Þjóðmál - 01.06.2011, Síða 14
12 Þjóðmál SUmAR 2011
meirihluta þingflokks sjálfstæðismanna
sem studdi Icesavelögin . Þjóðin hafnaði
lögunum á afdráttarlausan hátt og talið
er að 70% til 75% sjálfstæðismanna hafi
greitt atkvæði gegn þeim . Í 82 ára sögu
Sjálfstæðisflokksins hefur það vissulega
gerst áður að gjá myndist á milli þeirra sem
fara með mál á alþingi í umboði flokksins
og flokksmanna . Gjáin hefur þó sjaldan ef
nokkru sinni orðið breiðari en núna .
Undanfarnar vikur hafa formaður og
varaformaður flokksins lagt land undir fót og
efnt til funda til að hlusta á flokksmenn og
skýra sjónarmið sín . Meðal sjálfstæðismanna
er rík hefð fyrir því að sýna forystumönnum
sínum hollustu . Út á við verður þess ekki
heldur vart að órói sé innan flokksins eftir
Icesaveatkvæðagreiðsluna .
Ekki er um neinn framboðsfrest að ræða
vegna formanns eða varaformanns . Á
síðasta landsfundi bauð Pétur H . Blöndal
alþingismaður sig til dæmis fram gegn
Bjarna Benediktssyni formanni á lands
fundinum sjálfum . Kraumi óánægja undir
niðri innan Sjálfstæðisflokksins vegna
Icesavemálsins eða annarra mála er líklegt
að hún komi upp á yfirborðið í september
og október þegar hugað verður að vali
manna á landsfund .
Á 39 . landsfundi, sumarið 2010, var sam
þykkt ályktun sem séra Halldór Gunn ars
son í Holti flutti fyrir hönd full trúa ráðs
sjálfstæðisfélaganna í Rangár valla sýslu . Þar
var skorað á forystu Sjálf stæðis flokksins,
þar með talda þingmenn flokks ins og for
ystusveit í sveitarstjórnum, að íhuga vel
stöðu sína með tilliti til fylgis flokks ins í
fram tíðinni . Það væri al kunna í þjóð félaginu
að þeir sem hefðu þegið há fjár framlög frá
félögum, jafnvel í al mannaeigu og/eða feng
ið óeðlilega lána fyrir greiðslu á undan förn um
árum, um fram það sem almenningur hefði
átt kost á, ættu að sýna ábyrgð sína með því
að víkja úr þeim störfum og embættum sem
við komandi hefðu verið kosin til . Þetta ætti
einnig við um þá sem hefðu brotið af sér á
einhvern hátt eða sýnt afskipta leysi, hvort
sem það væri af þekkingarskorti eða öðrum
orsökum .
Þarna er, að nokkru undir rós, talað um
uppgjör innan Sjálfstæðisflokksins sem er
óhjákvæmilegt áður en gengið er til þess að
velja frambjóðendur á lista flokksins fyrir
næstu þingkosningar . Skerist í odda innan
flokksins vegna atriða af þeim toga sem
vikið er að í samþykkt landsfundarins er
það vegna þess að menn spyrja ekki hvað
þeir geti gert fyrir flokkinn heldur hvað
flokkurinn geti gert fyrir þá .
V .
Í fyrrnefndri ræðu á flokksstjórnarfundi Samf ylkingarinnar sagði Jóhanna Sig
urð ardóttir að þjóðin hefði gengið fimm
sinnum til kosninga frá því að stjórn
hennar var mynduð . Hér vísar hún til
þing kosninga í apríl 2009, fyrri Icesave
at kvæðagreiðslunnar í mars 2010, sveitar
stjórnakosninga í maí 2010, kosninga til
stjórnlagaþings í nóvember 2010 og seinni
Icesaveatkvæðagreiðslunnar í apríl 2011 .
Einar þessara kosninga, til stjórnlaga þings,
ógilti hæstiréttur . Óbilgirni forsætisráð
herra í garð hæstaréttar birtist þá í því að
hún knúði fram samþykkt á alþingi um
stjórnlagaráð í stað stjórnlagaþings . Tóku
nær allir sem náðu kjöri í hinni ógildu
kosningu sæti í stjórnlagaráðinu .
Eftir þessa hrakför við framkvæmd stjórn
laga þingskosninga hefði Ögmundur Jónas
son átt að segja af sér ráðherraembætti en
hann bar ábyrgð á að löglega yrði staðið
að kosningunum . Hann sat hins vegar sem
fastast . Hið sama er að segja um ríkis stjórn
ina í heild eftir að hún hafði tapað Icesave
atkvæðagreiðslu öðru sinni . Henni datt ekki
í hug að axla pólitíska ábyrgð og segja af sér .