Þjóðmál - 01.03.2010, Side 39

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 39
 Þjóðmál VOR 2010 37 • Uppsafnað tap 1.260 milljónir króna (1 .447 milljónir á föstu verðlagi) . • Fjármagnskostnaður nettó alls 1.812 milljónir króna (um 2 .000 milljónir á föstu verðlagi) . • Heildartekjur 11.006 milljónir króna (12 .393 milljónir á föstu verðlagi) • Afnotagjöld 7.416 milljónir króna (8 .334 milljónir á föstu verðlagi) . Engu skiptir hvernig horft er á málið . Gríðarlegir fjármunir fara í að reka Ríkisútvarpið og landsmenn eru skattlagðir til að standa undir rekstrinum að mestu leyti . Vegna þessa skiptir miklu hvernig til tekst og um leið hvort og þá með hvaða hætti hinu opinbera hlutafélagi tekst að uppfylla væntingar sem gerðar eru til þess . Sá er þetta skrifar hefur alla tíð haft miklar efasemdir um réttmæti þess að ríkið standi í fjölmiðlarekstri . En seint verður pólitísk samstaða um það hér á landi að draga ríkið alfarið af þeim markaði . Spurningin er því hvort og þá með hvaða hætti hægt sé að skipuleggja starfsemi Ríkisútvarpsins, þannig að sem mest sátt náist í þjóðfélaginu . Um eitt erum við sammála Tvenns konar rök hafa fyrst og fremst verið sett fram til að rök- styðja nauðsyn þess að ríkið eigi og reki útvarps- og sjónvarpstöðvar . Annars vegar er það öryggissjónarmið og hins vegar að nauðsynlegt sé að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menn ingar- arfleifð, með rekstri ljósvaka miðla . Öryggishlutverk er fyrir löngu úrelt, bæði vegna nýrrar tækni og eins vegna þess að einkaaðilar hafa oftar en einu sinni sýnt að þeir sinna öryggishlutverki fjölmiðla jafnvel og á stundum betur en ríkið . Eftir stendur því menningarlegt hlutverk Ríkisútvarpsins . Margt sundrar okkur Íslendingum um þessar mundir, en um eitt eru við sammála um: Við vildum standa dyggan vörð um menningu og sögu þjóðarinnar . Á hátíðar- stundum hafa stjórnmálamenn úr öllum flokkum lagt mikla áherslu á mikil vægan þátt Ríkisút varpsins í lífi lands manna sem einn helsti bakhjarl lista og menningar . Forvígismenn í listum og menningu hafa tekið undir og jafnvel gott betur . Þær þjóðir sem glatað hafa arfleifð sinni, – sögu, tungu og menningu – hafa alltaf misst fótanna, gloprað niður pólitísku og fjárhagslegu sjálfstæði . Ef við ætlum Ríkisútvarpinu hlutverk við að tryggja að svo verði ekki, þá skiptir mestu að fyrirtækið ræki skyldur sínar af trúmennsku og festu . Varla er hægt að halda því fram að Ríkis- útvarpinu hafi tekist á umliðnum árum að sinna þessu helsta hlutverki sínu með þeim hætti sem landsmenn allir hljóta að gera kröfu um . Rás 2 er lítið annað en einföld dæg ur lagastöð, sem er í beinni samkeppni við einkaaðila sem þrátt fyrir ójafna stöðu standa sig með ágætum . Sjónvarpið er að stórum hluta einskonar endurvarp frá bandarískum og breskum sjónvarpsstöðvum, með nokkr- um heiðarlegum undantekningum . Eftir stendur Rás 1, sem á margan hátt hefur staðið varðstöðuna, en hefur liðið fyrir þá áherslu sem stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja á að „standa sig“ í vinsældasamkeppni við einkaaðila, með því að bjóða upp á létt- meti . Það er ekki og getur ekki verið hlutverk ríkis ins að keppa við einkaaðila um að sýna banda rískar sápur eða flytja engil saxneska popp músík . Gríðarlegir fjármunir Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs fær Ríkisútvarpið 3 .218 milljónir króna úr sameiginlegum sjóði landsmanna í formi útvarpsgjalds, sem áður var einfaldlega

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.