Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 57

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 57
 Þjóðmál VOR 2010 55 Ólafur Thors var forsætisráðherra árið 1946 þegar nefnd færustu hagfræð- inga landsins lagði til allsherjar áætlunarbú- skap í landinu . Þegar ráðuneytisstjóri hans færði það í tal við hann hvað ætti að borga hag fræðingunum fyrir störf þeirra sagði Ólafur að þeir ættu ekki grænan eyri skilið . Þegar hér var komið sögu hafði Ólafur barist við haftastefnuna á pólitískum forsendum í rúman einn og hálfan áratug . Og þá komu háskólamennirnir og mæltu með höftunum í nafni sérfræðiþekkingar sinn ar . Ólafi fannst tillögur hagfræðinganna „þröng- sýnar, óraunsæjar og barnalegar“ . Hann vissi að þeir höfðu rangt fyrir sér eins og fljótt kom á daginn . En upp voru runnir þeir tímar þar sem brjóstvitið mátti sín lítils and spænis sérfræðingaviskunni . Segja má að barátta fyrir athafnafrelsi hafi verið rauður þráður á stjórnmálaferli Ólafs og markað bæði upphaf hans og endi . Hann tók við formennsku í Sjálfstæðis- flokkn um 1934 þegar haftakerfið var fest í sessi og lét af stjórnmálaafskiptum þrjátíu árum síðar þegar ríkisstjórn hans, Viðreisnar- stjórnin, hafði loks sigur á höftunum . Ólafur stóð fyrir þremur veigamiklum tilraunum til að losna við höftin – gengisfellingunum miklu 1939, 1950 og 1960, en innflutnings- og gjaldeyrishöftin spruttu sem kunnugt er af gjaldeyrisþurrð sem skapaðist af of hátt skráðu gengi krónunnar . Tilraunin 1939 tókst að nokkru, tilraunin 1950 að hálfu en með viðreisnaraðgerðunum 1960 var höft- unum loks hrundið . Ástjórnmálaferli Ólafs átti sú skoðun víða hljómgrunn að frjáls verslun væri ekki til og ekki heldur frjáls samkeppni, slíkt væri „aðeins draumur óraunsærra manna, eða vísvitandi blekkingarvefur“ . Margir flokks menn Ólafs efuðust jafnvel um að það væri raunhæft að afnema höftin því að til Jakob F . Ásgeirsson Ólafur Thors – maður allra tíma Síðastliðið haust afhentu erfingjar Ólafs Thors forsætisráðherra skjala- og myndasafn hans Borgarskjalasafni til eignar og varðveislu . Af því tilefni var móttaka í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem Ólafs var minnst stuttlega, meðal annars með eftirfarandi frásögn .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.