Þjóðmál - 01.06.2011, Side 7

Þjóðmál - 01.06.2011, Side 7
 Þjóðmál SUmAR 2011 5 Valdimar Tómasson Sonnettur* I Um sumarkvöld ég sit við kræklótt tré og sólfarsvindar strjúka rjóða vanga, mig undrar sífellt óræð lífsins ganga og allt það sem hún lætur manni í té . Ég þreyttur stari á gisnar gróðurvinjar og gleymdar myndir birtast ein og ein, í minni sálu er engin hugsun hrein og hjartakenndir tærar aðeins minjar . Því allt var selt á lostans torgi og táls og taumlaus girndin drekkir þínu sjálfi, í senn þú líkist kjölturakka og kálfi sem kvoðan sökkvir langt upp fyrir háls . Þér bjargar engin andakt, von né trú því allir breyttu á sama hátt og þú . _______________________________ * Sonnettur þessar eru ortar sumarið 2008, þ .e . fyrir hrun íslensku bankanna .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.