Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 39

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 39
 Þjóðmál VOR 2010 37 • Uppsafnað tap 1.260 milljónir króna (1 .447 milljónir á föstu verðlagi) . • Fjármagnskostnaður nettó alls 1.812 milljónir króna (um 2 .000 milljónir á föstu verðlagi) . • Heildartekjur 11.006 milljónir króna (12 .393 milljónir á föstu verðlagi) • Afnotagjöld 7.416 milljónir króna (8 .334 milljónir á föstu verðlagi) . Engu skiptir hvernig horft er á málið . Gríðarlegir fjármunir fara í að reka Ríkisútvarpið og landsmenn eru skattlagðir til að standa undir rekstrinum að mestu leyti . Vegna þessa skiptir miklu hvernig til tekst og um leið hvort og þá með hvaða hætti hinu opinbera hlutafélagi tekst að uppfylla væntingar sem gerðar eru til þess . Sá er þetta skrifar hefur alla tíð haft miklar efasemdir um réttmæti þess að ríkið standi í fjölmiðlarekstri . En seint verður pólitísk samstaða um það hér á landi að draga ríkið alfarið af þeim markaði . Spurningin er því hvort og þá með hvaða hætti hægt sé að skipuleggja starfsemi Ríkisútvarpsins, þannig að sem mest sátt náist í þjóðfélaginu . Um eitt erum við sammála Tvenns konar rök hafa fyrst og fremst verið sett fram til að rök- styðja nauðsyn þess að ríkið eigi og reki útvarps- og sjónvarpstöðvar . Annars vegar er það öryggissjónarmið og hins vegar að nauðsynlegt sé að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menn ingar- arfleifð, með rekstri ljósvaka miðla . Öryggishlutverk er fyrir löngu úrelt, bæði vegna nýrrar tækni og eins vegna þess að einkaaðilar hafa oftar en einu sinni sýnt að þeir sinna öryggishlutverki fjölmiðla jafnvel og á stundum betur en ríkið . Eftir stendur því menningarlegt hlutverk Ríkisútvarpsins . Margt sundrar okkur Íslendingum um þessar mundir, en um eitt eru við sammála um: Við vildum standa dyggan vörð um menningu og sögu þjóðarinnar . Á hátíðar- stundum hafa stjórnmálamenn úr öllum flokkum lagt mikla áherslu á mikil vægan þátt Ríkisút varpsins í lífi lands manna sem einn helsti bakhjarl lista og menningar . Forvígismenn í listum og menningu hafa tekið undir og jafnvel gott betur . Þær þjóðir sem glatað hafa arfleifð sinni, – sögu, tungu og menningu – hafa alltaf misst fótanna, gloprað niður pólitísku og fjárhagslegu sjálfstæði . Ef við ætlum Ríkisútvarpinu hlutverk við að tryggja að svo verði ekki, þá skiptir mestu að fyrirtækið ræki skyldur sínar af trúmennsku og festu . Varla er hægt að halda því fram að Ríkis- útvarpinu hafi tekist á umliðnum árum að sinna þessu helsta hlutverki sínu með þeim hætti sem landsmenn allir hljóta að gera kröfu um . Rás 2 er lítið annað en einföld dæg ur lagastöð, sem er í beinni samkeppni við einkaaðila sem þrátt fyrir ójafna stöðu standa sig með ágætum . Sjónvarpið er að stórum hluta einskonar endurvarp frá bandarískum og breskum sjónvarpsstöðvum, með nokkr- um heiðarlegum undantekningum . Eftir stendur Rás 1, sem á margan hátt hefur staðið varðstöðuna, en hefur liðið fyrir þá áherslu sem stjórnendur Ríkisútvarpsins leggja á að „standa sig“ í vinsældasamkeppni við einkaaðila, með því að bjóða upp á létt- meti . Það er ekki og getur ekki verið hlutverk ríkis ins að keppa við einkaaðila um að sýna banda rískar sápur eða flytja engil saxneska popp músík . Gríðarlegir fjármunir Samkvæmt fjárlögum yfirstandandi árs fær Ríkisútvarpið 3 .218 milljónir króna úr sameiginlegum sjóði landsmanna í formi útvarpsgjalds, sem áður var einfaldlega
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.