Þjóðmál - 01.03.2010, Page 50

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 50
48 Þjóðmál VOR 2010 eigna og eigna sem er „bara gott að hafa“ . Er Landsvirkjun undir? Af hverju í ósköpunum gaf samningsnefndin þetta eftir, af hverju sögðu þeir ekki bara nei í upphafi? Bretar krefjast þess að farið sé eftir lögum þegar kemur að breskum kröfuhöfum – en ekki íslenska tryggingasjóðnum „Íslenska ríkið mun ekki grípa til neinna aðgerða sem gætu leitt til þess að kröfuhafar Landsbankans (þ .m .t . til að taka af allan vafa, kröfuhafar Landsbankans í London) hljóti meðferð sem andstæð er almennt viður kenndum, alþjóðlegum eða evrópskum megin reglum um meðferð kröfuhafa í al- þjóð legri slitameðferð .“ Einn af fjölmörgum varnöglum Breta og Hollendinga „Geri íslenska ríkið einhvers konar sam- komulag eða samning um fjármögnun í þeim tilgangi að fjármagna kröfur inn- stæðu eigenda hjá íslenskum banka og sá fjár mögnunaraðili nýtur almennt hag stæð- ari meðferðar en Bretar og Hollendingar eða nýtur einhvers konar tryggingar, skal ís- lenska ríkið láta Breta og Hollendinga njóta sömu hagstæðu meðferðar eða svip aðrar tryggingar .“ Það blasir við öllum að niðurstaða samn- ingsnefndarinnar er alls ekki í samræmi við lögin og að öllu leyti útþynnt . Hins vegar þarf „sérfræðing“ til að átta sig á hvernig ein hverjum (lesist Guðbjartur Hannesson) dettur í hug að telja þessa niðurstöðu betri en kröfu löggjafans . Það er óskiljanlegt að fjölmiðlar skuli ekki einfaldlega sýna þetta svart á hvítu í stað þess að fá endalaust álit einhverra „sérfræðinga“ . Hvað varðar kaffiboðið var ekkert gert til að ganga að kröfu Alþingis . Og Ragnars Hall-ákvæðið var afgreitt með gagnslausri klausu . Pulsa og kók fyrir þann sem getur talið alla varnaglana sem Bretar og Hollendingar settu í samninginn! Sérfræðidýrkun og skynsemi Niðurstöður „sérfræðinga“ eru oft og iðulega ekki staðfesting á einu né neinu . Hins vegar láta stjórnmálamenn og frétta menn gjarnan eins og svo sé . Gagn- rýni er engin, „sérfræðingarnir“ hafa talað . Ef skynsamur einstaklingur skilur ekki rök sérfræðings eða ef sérfræðingur rökstyður ekki niðurstöðu sína ætti einstaklingurinn skilyrðislaust að virkja skynsemi sína og treysta eigin dómgreind . Augljóslega á ég ekki við að allar skýrslur sérfræðinga séu ekki pappírsins virði, en það er góð regla að ganga ekki að neinu sem vísu þegar álit sérfræðinga eiga í hlut . Hún er merkileg, fyrirsögnin á viðtalinu í DV við Jóhannes Jónsson í Bónus: „Ég er enginn glæpon .“ Annar maður frægari, sagði þetta fyrir rúmum 35 árum síðan . Hann sagði á sínu móðurmáli: „I’m not a crook .“ Annað kom í ljós . Allt sem Richard Nixon sagðist ekki vera, var hann . Hann hindraði gang réttvísinnar, hann beitti óheiðarlegum brögðum . Hvað er Jóhannes Jónsson að segja okkur? Af bloggi Friðjóns R . Friðjónssonar, friðjón og bláu appelsínurnar, 26 . febrúar 2010 . _____________________ Ég er enginn glæpon!

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.