Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 68

Þjóðmál - 01.03.2010, Qupperneq 68
66 Þjóðmál VOR 2010 hvenær höfundur hefur eftir öðrum og hvenær heimildum sleppir og getgátur taka við . Raunar er ávallt dagljóst nákvæm- lega hvaða heimild stendur að baki hverri klausu . Hvort umrædd textasundurliðun er meðvitaður ásetningur skal ekki fullyrt, enda fjarri því alltaf berar tilvísanir sem skilja eitt frá öðru, en seint verður Óskar sakaður um að fara í grafgötur með það hvenær hann fylgir heimildum og hvenær hann víkur frá þeim . Það er því kannski kaldhæðnislegt að heiðarleiki höfundarins skerpir á alvarleg- asta galla bókarinnar, því hversu algjör- lega hún hverfist um nákvæma endursögn á frásögn Sturlu . Óskar er ástríðumaður þegar kemur að Sturlungu og fróðleik henni tengdum, eins og glögglega hefur komið fram í ræðu og riti, og allir vita sem til hans þekkja . Mögulega er það heiðarleikinn, mögulega er það ástríðan, en líklegast er það blanda af hvoru tveggju sem ræður því að þar sem Sturlunga stendur að baki, sem er langsamlega víðast, þá bergmálar Sturla meira og minna í textanum: atburðum er á lengstu köflum lýst eins og í Sturlungu, með orðfæri sem er smitað af Sturlungu, með sjónarhorni Sturlungu og með frásagnarmynstri Sturlungu . Spurningin knýr sífellt fastar: af hverju er lesandinn að lesa ofurnákvæma endursögn á Sturlungu, meira og minna með hennar eigin orðum, en ekki Sturlungu sjálfa? Það er kannski í stíl bókarinnar að svarið endurómar spurn- inguna: já, af hverju? Líklegast stendur annar höfuðgalli bókarinnar í vegi fyrir trúverðugri réttlætingu . Svo mikil er ástríða höfundarins á atburðasögunni og svo frjáls er hann af öllum ritstjórnarhömlum að aldrei lætur hann þá skömm af sér spyrjast að kjósa samantekt ef ítarleiki er í boði . Á sjötugustu síðu er Snorri enn í fóstri í Odda . Jafnvel þegar söguþráðurinn víkur til atburða sem snerta sögu Snorra en þarfnast varla nákvæmustu útlistana er hvergi dregið af; Grímseyjarför er til dæmis lýst af slíkri nákvæmni að rakið er hvernig biskupsmenn skipta vörnum í víkur, hversu margir verja hverja vík, hver fer fyrir hverjum flokki, hvernig ráðist er til uppgöngu, hvaða orðum menn skiptast á, og annað eftir því . „Í fjörunni var þarabingur og möl þar fyrir ofan .“ [211] . Þannig vindur sögu Snorra fram í undanskotslausri atburðarakningu, nær Snorra sem fjær . Þegar mest mæðir á er lesanda birt kort og ættartölur felldar inn í textann í gráum kössum . Þetta líkist allt Sturlungu með skýringum felldum inn í meginmál, og kallar á ofangreinda spurningu fremur en að veita svar við henni . Eitt virðist þó ljóst: sá lesandi mun vart finnast sem ræður auðveldlega við endursögn Óskars en illa eða ekki við Sturlungu . Að öllu teknu væri kannski skynsamlegast að hefja lesturinn á Íslendinga sögu ef menn vilja kynnast Snorra, enda mun styttri texti og varla mannfleiri . Friðelskandi fræðimaður Áörfáum stöðum er atburðasagan rofin með innskotsköflum um sérstök efni . Í stöku tilfelli er það til samantektar á því sem þegar er komið fram í langri frásögn, eins og þegar efnahagsreikningur og eignaskrá Snorra eru tekin saman í 42 . þætti, eða, eins og í 34 . þætti, til þess að endursegja langa kafla úr Snorra-Eddu . Öllu tilþrifameiri og túlkunarríkari eru lýsingar á húsakosti og mannvirkjagerð í Reykholti á grundvelli nýlegra fornleifarannsókna; þátturinn er líklega sá áhugaverðasti í bók- inni . Lýsingunni fylgir tilgátuteikning af staðnum, mjög athyglisverð þrátt fyrir töluverða fyrirvara . Hér er skyggnst á bak við frásögnina og spurningum velt upp um umgjörð höfðingdómsins og mögulegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.