Þjóðmál - 01.06.2011, Page 21

Þjóðmál - 01.06.2011, Page 21
 Þjóðmál SUmAR 2011 19 skemmta sér vel og gera daginn ógleyman­ legan, farið var á veitingahús og miklar „trakteringar“ liðlangan daginn . Jafnvel þó að árin væru farin að færast yfir og heilsan að bresta héldu Jón og Ingibjörg í skógarferð með ungmennin . Ingibjörg Jensdóttir segir einnig frá því að hún hafi farið í dýragarðinn með bræðr um sínum og í fylgd með nöfnu sinni, frú Ingi­ björgu . Dýragarðurinn (Zooloogisk Have) er einn sá elsti í Evrópu, opnaður árið 1859, og var staðsettur við Friðriks borgar höll . Varð hann fljótlega vinsæll viðkomu staður íbúa borgarinnar . Það hefur verið fram andi reynsla að skoða dýrin í safninu, t .d . fílana sem voru þar til sýnis frá 1878 .12 Í gögnum Jóns og Ingibjargar er bréfsnifsi þar sem virðist skráð niður aðgangseyrir í dýragarðinn og á lista­ safnið (Kunstkabinettet) og einnig kökur á 12 Sama heimild, bls . 146 . veitingastaðnum Sommerlyst .13 Greinilegt er að Ingibjörg hefur lagt sig fram við að búa börnunum, sem jafnan dvöldu hjá henni og Jóni, skemmtilegar stundir . Hún kaupir t .d . „sundbílæti“ handa „Sigga“, Sigurði, fóstursyni þeirra Jóns . Vinsælt var að baða sig á ströndinni og margir lærðu að synda á þessum árum .14 Ingibjörg og Jón fóru einnig út til Klamp­ en borg á sumrin . Vinur þeirra, Jón Hjalta­ lín, síðar landlæknir, stofnaði svo kall aða vatns lækn ingastofnun þar árið 1845 . Eftir nokkur erfið upphafsár varð staðurinn geysivinsæll, sérstaklega eftir að járnbraut hafði verið lögð þangað frá Kaupmanna­ 13 ÞÍ . E . 10 . 20 . Jón Sigurðsson forseti . Reikningar og kvittanir . 14 ÞÍ . E . 10 . 20 . Jón Sigurðsson forseti . Reikningar og kvittanir . Gísli Brynjúlfsson var einn þeirra sem æfðu sund í Höfn . Sjá: Gísli Brynjúlfsson, Dagbók í Höfn, bls . 233 . Segir hann að sund sé bæði „karlmannleg og fögur íþrótt“ . Rósenborgargarðurinn var ekki fjarri heimili Jóns og Ingibjargar . Börn að leik og fullorðnir standa á skrafi í veðurblíðunni í Kongens Have .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.