Þjóðmál - 01.06.2011, Page 17

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 17
 Þjóðmál SUmAR 2011 15 Það ríkti alltaf hátíðleg stemning í leik­ húsunum . Fólk var prúðbúið og eftirvænting lá í loftinu . Eftir að Konunglega leikhúsið tók til starfa þótti mikil fremd að fara þangað . Konunglega leikhúsið var í augum íslensks leikhúsfrömuðar „gyllta hliðin á Kaup mannahöfn“ .2 Ingibjörg og Jón tengdust um skeið einu leikhúsi borgarinnar, Casino, vegna þess að þar vann þjónn þeirra, Jósef að nafni, við dyravörslu á kvöldin . Ingibjörg Jensdóttir, bróðurdóttir Jóns, sem dvaldi á heimilinu veturinn 1877–1878, ung stúlka, minnist þess að hún hafi stundum fengið frá honum 1855–1875, Einar Laxness bjó til prentunar, samdi inngang og skýringar (Reykjavík 2007), Jón Guðmunds­ son til Jóns Sigurðssonar, 20 . febrúar 1874, bls . 349 . Sjá einnig: Guðjón Friðriksson, Jón Sigurðsson. Ævisaga I–II (Reykjavík 2002–2003), hér II . b ., bls . 357–358 . 2 Indriði Einarsson, Séð og lifað. Endurminningar (Reykja­ vík 1972), bls . 124–125 . miða í Casino: „Í fyrsta skipti, sem hann gaf mér miða, stakk ég honum í barminn og fór með hann inn til „bróður“ og sýndi honum . „Þú geymir hann meira að segja hjartamegin í barminum,“ sagði hann .“3 Allt bendir til að Ingibjörg og Jón hafi tekið þátt í borgarlífinu af lífi og sál . Þrátt fyrir annasama daga gerðu þau sér dagamun og nutu nútímalegra skemmtana og menningarviðburða, leikhúsferða og myndlistarsýninga svo nokkuð sé nefnt . Það var alger nýbreytni á 19 . öld að fólk eins og Jón og Ingibjörg hefði tækifæri til að sækja sambærilega skemmtun og þeir er efst stóðu í mannvirðingastiganum . Fram á 18 . öld höfðu það aðeins verið þeir sem 3 Valtýr Stefánsson, „Gamlar myndir og minningar . Frú Ingibjörg Jensdóttir segir frá“, Myndir úr þjóðlífinu. Fimmtíu viðtöl (Reykjavík 1958), bls . 145 . Prúðbúnir gestir á kvöldgöngu í nágrenni heimilis Jóns og Ingibjargar í Kaupmannahöfn . Østervoldgade í baksýn . Myndina málaði Andreas Herman Hunæus árið 1862 .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.