Þjóðmál - 01.03.2010, Page 57

Þjóðmál - 01.03.2010, Page 57
 Þjóðmál VOR 2010 55 Ólafur Thors var forsætisráðherra árið 1946 þegar nefnd færustu hagfræð- inga landsins lagði til allsherjar áætlunarbú- skap í landinu . Þegar ráðuneytisstjóri hans færði það í tal við hann hvað ætti að borga hag fræðingunum fyrir störf þeirra sagði Ólafur að þeir ættu ekki grænan eyri skilið . Þegar hér var komið sögu hafði Ólafur barist við haftastefnuna á pólitískum forsendum í rúman einn og hálfan áratug . Og þá komu háskólamennirnir og mæltu með höftunum í nafni sérfræðiþekkingar sinn ar . Ólafi fannst tillögur hagfræðinganna „þröng- sýnar, óraunsæjar og barnalegar“ . Hann vissi að þeir höfðu rangt fyrir sér eins og fljótt kom á daginn . En upp voru runnir þeir tímar þar sem brjóstvitið mátti sín lítils and spænis sérfræðingaviskunni . Segja má að barátta fyrir athafnafrelsi hafi verið rauður þráður á stjórnmálaferli Ólafs og markað bæði upphaf hans og endi . Hann tók við formennsku í Sjálfstæðis- flokkn um 1934 þegar haftakerfið var fest í sessi og lét af stjórnmálaafskiptum þrjátíu árum síðar þegar ríkisstjórn hans, Viðreisnar- stjórnin, hafði loks sigur á höftunum . Ólafur stóð fyrir þremur veigamiklum tilraunum til að losna við höftin – gengisfellingunum miklu 1939, 1950 og 1960, en innflutnings- og gjaldeyrishöftin spruttu sem kunnugt er af gjaldeyrisþurrð sem skapaðist af of hátt skráðu gengi krónunnar . Tilraunin 1939 tókst að nokkru, tilraunin 1950 að hálfu en með viðreisnaraðgerðunum 1960 var höft- unum loks hrundið . Ástjórnmálaferli Ólafs átti sú skoðun víða hljómgrunn að frjáls verslun væri ekki til og ekki heldur frjáls samkeppni, slíkt væri „aðeins draumur óraunsærra manna, eða vísvitandi blekkingarvefur“ . Margir flokks menn Ólafs efuðust jafnvel um að það væri raunhæft að afnema höftin því að til Jakob F . Ásgeirsson Ólafur Thors – maður allra tíma Síðastliðið haust afhentu erfingjar Ólafs Thors forsætisráðherra skjala- og myndasafn hans Borgarskjalasafni til eignar og varðveislu . Af því tilefni var móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Ólafs var minnst stuttlega, meðal annars með eftirfarandi frásögn .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.