra hafi sett greiðslujöfnun á öll húsnæðislán í skilum í desember sl . og fjármálastofnanir hafi boðið upp á ýmis úrræði fyrir einstaklinga í fjárhagsvanda í haust . Óánægjan er meiri meðal kvenna en karla og áberandi mikil meðal þeirra sem misst hafa vinnuna . Þegar spurt var hvað stjórnvöld eigi að gera meira en þau hafa nú þegar gert til að mæta greiðsluvanda heimilanna nefndu langflestir niðurfellingu skulda eða lækkun höfuðstóls . 13% nefndu aðgerðir til að koma til móts við fólk með síhækkandi hús næðislán og 12% afnám verðtryggingar . Lang flest svörin snéru þannig að lækkun eða leiðréttingu fasteignalána .“ Í þessum orðum er því lýst, hvernig ríkisstjórninni hefur tekist að slá skjaldborg um heimilin . Með öðrum orðum: Henni hefur gjörsamlega mistekist það . V . Niðurstaða samantektar á störfum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er einföld: Hún hefur grafið undan velferð á Íslandi . Ríkisstjórnin hefur stórlega veikt innviði atvinnulífsins og vegið að framtíðarhag þjóðarinnar . Aðför ríkisstjórnarinnar leiðir til samdráttar í þjónustu á sviði mennta- og heilbrigðismála . Félagsleg þjónusta skerðist og hagur alls almennings versnar . Út á við hefur ríkisstjórnin rýrt traust þjóð ar innar . Hún megnar ekki að tryggja heima fyrir fylgi við samninga sína við rík is stjórnir annarra landa . Ríkisstjórnin hefur stigið örlagaríkt skref gagnvart Evrópusambandinu, án þess að vera samstiga um, hvað gert skuli næst . Hún hefur veikt stöðu Íslands innan evrópska efna hagssvæðisins . Ríkisstjórnin sýnir fálæti í samskiptum við Atlantshafsbandalagið . Sitji ríkisstjórnin áfram, sígur enn á ógæfu hliðina . Þjóðin býr við óhæfa vinstri stjórn án velferðar .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.