Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 89

Þjóðmál - 01.03.2010, Síða 89
 Þjóðmál VOR 2010 87 Bókadómar _____________ Það er efinn Atli Harðarson: Í sátt við óvissuna. Bók um efahyggju og heimspekilega þekkingarfræði, Heimspekistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík 2009, 146 bls . Eftir Guðmund Heiðar Frímannsson Þekkingin er eitt elsta viðfangsefni heim-spekinnar . Platon spyr Hvað er þekk­ ing? í samræðu sinni Þeaítetosi og veitir ekki svar sem hann er fyllilega ánægður með . Samt setur hann fram frægustu og einna endingarbestu skilgreiningu á því hvað þekking er . Á tíma Platons, um fjögur hundruð árum fyrir Krists burð, voru aðrar ástæður til að spyrja þessarar spurningar en nú, tvö þúsund og fjögur hundruð árum síðar . Þá voru ekki til vísindi svipuð þeim sem nú eru, þá var ekki efnahagslíf drifið áfram af vísindalegri kunnáttu og vísindalegum uppgötvunum ásamt öðru . Platon lifði við upphaf þess tíma sem menn tóku skipulega að rannsaka mannlegt líf, mannlegt sam félag, umhverfið, efnis- heiminn, tölurnar og stjörnurnar og allt ann að . Sjálfur virðist hann hafa tekið um- talsverðan þátt í þróun stærðfræðinnar og þær uppgötvanir í þeirri grein sem gerðar voru á hans tíma virðast hafa haft veruleg áhrif á ýmsar kenningar hans og skoðanir . En eitt af því sem hann varð að gera var að finna leið til að greina skipulega á milli þekkingar og skoðana, episteme og doxa, svo að notuð séu grísku orðin . Ástæðan virðist vera sú að hann taldi nauðsynlegt að greina skipulega þær forsendur sem lægju til þess að við gætum yfirleitt talað um þekkingu . Niðurstaða Platons var meðal annars sú að þekking hlyti að vera eilíf, örugg og óbreytanleg . Það má draga kenningu Platons um þekkingu saman í þrjár setningar . Til að hægt sé að tala um þekkingu þá þurfa þrjú skilyrði að vera uppfyllt: p (setningin sem lýsir þekkingunni) þarf að vera sönn, A (persónan sem býr yfir þekkingunni) þarf að trúa p, og A þarf að hafa rök fyrir p . Lítum á eitt dæmi: Ég veit að það er kalt úti . Í þessu dæmi samsvarar A orðinu „ég“; p samsvarar aukasetningunni „það er kalt úti“ . Kenning Platons á að skýra merkingu sagnarinnar að vita . Til að því sé réttilega haldið fram að ég viti að kalt sé úti þá þarf að vera kalt úti, ég þarf að trúa því að kalt sé úti og ég þarf að hafa gildar ástæður til að trúa því að kalt sé úti, ég þarf að geta sagt til dæmis ég leit á hitamælinn og hann sýndi 10 stiga frost eða geta sagt að ég hafi farið út og komist að raun um að kalt sé úti . Það er sennilegt að mönnum virðist þetta ekki merkileg niðurstaða og liggi kannski í augum uppi en það verður að segja eins og er að á þeim tvö þúsund og fjögur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.