Þjóðmál - 01.06.2011, Qupperneq 20
18 Þjóðmál SUmAR 2011
en í Tívolí hægt að gleyma sér — horfa á
brúðuleikhús og önnur söng og leikatriði,
róla og fara í hringekjur og skoða framandi
dýr . Þar mætti líka finna ýmsar verslanir,
m .a . eina geysivinsæla þar sem allar vörur
væru á sama verði, átta skildinga . Allt iðaði
af lífi .6 Af þessum skrifum má draga þá
ályktun að hjónin og Sigurður fóstursonur
þeirra hafi bæði notið frístunda í Tívolí og á
Dyrehavsbakken .
Ingibjörg og Jón höfðu ánægju af því að spóka sig um í borginni að þeirrar tíðar
hætti . Þá skoðuðu þau t .d . söfn . Vinsælt var
að skoða sig um í safni Bertels Thorvaldsen
og í Rósenborgarhöllinni . Í höllinni voru
gripir og listmunir konungsfjölskyldunnar
til sýnis . Þá var haldin árleg vorsýning á
málverkum á Charlottenborg og einnig var
myndasafn í Kristjánsborgarhöll . Gísli
Brynjúlfsson getur þess í dagbók sinni
að 27 . maí 1848 hafi hann farið með
móður sinni, Jóni og Ingibjörgu að skoða
„myndasafnið“ og rúmum mánuði síðar,
5 . júlí, hafi hann farið með „mömmu og
J(óni) Sigurðss(yni) og konu hans, jómfrú
Lever og Ágúst og Boga Thor(arensen) að
sjá Rosenborg“ .7
Þessa umbrotasömu vetrardaga árið
1848, er Gísli ritaði dagbók sína, voru
mót mæli gegn ríkjandi valdhöfum víða í
Evrópu . Þá lést Kristján VIII, eftir skammæ
veikindi, 20 . janúar . Tæplega mánuði síðar
var útförin gerð . Gísli segir frá því í dagbók
sinni 25 . febrúar: „Sótti mömmu til að sjá
líkfylgdina úr húsum Repps á Austurgötu,
við urðum Jóni Sigurðssyni og konu hans
samferða . Kl . 9 ½ komu fyrstu vagnarnir,
og var öll fylgdarrunan mjög falleg .“8
Líf konungsfjölskyldunnar var forvitni
6 Jón Sigurðsson, Blaðagreinar I–II, Sverrir Kristjánsson sá um
útgáfuna (Reykjavík 1961–1962), hér II . b ., bls . 220 –222 .
7 Gísli Brynjúlfsson, Dagbók í Höfn (Reykjavík 1952), bls .
180 og 236 .
8 Sama heimild, bls . 117 .
legt . Þegar stórviðburðir eins og konungs
skipti urðu í danska ríkinu fylgdust Ingibjörg
og Jón greinilega með af áhuga líkt og aðrir
borgarbúar . Hvort sem fram fór konungleg
útför eða konunglegt brúðkaup var áhugi
Ingibjargar í það minnsta mikill . Þannig
var hún mjög eftirvæntingarfull þremur
áratugum síðar, í desember 1878, þegar
konunglegt brúðkaup var í vændum . Hún
skrifaði í sendibréfi nokkrum dögum fyrir
brúðkaup Thyru prinsessu, yngstu dóttur
Kristjáns IX, að þá verði mikið til stand í
Höfn og bætir við: „gaman hefði verið að sjá
í kirkjunni en kannski að maður sjái eitthvað
af „fýrverkeríinu“ útum glugg ann“ .9
Ásumrin fóru Ingibjörg og Jón, eins og aðrir borgarbúar, gjarnan út fyrir
borgina þegar vel viðraði . Flestir fóru t .d .
árlega í skógarferð og til hlökkunin og eftir
væntingin fyrir þær var mikil . Fólk átti
kost á að fara á nokkra staði í sumarferðir,
t .d . út á Frederiksberg, í Zoologisk Have og
Charlottenlund, sem var utan borgarmark
anna, svo dæmi séu nefnd . Í Frederiksberg
Have voru stígar sem mátti þræða og lítil
vötn til yndis . Á leiðinni þangað var gjarnan
áð á veitingastaðnum Alleen berg .10 Þessar
ferðir borgarbúa voru yfir leitt dagsferðir .
Ingibjörg Jensdóttir, frænka Jóns og Ingi
bjargar, fór með þeim í eina slíka að vorlagi
1878: „Um vorið, nokkru áður en ég fór,
bauð „bróðir“ okkur systkinunum með sér
í skógartúr . Við leigðum fríðan hestvagn
og fórum í honum víða . Það var í mínum
augum dýrlegur dagur . – Við komum í
mörg veitingahús, og alls staðar „trakteraði“
hann okkur .“11 Lýsing Ingibjargar sýnir svo
ekki verður um villst að markmiðið var að
9 Lbs . 2192 4to . Ingibjörg Einarsdóttir til Sigríðar Einars
dóttur, Kaupmannahöfn 18 . desember 1878 .
10 Sigvard Skov, „Have og park“, Dagligliv i Danmark i
det nittende og tyvende århundrede, I . bindi, ritstjóri Axel
Steensberg (Kaupmannahöfn 1964), bls . 565 .
11 Valtýr Stefánsson, „Gamlar myndir og minningar . Frú
Ingibjörg Jensdóttir segir frá“, bls . 146 .