Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 15

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 15
 Þjóðmál VOR 2010 13 færu á almennan markað gætu verið að greiða niður þau 80% orkunnar sem fara til stóriðju, eins og stundum er haldið fram . Af yfirlýsingu sumra ráðherra og stuðn- ingsmanna ríkisstjórnarinnar mætti ætla, að þeir líti á það sem norrænt velferðarmarkmið að hækka orkuverð hér til samræmis við verð annars staðar á Norðurlöndum . IV . Í stefnuyfirlýsingu velferðarstjórnarinnar segir, að djúp niðursveifla í kjölfar bankahrunsins hafi skapað misgengi á milli greiðslubyrði og greiðslugetu margra heimila í landinu . Þetta misgengi verði að leiðrétta með lækkun á greiðslubyrði þeirra sem verst standa, þar til verðmætasköpun atvinnulífsins taki aftur að aukast . Eins og hér hefur verið lýst er borin von, að verðmætasköpun atvinnulífsins aukist undir stjórn þeirra Jóhönnu og Steingríms J . Því miður hafa allar ráðstafanir þeirra til þessa stuðlað að því að draga úr þrótti atvinnulífsins . Það, sem þau kalla „misgengi“ fyrir heimilin í landinu, varir því lengur en ella fyrir bragðið . Hinn 1 . febrúar 2010 birti Alþýðusam- band Íslands niðurstöðu könnunar, sem Capacent Gallup hafði unnið fyrir sam- bandið . Þar taldi 91% aðspurðra, að ríkis- stjórnin þyrfti að gera meira til að mæta greiðsluvanda heimilanna . Könnunin sýndi samdrátt í neyslu heimilanna á flestum sviðum . Í tilkynningu frá ASÍ í tilefni af könnuninni segir: „Óánægjan með takmarkaðar aðgerðir eða aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar vegna greiðsluvanda heimilanna er mikil ef marka má niðurstöðurnar . Níu af hverjum tíu segir ekki nóg gert . Þetta er nánast sama niðurstaða og í júní 2009 þrátt fyrir að [Árni Páll Árnason] félagsmálaráðherra hafi sett greiðslujöfnun á öll húsnæðislán í skilum í desember sl . og fjármálastofnanir hafi boðið upp á ýmis úrræði fyrir einstaklinga í fjárhagsvanda í haust . Óánægjan er meiri meðal kvenna en karla og áberandi mikil meðal þeirra sem misst hafa vinnuna . Þegar spurt var hvað stjórnvöld eigi að gera meira en þau hafa nú þegar gert til að mæta greiðsluvanda heimilanna nefndu langflestir niðurfellingu skulda eða lækkun höfuðstóls . 13% nefndu aðgerðir til að koma til móts við fólk með síhækkandi hús næðislán og 12% afnám verðtryggingar . Lang flest svörin snéru þannig að lækkun eða leiðréttingu fasteignalána .“ Í þessum orðum er því lýst, hvernig ríkisstjórninni hefur tekist að slá skjaldborg um heimilin . Með öðrum orðum: Henni hefur gjörsamlega mistekist það . V . Niðurstaða samantektar á störfum ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur er einföld: Hún hefur grafið undan velferð á Íslandi . Ríkisstjórnin hefur stórlega veikt innviði atvinnulífsins og vegið að framtíðarhag þjóðarinnar . Aðför ríkisstjórnarinnar leiðir til samdráttar í þjónustu á sviði mennta- og heilbrigðismála . Félagsleg þjónusta skerðist og hagur alls almennings versnar . Út á við hefur ríkisstjórnin rýrt traust þjóð ar innar . Hún megnar ekki að tryggja heima fyrir fylgi við samninga sína við rík is stjórnir annarra landa . Ríkisstjórnin hefur stigið örlagaríkt skref gagnvart Evrópusambandinu, án þess að vera samstiga um, hvað gert skuli næst . Hún hefur veikt stöðu Íslands innan evrópska efna hagssvæðisins . Ríkisstjórnin sýnir fálæti í samskiptum við Atlantshafsbandalagið . Sitji ríkisstjórnin áfram, sígur enn á ógæfu hliðina . Þjóðin býr við óhæfa vinstri stjórn án velferðar .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.