Þjóðmál - 01.03.2010, Side 91

Þjóðmál - 01.03.2010, Side 91
 Þjóðmál VOR 2010 89 að rannsaka það en gætum vitað meira í framtíðinni – eða er það vegna þess að nú höfum við svo óljós hugtök og hugmyndir um það sem gera okkur ekki kleift að skilja það en hugtökin gætu skýrst í framtíðinni? Eða eigum við að líta þannig á að það sé röklega ómögulegt að vita neitt um þetta tiltekna svið og hugsanlega önnur sambærileg og það sé þá bara blekking að við vitum lítið um það, í reynd vitum við ekki neitt og munum aldrei geta vitað neitt um það? Ef við teljum að við verðum að halda þessu síðasta fram um mörg svið veruleikans þá verður hin takmarkaða efahyggja ekki takmörkuð heldur almenn þótt hún verði kannski ekki altæk . Annað atriði sem Atli beinir athygli sinni að er tilhneiging í samtímanum til að leggja mörk veruleikans að jöfnu við það sem sannanlegt er eða segjanlegt . Í reynd er hér um viðleitni að ræða til að svara efa- hyggju um þekkingu á veruleikanum og veruleikinn er þrengdur við þau mörk sem málið setur eða sönnunarmöguleikinn . Þennan þátt má finna í hughyggju og verkhyggju samtímans svo að dæmi séu tekin . En Atli skoðar líka vel eina frægustu rökfærslu í heimspeki tuttugustu aldar, einka málsrökfærslu Ludwig Wittgensteins . Hún gengur út á að sýna fram á að tungumál hljóti að vera félagsleg og hún leitast við að sýna fram á það með því að sanna að þau geti ekki verið einkaleg . Það hefur mikið verið skrifað um þessa rökfærslu og það eru ýmis vand kvæði við hana . Fyrstu vandkvæðin eru þau nákvæmlega hver rökfærslan er . Þau næstu eru hvernig við eigum að skilja hana þegar tekist hefur að setja hana fram með sóma samlegum hætti . Grunnhugmyndin er í raun sú að það sé ómögulegt, röklega ómögulegt, að tala tungumál sem einungis fjallar um og vísar til hluta í einkaheimi eins málnotanda af því að ekki sé hægt að skilja á milli málnotkunar sem er rétt og málnotkunar sem virðist vera rétt . Fyrsta spurningin um þessa hugmynd er hvort verið sé að tala um málnotkun Robinsons Krúsó, sem er einn á eyðieyju og talar enda laust við sjálfan sig um allt sem í kringum hann er, eða gengur hugmyndin út á mál notanda sem vísar einungis til skynj ana sinna . Ef síðari möguleikinn er valinn verður einkamálsrökfærslan tilbrigði við sjálfs- veruhyggju Wittgensteins sem Atli ræðir; ef sá síðari er valinn þá verður einka máls - rök færslan ósennileg . Í síðasta hluta bókarinnar veltir Atli fyrir sér þeim vanda sem fylgir framþróun vísindanna . Ef það er svo að vísindin leiði fram sífellt nýja þekkingu og afsanni það sem við teljum okkur vita á hverjum tíma hvernig getum við þá sagt með réttu að við vitum eitthvað? Ef kenning Platons var og Atli Harðarson er einn af ötulustu greina höfund- um Þjóðmála . Auk þess að vera afkasta mikill heimspekingur gegnir hann stöðu aðstoðar- skólameistara við Fjölbrautaskóla Akraness .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.