Þjóðmál - 01.03.2010, Side 72

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 72
70 Þjóðmál VOR 2010 Svo er það „norræna velferðarkerfið“, þeir misskilja það líka . Þeir koma því á með því að hækka skatta og auka flækju- stigið til muna . Margt má gott segja um hið norræna velferðarkerfi . Það felst auð- vitað í góðu aðgengi að heilbrigðis þjónustu og vel er hugsað um þá sem minna mega sín . En skattkerfið þeirra þykir engum til fyrirmyndar . Í Danmörku hefur það m .a . leitt til þess að lítill hvati er til lang- skóla náms, þannig að fáir leggja t .d . fyrir sig skurð lækn ingar . Það er nefnilega ekki mikill munur á því að vera læknir og iðnað- ar maður, launa lega séð . Þetta leiðir til þess, að notast er við indverska skurðlækna í auknum mæli . Þeir geta verið góðir til síns brúks, enda er manns lík aminn eins í öllum löndum, en þeir tala ekki tungu innfæddra . Hver vill láta lækni annast sig sem ekki er hægt að tala við? Svo er það hinn vinsæli frasi vinstri manna: „tiltekt eftir íhaldið“ . Með árunum skelfist ég alltaf meir og meir þennan frasa þeirra . Árið 1994 hófst tiltekt eftir íhaldið í borginni . Eftir tólf ára tiltektarstarf höfðu skuldir hundrað faldast og álögur snarhækk- að og Orku veitan notuð í vafasamar fjár - fest ingar . Núna, eftir síðustu tiltekt, hefur þeim tekist að eyðileggja skattkerfið og rífa niður það sem byggt hefur verið upp . Þeir ætla sér svo að rústa fjárhag þjóðarinnar með Icesave-bullinu . Ég ætla rétt að vona að ákefð þeirra í „tiltekt eftir íhaldið“ fari að dvína . Og að efnahagslíf þjóðarinnar verði ekki kæft með „skjaldborgum“ og „norrænu velferðarkerfi“ . Fyrst vinstri menn hafa gaman af að vasast í pólitík er svo sem í lagi að hafa þá á þingi – í stjórnarandstöðu . Þar geta þeir lítið gert af sér . En í ríkisstjórn, þar tekst þeim fyrr eða síðar að koma landinu endanlega á hliðina, þrátt fyrir allan dugnaðinn sem býr í Íslendingum . Til allrar hamingju hefur vinstri stjórn ekki náð að lafa heilt kjörtímabil á seinni árum . _____________________ Atvinnulífið hafnar Baugsmönnum Smáfuglarnir sáu að Jóhannesi Jónssyni og Ara Edwald var rækilega hafnað í kosningu til stjórnar Viðskiptaráðs Íslands [17 . febrúar 2010] . Jóhannes í Bónus komst ekki einu sinni á blað – hvorki til aðalstjórnar né varastjórnar . Þrátt fyrir að atvinnulífið beri ekkert traust til Jóhannesar þá taldi Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, hins vegar Jóhannes þann traustasta í íslensku atvinnulífi þegar hann afhenti honum Haga á silfurfati . Ari Edwald náði ekki kjöri til stjórnar og varð þriðji síðasti inn í varastjórn . Það er mikil hneisa fyrir Ara sem í eina tíð var aðal talsmaður atvinnulífsins . Ari er nú forstjóri 365 miðla og einn helsti samverkamaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar . Ari tók þátt í frægri afskriftarfléttu þar sem tæpir 5 milljarð ar sátu eftir á sáru enni skattgreiðenda . Er það smáfuglunum ákveðinn léttir að sjá að enn séu einhverjir til sem telja að menn eigi að uppskera eins og þeir sá . Félagsmenn í Viðskiptaráði Íslands virðast þannig hafna skuldakóngum Íslands og þeirra meðreiðarsveinum . Ekki kom fram í tölum Viðskiptaráðs hvort Jóhannes hafi fengið 1 atkvæði eða fleiri og þá hvort þetta eina atkvæði hafi verið frá Finni Sveinbjörnssyni . Fuglahvísl á amx .is 19. febrÚar 2010.

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.